Freyr - 15.06.1990, Blaðsíða 12
Á ýmsu getur gengið í heyflutningum.
Nú hafa heyrst raddir um það að
bændur á Héraði fari ekki út í
sauðfjárbúskap aftur vegna
ástands á kindakjötsmarkaði,
heldur snúi sér að skógrækt. Hvað
viltu segja um það?
í fyrsta lagi verður að taka á því
pólitískt hvar í landinu á að fram-
leiða kindakjöt og hvar ekki. Ef til
skerðingar þarf að koma er útilok-
að að beita flatri skerðingu. Pað er
búið að ganga of langt í þeim efn-
um. I öðru lagi á niðurskurður
vegna fjárpesta ekki að vera for-
senda fyrir samdrætti.
í sambandi við aðrar búgreinar
þá hafa menn horft til skógræktar.
I því efni vöknuðu vonir hjá bænd-
um eftir samþykkt ríkisstjórnar-
innar sem gerð var á Pingvöllum í
maí 1989 um að koma upp bænda-
skógi á Fljótsdalshéraði. Talað var
um að veita kr. 60 milljónum á
fjárlögum 1990 til þessa verkefnis.
Fjárveitingin varð hins vegar kr. 15
milljónir í reynd. Það er búið að
útþynna þetta ýmsum öðrum hug-
myndum, landgræðsluskógum,
asparskógrækt á Suðurlandi, auk
skógræktarátaks á Héraði, þannig
að það má vel vera að þessi fjárhæð
sem talað var um að yrðu veitt í
skógrækt á árinu, fari í slík verk-
efni hér og þar á landinu. Þetta
varð til þess að vonir manna á
Héraði dofnuðu verulega um al-
vöruna á bak við þetta af hálfu hins
opinbera, og að skógrækt geti leyst
sauðfjárræktina af hólmi í ein-
hverjum mæli.
Aukabúgreinar?
Það fóru nokkrir bændur á Héraði
út í loðdýrarækt, en nú eru aðeins
fjórir eftir. Auk þess eru nokkur
loðdýrabú í Vopnafirði, þar sem
búgreinin hefur gengið betur.
Loðdýrarækt á Héraði hefur
verið hrein hörmungarsaga og far-
ið illa með þá sem út í hana hafa
farið. Ef birtir yfir þessari búgrein
að nýju þá eru loðdýrahús á upp
Aðalsteinn við rúning á fé sínu.
undir 20 jörðum á Héraði til að
taka upp þráðinn að nýju.
Hins vegar hefur það haft alvar-
legar afleiðingar gagnvart öðrum
nýbúgreinum hvernig loðdýra-
ræktin hefurfarið. Menn eru miklu
tortryggnari á eftir að fara út í
eitthvað nýtt. Það er þónokkuð um
að ættingjar og kunningjar séu í
persónulegum ábyrgðum fyrir loð-
dýrabændur og ekki séð hvernig
þau mál fara.
Það hefurverið rekin um nokkurra
áratuga skeið tilraunastöð á
Skriðuklaustri. Nú varákveðiðað
leggja hana niður frá sl. áramótum.
Hvað viltu segja um það?
Það er komin upp staða, sem að
hluta til má kenna okkur heima-
mönnum um, þ.e. að við höfum
ekki staðið nægilega vörð um okk-
ar tilraunastöð. Það er búin að
vera lítil starfsemi þarna í nokkur
ár. Búnaðarsamband Austurlands
hefur rekið fjárbúið og síðan hefur
verið tilraunastjóri á staðnum án
verkefnafjár og hefur hluti af laun-
um tilraunastjórn síðastliðin tvö ár
komið í gegnum endurbótafé á
húsi Gunnars skálds Gunnarsson-
ar, en stórvirki hafa verið unnin í
lagfæringum á húsinu í tíð núver-
andi tilraunastjóra. Síðan frá 1.
janúar 1990 hafa laun tilrauna-
stjórans komið í gegnum tilrauna-
stöðin að Möðruvöllum.
Ég tel það mjög alvarlegan hlut
sem er að gerast þarna, ef það á að
slíta heilan landsfjórðung frá allri
rannsóknar- og þróunarstarfsemi í
landbúnaði.
BSA hefur lagt á það áherslu að
verði stöðin lögð niður þá fáum við
að búnaðarsambandinu starfs-
mann frá Rala sem starfi þá í beinu
sambandi við héraðsráðunautana,
þannig að það verði bein tengsl
Rala við landsfjórðunginn. Þessi
maður hafi verkefnafé þannig að
hann geti gert staðbundnar rann-
sóknir á Austurlandi. Þetta mál er
ekki til lykta leitt en ég hef von um
að það finnist viðunandi lausn á
því.
Annars er þetta ekki eina málið
476 Freyr
12.JÚNI 1990