Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.03.1990, Qupperneq 8

Freyr - 15.03.1990, Qupperneq 8
að það bitni á þeim búskap með kýr, sauðfé og kartöflur sem þessi sveitabyggð lifir af. Þetta voru samtals hátt í 2000 ha í nokkrum stærri og smærri skákum. Þetta var að vísu einungis áætlun, en hún bar með sér það svipmót raunsæis, að hún gæti vel breyst í athafnir og angandi skóg á næstu árum. Mér virðist að hilli undir þá daga að skógar af einhverju tagi setji svip á landið í mörgum, kannski flestum héruðum. Ekki endilega timb- urskógar eins og menn láta sig dreyma um í þessu Eyjafjarðardæmi, öllu heldur skógar til gróðurverndar, skjóls og yndisauka þeim sem þar búa og hinna sem aðeins eru gestir. Ekki dettur mér þó í hug að þessir hlutir gerist snögglega, aldir fremur en ár er held ég raun- særri mælieining á tímanum í þessu sambandi. En ferðin er nú raunar hafin - og hálfnað er verk þá hafið er, og búnaðarsamtökin hljóta að eiga hér stóran hlut að máli með Skógrækt ríkisins og áhugafélögum.“ Með rapsolíu fyrir eldsneyti Bílar og dráttarvélar, sem höfðu gengið fyrir rapsolíu í mörg þús- und klukkutíma voru sýndir á þýsku landbúnaðarsýningunni Agritechnica í Frankfurt í vetur. Elsbett Konstruktion heitir fyr- irtæki eitt þýskt sem hefur haft forystu um að þróa hreyfla sem brenna jurtaolíu. Talsmenn þess segja að reynslan af þessu eldsneyti sé góð, eyðsla sé lítil, hreyfillinn gangi léttar, og minna sót myndist. Þetta kemur fram í grein í Norsk landbruk í byrjun þessa árs. Margir þeirra sem farnir eru að nota drátt- arvélar, knúnar jurtaolíu, benda auk þess á aðra kosti, t.d. að sprengihætta sé engin við notkun jurtaolíu. Talsverðar breytingar þarf að gera á hreyfli. Breyta þarf strokk- um, bullum, spíssum og sveifarási. í stað vatnskælingar er kominn ol- íukælir sem gerir það kleift að keyra hreyfilinn með 120 stiga kælihita. Með því móti fæst mun betri bruni. Bent er á að unnt sé að framleiða rapsolíu í flestum lönd- um og spara með því dýra og áhættusama flutninga. Bregðist uppskera olíujurta er ekki hundrað í hættunni því að brenna rná dísilolíu á umbreyttum hreyflum. Þessi nýjung hefur vakið mikla athygli bæði í Vestur-Þýskalandi og utan þess. Þekktar verksmiðjur eins og Xaver Fendt, Daimler 208 Freyr Benz og KDTT (Deutz-Fahr) hafa lengi gert tilraunir með hana, auk Eichners. Síðastnefnda fyrirtækið sýndi dráttarvél af gerðinni Eiken Votan 3108. Hún er með þriggja strokka, 180 hestafla hreyfli sem eyðir 20 lítrum á klst. Tilraunir í bílaiðnaði sýna hið sama. Hreyflar nota vel orkuna í rapsolíu. Audi 100 bifreið hefur verið ekið 100 þús. km á jurtaolíu. Eldsneytis- eyðsla var 0,32 lítrar á mílu við jafnan akstur á 90 km hraða á klst. Samkvæmt þýskum heimildum Taugasjúkdómur í nautgripum sem svipar til riðuveiki í sauðfé kom fyrst upp á Bretlandseyjum árið 1985. Sjúkdómur þessi veldur bændum þar í landi verulegum áhyggjum, því að hann færist stöð- ugt í vöxt eins og þegar hefur verið greint frá í Frey. Árið 1986 voru staðfest 4 tilfelli, árið 1987147 tilfelli, árið 19881910 tilfelli og árið 1989 til nóvember- loka 6037 tilfelli alls í Bretlandi. Sjúkdómur þessi hefur nú verið staðfestur á írlandi en þar eru til- fellin fá enn sem komið er eða rúmlega tuttugu alls í öllu landinu. Orsök sjúkdóms þessa er óþekkt, sjúkdómurinn er banvænn og læknis- eða varnarráð óþekkt. er meðaluppskera þeirra olíujurta sem til greina koma 3300-3500 kg á ha. Úr þeim fæst 120-1400 ltr. af olíu. Kostnaður er 0,90 DM eða u.þ.b. 32 kr. á ltr. Líklegt má telja að með nýjum tegundum, betri ræktunaraðferðum og hækkuðu olíuverði breytist þetta dæmi. Að því er okkur íslendinga varðar, yrðum við, ef til kæmi, að flytja inn jurtaolíu til eldsneytis frá ein- hverju nágrannalandinu. J.J.D. Sjúkir gripir eru felldir strax og á þeim sér og þeim eytt, en bættir að hluta af opinberu fé. Ný tilfelli á nýjum bæjum eru stöðugt að koma í ljós og enginn veit hvaða hjörð verður næst fyrir barðinu á sjúkdómnum því að smit- leiðir eru ekki kunnar að fullu. Nýlega hafa bresk stjórnvöld ákveðið að veita á næstu þremur árum 30 milljón sterlingspundum (um 300 milljónir íslenskra króna) til rannsókna á þessum og svipuð- um sjúkdómum. Sýnir það best hve alvarlegum augum menn líta þennan sjúkdóm. P.A.P. 6. MARS 1990 Nautgripariða á Bretlandseyjum

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.