Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1990, Blaðsíða 8

Freyr - 15.06.1990, Blaðsíða 8
Er að lifna yfir selskinna- markaðnum? Grænlensk selskinn seljast nú í vaxandi mæli í Danmörku. Þauerum.a. notuðípelsa.fötogýmsa muni. Verðið er fremur lágt, en markaður hefur greinilega lifnað frá því sem var fyrir nokkrum árum. Þetta kemur fram í fréttabréfi Árna Snæ- björnssonar, ráðunautar hjá B.í. til selabænda. Búvörudeild Sambandsins tókst nýlega að semja um sölu á kópaskinnum í nokkra pelsa til Dan- merkur, en verðið er lágt. Líkur eru til að Búvöru- deildinni takist að selja á lágu verði skinn frá 1987, sem hingað til hafa verið óseljanleg. í stjórn samtaka selabænda eru nú: Jón Bene- diktsson frá Höfnum, formaður, Eysteinn Gísla- son, Skáleyjum, ritari, og Pétur Guðmundsson, gjaldkeri. Þurr-sótthreinsunarefni fyrir gripahús Nú er að koma á markað hér á landi duftkent efni að nafni Stallosan sem að sögn drepur skaðlegar örverur í gripahúsum og eyðir lykt af ammoníaks- og brennisteinssamböndum íþeim. Efni þetta, sem er rauðbrúnt duft, er framleitt í Danmörku og hefur verið notað þar í 20 ár. í leiðarvísi segir að það sé óskaðlegt mönnum og skepnum og að hnefafylli af því, 50 g á fermetra, sem dugi í viku, sé meðalskammtur sem tryggi góðan árangur. Nautgripum slátrað með valdboði í Englandi í maílok hafði 15000 nautgripum verið lógað í Englandi vegna hinnar illræmdu nautariðu sem herjar þar nú. Þrátt fyrir mótmæli bænda er kjötið selt á neytendamarkað og það þótt ekki sé öruggt að veikin geti ekki borist í menn. í sumum verslun- um í Englandi hefur sala á nautakjöti hrapað um 70% vegna óvissu um smithættu af veikinni. Keðjugrafa á dráttarvél Norska verksmiðjan Agri A/S í Mói (Mo) í Rana hefur hannað keðjugröfu sem má tengja á venju- lega dráttarvél sem er búin skriðgír. Gröfuna má nota á dráttarvélar sem eru yfir 70 hestöfl og hún er fyrst og fremst ætluð til að grafa skurði. Agri keðjugrafan getur grafið skurði jafnóðum og hún leggur út kapal, vatnsleiðslu- eða framræslurör. Grafan er tengd á þrítengi og aflás dráttarvélar. Með þessu verkfæri má grafa 700-800 metra á klukkutíma á góðu landi að því er segir í frétt frá verksmiðjunni. Grafan kostar í Noregi um 250 000 Nkr. Sala á kinda- og nautakjöti hefur minnkað Heildarsala á kjöti í landinu hefur minnkað um tæp 300 tonn fyrstu átta mánuði þessa verðlagsárs, eða frá 1. september tii aprílloka, miðað við sama tímabil í fyrra. Sala á kindakjöti minnkaði um 8,3% eða um 400 tonn og nautakjötssala minnkaði um 7,2% eða 144 tonn. Hins vegar jókst sala á svínakjöti um 9,6% eða um 160 tonn. Sala á hrossakjöti jókst um 62 tonn og á alifuglakjöti um 43 tonn. Rannsóknastofa Ræktunar- félags Norðurlands 25 ára Um þessar mundir er liðinn aldarfjórðungur frá því að Rannsóknastofa Ræktunarfélags Norðurlands var stofnuð. Hún hefur einkum efnagreint jarðveg og hey fyrir norðlenska bændur og hin síðari ár loðdýra- og fiskafóður. Rannsóknastofan hefur líka þjónað öðrum landshlutum. Ráðunautar hafa leiðbeint bændum um áburð á tún og fóðrun á búfé eftir niðurstöðum efnagreininga. Ræktunarfélag Norðurlands hefur nú tekið í notkun tölvu sem teiknar kort af túnum og öðrum svæðum eftir loftmyndum. Ræktunarfélagið var stofnað árið 1903 til að efla landbúnað á Norðurlandi. Búnaðarsambönd á Norðurlandi standa að því. 472 Freyr 12. JÚNl 1990

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.