Freyr - 15.06.1990, Page 31
I enn meiri hreinskilni sagt
Svarviðorðsendingu Þórólfs Sveinssonarí9.tbl. Freys 1990.
Þórólfur minn.
Við vorum að koma inn um tvöleytið í nótt og létum það eftir okkur að glugga ögn í
póstinn sem barst ígœr. Sauðburðarmaðurinn minn sem er búfrœðingur hremmdi „Frey“
en égfór að líta yfir héraðsfréttablöðin.
„Hér færð þú aldeilis ádrepu“,
kallaði hann upp og hófst allur í
sæti.
Og því sest ég hér niður með það
sama til að senda þér örstutta
bráðabirgðakvittun.
Það var ekki vonum fyrr að ein-
hver af ykkur líkmönnum bænda-
stéttarinnar tækju sér fyrir hendur
að skrifa lærðar greinar um ágæti
núverandi stefnu og ykkar framtíð-
arsýn og ber að þakka það og hefur
þá ekki verið til einskis unnið hjá
Matthíasi ritstjóra að fá mig til liðs
við Frey.
Að vísu kemur fátt á óvart í
þessum fyrsta pistli þínum, en von-
andi hressist Eyjólfur er stór-
bændastefnan verður tekin fyrir og
efa ég ekki að lesendur bíða
óþreyjufullir eftir útlistan þinni á
þeirri dásemd.
En úr því að nú er ljóst orðið að
við bændur eigum varaformann,
sem ekki er aðeins talandi og læs,
heldur líka skrifandi, vil ég biðja
þig um að gleyma nú ekki að
útskýra hvers vegna hlunnindi
voru ekki tekin inn í kvóta, af
hverju ekki er sjálfsagt mál að hafa
sauðfé þar sem landgæði eru mest
og beitarþol, af hverju bændafor-
ustan ræðst ævinlega á garðinn þar
sem hann er lægstur þegar skera
þarf, í stað þess að snúa sér að
þeim sviðum sem ég benti á í vetur,
og sýnir aldrei í orði, hvað þá
verki, tillitssemi eða velvilja í garð
þeirra bænda og byggða sem hvað
höllustum fæti standa, daufheyrist
við að gera kvótakerfið sanngjarn-
ara og manneskjulegra og firrir sig
væntanlega, allri ábyrgð á loðdýra-
hörmungunum.
Einnig væri fróðlegt að frétta ger
af þessu „dulda atvinnuleysi“ sem
nú hefur uppgötvast í sveitum, t.d.
hvort það er vegna of lítilla búa eða
sökum tæknivæðingar og svo mætti
lengja telja.
Og þá er það „ádrepan“.
Þú kveinkar þér undan mínu
orðalagi, og er það vel, enda virð-
ist annað ekki duga til að ná inn í
það þagnarmusteri sem þið hafið
búið um ykkur í gegn allri gagn-
rýni.
Á meðan þú rökstyður ekki hvar
ég „snúi staðreyndum við“ og
„dragi umræðuna niður á það plan
sem þú hefur gert“ lít ég á slík
ummæli sem dauð og ómerk og að
engu hafandi og mun halda áfram
að tala og skrifa á vestfirsku frá
mínum bæjardyrum séð, en ekki
eftir óskum og vilja einhverra
„Hvítárbakkabaróna“. Og ef þú
heldur að ég sé einhver hrópandi í
eyðimörkinni meðal íslensk
bændafólks, þá ert þú fáfróðari um
hug þess til stéttarforustunnar en
nokkru tali tekur.
Ef þú sérð ekki út fyrir Borgar-
fjörð, ljúfurinn, ættirðu að snúa
þér alfarið að búskapnum og lax-
veiðinni.
Þau viðbrögð sem ég hef fengið
við mínum skrifum eru nefnilega
ekki þannig að það hvarfli að mér
að „gera sjálfum mér þann greiða"
að breyta um tón.
Leyfist mér að minna þig á um-
mæli manns sem a.m.k. við sauð-
fj árbændur tökum töluvert mark á,
Sigurgeirs Þorgeirssonar sauðfjár-
ræktarráðunautar, en hann sagði
efnislega, aðspurður um kvóta-
kerfið í fréttum ríkisútvarpsins í
vetur, að það æli á misrétti og
byggðaröskun og hefði að sínu
mati gengið sér til húðar.
Og svona í lokin langar mig að
tilfæra tvær vísur í ljóðabréfi þing-
eyskrar bóndakonu. Hún tekur
heils hugar undir gagnrýni mína á
tilraunastórabúið á Hesti og segir
að eftirfarandi vísa hafi orðið til á
sauðburði, eina nóttina í fyrravor
„þegar þetta illhærudót var að
fæðast undan sæðisánum '.
Illhærunum hrakar ei
hér, í stofni mínum.
Þessi litlu lamba grey
líkjast feðrum sínum.
Sú síðari þarfnast ekki skýringa.
Bónda á Skjaldfönn skelfir tíð,
skrifaðu fleiri greinar.
Bændahallar leiðum lýð
ljóst er hvað þú meinar.
Sæll að sinni.
Skjaldfönn 27. maí 1990.
Indriði Aðalsteinsson.
Til sölu
Traktorsgrafa John Deere
400 A 1972. Hentar vel á
sveitaheimili.
Á sama stað óskast til kaups
rúllupökkunarvél.
Reynir, sími 93-41523.
12. JÚNl 1990
Freyr 495