Freyr - 15.06.1990, Qupperneq 7
Landbúnaður á Austurlandi
í þessu blaði er viðtal við Aðalstein Jónsson
bónda í Klausturseli á Jökuldal og formann
Búnaðarsambands Austurlands. í 6. tölublaði
Freys á þessu ári var viðtal við Lárus Sigurðs-
son á Gilsá í Breiðdal, oddvita og sveitarstjóra
Breiðdalshrepps og formann Félags sauðfjár-
bænda á Suðurfjörðum (Austfjarða).
í báðum þessum viðtölum er m.a. greint frá
þeim niðurskurði á sauðfé sem átt hefur sér
stað á stærstum hluta umdæmis Búnaðarsam-
bands Austurlands og enn er ekki lokið. Peir
Aðalsteinn og Lárus leggja megin áherslu á
það að mestu máli skipti um möguleika á
lífsafkomu og búsetu í dreifbýli á þessu svæði
að sá fullvirðisréttur til sauðfjárframleiðslu,
sem þetta svæði á yfir að ráða, verði ekki
rýrður frá því sem nú er. Með því er átt við að
sú fjárpest sem verið er að glíma við á svæðinu
um þessar mundir verði ekki notuð til að draga
úr sauðfjárrækt á svæðinu, heldur deilist réttur
þeirra sem hætta fjárbúskap á þá sem halda
honum áfram.
Ástæða er til að taka undir þessa kröfu.
Henni til stuðnings má vísa til þess að í viðauka
við núgildandi búvörusamning sem gerður var
milli hlutaðeigandi aðila, Steingríms J. Sigfús-
sonar, landbúnaðarráðherra, f.h. Ríkisstjórn-
ar íslands, annars vegar, og Stéttarsambands
bænda, hins vegar, og undirritaður var 22.
september 1989, segir svo:
„Aðilar eru sammála um að halda áfram, í
beinu framhaldi af ofanrituðu samkomulagi,
viðræðum um framtíðartilhögun framleiðslu-
stjórnunar og um nýjan grundvöll búvörufram-
leiðslunnar sem taki við af núgildandi búvöru-
samningi. Þá verði jafnframt mótaðar tillögur
um aðgerðir til að tryggja aðlögun búvöru-
framleiðslunnar að þeim skilyrðum sem aðilar
verða sammála um að við taki 1992. Einkum á
þetta við um sauðfjárrækt og verði leitað allra
leiða til að kalla fram frekari aðlögun sauðfjár-
framleiðslunnar að markaðsaðstæðum án þess
að af hljótist byggðaröskun. Verði sérstaða
byggðarlaga og landshluta, sem alfarið byggja
á sauðfjárrækt, sérstaklega metin í þessu sam-
bandi.“ (Leturbreyting Freys).
Alkunna er að staða byggðarinnar allt í
kringum landið er misjafnlega sterk eftir þann
samdrátt á landbúnaði sem orðið hefur á síðari
tímum, einkum þeim áratug sem nú er að líða.
I stórum dráttum má segja að því meira sem
einstök héröð byggja afkomu sína á kúabú-
skap, þeim mun sterkara stendur byggðin. Þar
sem mjólkurframleiðsla er burðarásinn má
víða sjá að aukabúgreinar, sem og sérhæfður
rekstur í öðrum greinum landbúnaðar, standa
traustum fótum. Önnur tekjuöflun hjálpar þar
líka til.
Þar sem sauðfjárrækt er undirstaða búskap-
ar í heilum héröðum má hins vegar lítið út af
bera til að byggð hrynji og þar þrífst ekki á
sama hátt annar búskapur. Nálægð við markað
skiptir hér oft sköpum.
Áf lélegri afkomu í sauðfjárbúskap leiðir að
eðlileg endurnýjun bænda í þeirri grein á sér
ekki stað. Þegar slíkt ástand hefur staðið um
nokkurt árabil verður áberandi að eðlileg ald-
ursskipting bænda raskast, meðalaldur hækk-
ar. Þar sem það gerist á sér það jafnframt stað
að húsakostur og aðrar fjárfestingar endurnýj-
ast ekki eðlilega og hnignun og síðan hrun
byggðar blasir við.
Þá hnignun byggðar hafa menn horft upp á
alllengi, margir döprum huga, en aðrir af-
skiptalausir og sumir jafnvel allshugar fegnir,
undir þeim formerkjum að hið óhjákvæmilega
hljóti að hafa sinn gang. Víðlendasta svæði
landsins sem stendur andspænis þessari stöðu
mála er Austurland, þó að búskapur sé þar
vissulega misjafnlega á sig kominn, frá því að
vera í góðu horfi í það að horfa illa.
Um leið og halda þarf vel utan um þá
undirstöðu sem sauðfjárræktin er, þarf að
beina kröftunum að þeim vaxtarmöguleikum
sem eru í landsfjórðungnum. Þar ber ferða-
þjónustu hátt, m.a. vegna þess sambands sem
er við önnur lönd með áætlanasiglingum ferj-
Frh. á bls. 496.
12. JÚNl 1990
Freyr 471