Freyr

Årgang

Freyr - 15.06.1990, Side 16

Freyr - 15.06.1990, Side 16
mögru svínakjöti. Gallar sem tald- ir eru tengjast mjög mögru kjöti eru meðal annars þeir að bakfitan verði mjúk og slyttisleg, skrokk- arnir stirðni ekki nógu vel eftir slátrun og erfiðara verði að stykkja þá og sneiða kjötið, bakfitulög flysjist hvert frá öðru og fita og vöðvar í baki hangi illa hvert við annað, fitudreifingin sé óásjáleg, beikon rýrni meira við verkun en áður, og matreitt svínakjöt sé ekki nógu mjúkt og safaríkt en verði þurrt og bragðlaust.“(bls. 71-72). Sú afturför í gæðum fitunnar sem um er rætt virðist því tengjast mögrum svínum, hvort sem meg- urðin er eðlislæg eða hún stafar af fóðrun eða fóðri. Því virðast vera sett ákveðin mörk hve langt má ganga í þá átt að minnka bakfituna á svínunum með kynbótum. Vera má að nú þegar sé komið að þess- um mörkum í Bretlandi.„(bls. 73) Önnur tilvitnun um bragðgæði svínakjöts er frá Noregi (Torgeir Lund, 1989: Gris i Norge mot ar 2000. Gris i ’90. Stavanger 3. og 4. november 1989) og hljóðar þannig í lauslegri þýðingu: “Stöðugt fjölgar þeim mat- reiðslufyrirtækjum og matfróðum áhugamönnum um eldamennsku sem telja að gæði norska gríssins séu orðin þannig að kjötið sé bragðlaust, seigt, magurt og þurrt, það sé leiðinlegt á litinn og úr því renni vökvi við steikingu.,, Þriðja tilvitnunin um bragðgæði svínakjötsins er frá Svíþjóð (And- ers Karlsson och Ann-Charlotte Sjöblom, 1990. Intramuskular fett- halt - köttkvalitets- och avelsaspekt- ar. 1990 árs Svinavelskonferens, 7- 9 februari 1990): “Neytendur halda því oftfram að sœnskt svínakjöt sé þurrt og bragð- laust. Skýringin á þessu getur m.a. verið sú að vöðvar í svínakjöti eru orðnir fitulitlir, en fitan í vöðvan- um er talin eiga mikinn þátt íþví að gera kjötið bragðgott og safaríkt. „ Vaxtarhraði Vöxtur grísa innan íslenska svínastofnsins erof hægur. Vaxtar- hraðinn er nú að meðaltali um 390 grömm á dag frá fæðingu til slátr- unar (Pétur Sigtryggsson, 1990. Ráðunautafundur, 1990, bls. 53- 68). Hann er þó mjög breytilegur frá búi til bús og frá einum grís til annars, og líklegt er að auka megi vaxtarhraða verulega með úrvali þar eð arfgengi hans er hátt, eða um 0,35, í erlendum rannsóknum. Breytileiki í vaxtarhraða er mikill innan íslenska stofnsins, sjá 1. mynd. 1. Línurit. Vöxtur grísahópa 1 og 2 1989 Vöxtur grfsa, grömm á. dag 1. línurit. Vaxtarhraði frá fœðingu til slátrunar fyrir 413 grísi úr tveimur hópum. í hóp 1 eru grísir sem slátrað var 13. og 20. nóvember 1989 en í hóp 2 grísir sem slátrað var á öðrum tímum ársins. Eins og línuritið sýnir er meðalvöxtur hóps 2 um 380 grömm á dag frá fœðingu til slátrunar. Hópur 1 hefur sýnt mun meiri meðalvöxt eða um 450 grömm á dag. í hóp 1 eru allmargir grísir með yfir 500 gramma meðalvöxt á dag, en það þýðir að þeir ná 90 kg þunga á 180 dögum. 1 hóp 2 eru margir grísir sem vaxa minna en 350 grömm á dag. Þeir grísir þurfa yfir 250 daga til að ná 90 kg þunga. 480 Freyr 12. JÚNl 1990

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.