Freyr - 15.06.1990, Síða 15
fslensk svín eru afkomendur ýmissa erlendra kynja.
er um að gyltur séu felldar af þeim
sökum. Fyrirbæri þetta er oftast
arfgengur galli og hefur arfgengi
hans í danska svínastofninum
mælst um 0,45 (sjá J0rgensen og
Vestergaard,1990: Genetics of Leg
Weakness in Boars; Acta Agric.
Scand.,40:59-69)
I norska svínastofninum er mik-
ið um að gyltur séu felldar vegna
fótagalla og þar er meðalfjöldi gota
á gyltu ekki nema 2,5 got. Að hluta
er því um að kenna að gyltur séu
felldar vegna fótagalla (Trygve
Gr0ndalen, 1989: Oppdrett av pur-
ker - Beinproblemer. Gris i '90.
Stavanger 3. og 4. november,
1989). Hér á landi ber lítið á fóta-
göllum í svínum (Pétur Sigtryggs-
son, 1989).
í sambandi við þá úttekt sem hér
er fjallað um voru fengnar upplýs-
ingar um það hve oft gyltur á
ákveðnu svínabúi gutu á æviskeið-
inu. Teknar voru gyltur sem fædd-
ust á árunum 1982 og 1983 og þeim
fylgt eftir til æviloka og talið hve
oft hver um sig hafði gotið. Árið
1982 voru alls settar á 98 gyltur og
70 gyltur árið 1983.
Árið 1982 var verið að fjölga ört
í stofninum oj» sett á hátt hlutfall af
unggyltum. Ur þeim hópi var síðan
lógað miskunnarlaust á unga aldri
gyltum sem ekki uppfylitu skilyrði
um frjósémi eða voru gallaðar að
öðru leyti. Að meðaltali gutu gylt-
ur í þessum árgangi 5,14 sinnum.
Gylturnar sem settar voru á árið
1983 voru betur valdar heldur en
fyrra árið og var minna fellt úr
þeim á unga aldri. Sá árgangur
entist mun betur heldur en sá fyrri
og meðalfjöldi gota á gyltu í 1983
árganginum var 6,65 got.
Bragðgæði kjötsins
Svínakjöt hér á landi er stundum
of feitt en þó tekst mörgum svína-
bændum vel að laga sig að mats-
reglum. Fitan er heldur ekki að
öllu leyti ókostur því að kjöt af
meðalfeitum skrokkum þykir
betra á bragðið heldur en mjög
magurt kjöt.
í neytendakönnun sem gerð var
hér á landi haustið 1989 töldu að-
spurðir að svínakjötið fullnægði
best gæðakröfum af öllum kjötteg-
undum sem um var spurt. Þessi
viðbrögð munu hafa komið mörg-
um á óvart (Neytendablaðið, 4.
tbl., 1989).
Til samanburðar má tilfæra um-
mæli úr þremur áttum frá útlönd-
um. Fyrstu ummælin eru úr bók-
inni „The Growing and Finishing
Pig“ (Höf. Peter R. English og
samst.menn, Farming Press,
Ipswich, UK, 1988),bls. 70-73 og
hljóða þannig í lauslegri þýðingu:
Ýmislegt bendir til að eftir
því sem svínastofnar eru kynbættir
að meiri og hraðari vöðvavexti hafi
kjötgæðum farið aftur.“ (bls. 70).
„Það hefur um alllangt skeið
verið talið mikilvægt markmið í
svínakynbótum að auka vöðva-
hlutfall og vöðvavöxt. Kynbætur
að þessu marki hafa skilað miklum
árangri. Þau gögn sem fyrir liggja
sýna að fita í svínaskrokkum hefur
minnkað jafnt og þétt á undanförn-
um árum. Nú eru menn farnir að
velta því fyrir sér hve langt eigi að
ganga í þessa átt. Þeir aðilar sem
vinna svínakjöt og neytendur þess
eru farnir að hafa áhyggjur af
vandamálum sem tengjast mjög
12. JOnI 1990
Freyr 479