Freyr - 15.06.1990, Blaðsíða 30
Á fundi stjórnar Stéttarsambands bœnda 13. júní sl. gerðist m.a. þetta:
Nýr starfsmaður Stéttarsambands
bænda.
Guðbjörn Árnason, búnaðarhag-
fræðingur, frá Teigi í Fljótshlíð,
hefur verið ráðinn til starfa hjá
Stéttarsambandi bænda frá 1. júní
sl. í fjarveru Gunnlaugs A. Júlíus-
sonar.
Skilagjald af plastfilmu.
Lagt var fram bréf frá bændum
sem sóttu námskeið í heyverkun
með rúlluböggum á Hvanneyri á
sl. vetri þar sem lagt er til að komið
verði á reglum um skilagjald á
plastfilmu utan af rúlluböggum.
Samþykkt var að vísa erindinu
til fyrirhugaðs fagráðs í bútækni.
Haughús viðfjós.
Um sl. áramót tók gildi breyting á
reglugerð um mjólk og mjólkur-
vörur, nr. 35/1986 þar sem gefinn
er frestur til nk. áramóta til að
byggja haughús við fjós þar sem
þau vantar. í framhaldi af því barst
Stéttarsambandi bænda bréf frá
heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt-
inu, dags. 30. apríl sl., þar sem
óskað er eftir tillögum frá Stéttar-
sambandinu um framkvæmd
reglugerðarinnar.
Formanni og framkvæmdastjóra
var falin áframhaldandi úrvinnsla
málsins.
Lög um Búnaðarmálasjóðs.
Lögð voru fram nýsamþykkt lög
um Búnaðarmálasjóð. Með lögum
þessum er búgreinafélögunum
fenginn sjálfstæður tekjustofn,
0,075% af útborguðu verði til
bænda. Þó geta búgreinafélög önn-
ur en félög nautgripa- og sauðfjár-
bænda tekið allt að 1% gjald að
fengnu samþykki Stéttarsambands
bænda og landbúnaðarráðherra.
Þá fær Búnaðarfélag íslands
með þessum lögum tekjustofn
0,025% (0,05%) af útborguðu
verði. Þetta ákvæði kom inn í með-
förum Alþingis en var ekki upp-
haflegum tilllögum. Þá er í lögum
þessum ákveðinn tekjustofn fyrir
forfalla- og afleysingaþjónustu í
landbúnaði og gjaldtaka til Stofn-
lánadeildar lækkuð að sama skapi.
Lækkun á gjaldi til Stofnlánadeild-
ar landbúnaðarins mætir einnig
gjaldtöku til búgreinafélaga og
Búnaðarfélags íslands.
Heildargjaldtaka er því óbreytt,
sbr. þó sérstaka heimild búgreina-
félaga til viðbótar gjaldtöku.
Þessi lög verða nánar kynnt í
Frey.
Tilnefning Stéttarsambands í
Verðlagsnefnd búvara.
Samþykkt var að tilnefna sömu
menn og sátu síðasta ár í Verðlags-
nefnd búvara, (Sexmannanefnd).
Aðalmenn eru: Haukur Halldórs-
son, formaður, Þórarinn Þorvalds-
son og Þórleifur Sveinsson. Vara-
menn eru: Böðvar Pálsson og
Hákon Sigurgrímsson.
Tilnefning í Ullarmatsnefnd.
Samkvæmt 6. grein laga um flokk-
un og mat ullar og gæra skal skipa
þrjá menn í yfirmatsnefnd ullar.
Skal Stéttarsambandið tilnefna
einn mann.
Samþykkt að tilnefna Þórarin
Þorvaldsson í nefndina.
Framleiðslurétturvið lok
sauðfjárbúskapar.
Lögð var fram tillaga frá Þórólfi
Sveinssyni um að bændum sem
hyggjast hætta sauðfjárbúskap
verði heimilað að nýta í haust
framleiðslurétt tveggja verðlags-
ára.
Samþykkt að mæla með þessu
við landbúnaðarráðherra og Fram-
kvæmdanefnd búvörusamninga.
Mörk sveitarfélaga á hálendinu.
Lagt var fram bréf Skipulags ríkis-
ins þar sem kynnt er tillaga þess um
mörk sveitarfélaga á hálendinu.
í bréfinu kemur fram að nauð-
synlegt sé að hafa skýrar línur í
þessum efnum vegna ýmissa fram-
kvæmda á hálendinu.
Fram kemur að hér er eingöngu
um hinn stjórnskipulega þátt að
ræða og haggar á engan hátt þeim
réttindum sem önnur sveitarfélög,
einstakar jarðir eða einstakir aðilar
kunna að eiga þar til upprekstrar,
veiða eða annarra ítaka. Af-
greiðslu málsins var frestað til
næsta fundar.
Æðardúnn óskast
Greiðum fljótt og vel.
FRICO heildverslun
sími 91 -77311
494 Freyr
12.JÚNI 1990