Freyr - 15.06.1990, Page 9
AJökuldal fcrcngin jörð ícyði
Viðtal við Aðalstein Jónsson bónda í Klausturseli á Jökuldal og formann
Búnaðarsambands Austurlands.
Aðalsteinn Jónsson í Klausturseli á Jökuldal rekur eitt stœrsta fjárbú á Austurlandi.
Jökuldalur hefur haldið hlut sínum betur en margar aðrar sveitir á Austurlandi á
undangengnum árum samdráttar í búskap hér á landi. Aðalsteinn er auk þess formaður
stjórnar Búnaðarsambands Austurlands.
Aðalsteinn Jónsson.
Á síðastliðnum vetri var Aðal-
steinn á ferð í Reykjavík. Þá not-
aði fréttamaður Freys tækifærið
og tók hann tali og bað hann fyrst
segja á sér deili.
Ég er fæddur á Skriðuklaustri árið
1952, en faðir minn starfaði þá við
tilraunastöðina þar, sem Jónas
Pétursson stýrði þá. Tveggja ára
flutti ég með foreldrum mínum í
Klaustursel þar sem ég hef átt
heima síðan.
Foreldrar mínir eru Guðrún Að-
alsteinsdóttir frá Vaðbrekku í
Hrafnkelsdal og Jón Jónsson frá
Setbergi í Fellum, en þau eiga nú
heima á Egilsstöðum.
Ég stundaði nám við Bænda-
skólann á Hólum í tvo vetur og
útskrifaðist þaðan vorið 1971. Ég
hafði verið í búskapnum heima
12. JLINt 1990
áður en ég fór í Hóla og hélt því
áfram eftir vistina þar. Fram til
1974 stundaði ég búskapinn í félagi
við Hrafnkel, bróður minn, en þá
flytur hann á Eskifjörð. Með mér
er eftir það í búskapnum Jón Há-
varður, yngri bróðir minn, fram til
1980, en eftir það hef ég rekið hann
einn með fjölskyldu minni.
Kona mín er Ólafía Sigmars-
dóttir frá Laugarási í Biskupstung-
um og eigum við þrjú börn.
Hvernig búi býrð þú?
Ég rek hreint sauðfjárbú. Hér voru
kýr til heimilis fram til 1974 að
þeim var þá fargað og farið að
kaupa mjólk frá Egilsstöðum. Ég
er með búmark upp á 622 ærgildi
en fullvirðisrétturinn er 490 ær-
gildi. Ég er sáttur við það enda er
hann með því mesta á einu búi hér
um slóðir.
Hvernig er aðstaða til heyöflunar í
Klausturseli?
Ég er með stærsta hlutann af fóð-
uröfluninni heima. Ég heyja ein-
göngu í þurrhey heima en hef núna
í 10 ár sótt hluta af heyskapnum í
félagsræktun sem nokkrir bændur
á Jökuldal komu á fót í landi
Landnáms ríkisins á Stóra-Bakka í
Hróarstungu. Við erum orðnir fáir
eftir sem nytjum þetta en ég hef
heyjað þarna 10 ha sl. þrjú ár. Sl.
sumar verkaði ég þetta hey í rúllu-
bagga með plastfilmu. Það gafst
mjög vel og ég hef ekki þurft að
kasta neinni tuggu og engri skepnu
orðið meint af. Ég reikna með að
halda áfram þessari heyverkun.
Stefnir þú að mikilli frjósemi
fjárins?
Ég stefni að hámarksafurðum
fjárins og hef gert síðan ég tók við
Freyr 473
íbúðarhúsið í Klausturseli.