Freyr - 15.06.1990, Side 34
Stefán Sch.Thorsteinsson,
Sigurgeir Þorgeirsson,
Sigvaldi Jónsson,
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Frá Fjárræktarbúinu á Flesti
1988-1989
Tala, fóðurnotkun, þrif og afurðirfjárins.
Haustið 1989 voru settar á vetur 570 œr tvœvetur og eldri, 140 lambgimbrar, 20 hrútar
fullorðnir og 24 lambhrútar. Ein œr fórst fyrir áramót og þrjár frá áramótum til
sauðburðar.
Tafla 1. Þungi og þyngdarbreytingar ánna, kg
Þungi, kg Þyngdarbreytingar, kg
Tala 20/9 25/10 1/12 10/1 15/2 21/3 28/4 20/9 25/10 1/12 10/1 15/2 21/3 19/9
Ær á áa -25/10 -1/12 -10/1 -15/2 -21/3 -28/4 -28/4
lO.vetur................. 1 65.0 65.0 63.0 64.0 65.0 71.0 77.0 0.0 -2.0 1.0 1.0 6.0 6.0 12.0
9.vetur............... 3 69.7 71.0 72.7 72.0 73.3 73.0 83.0 1.3 1.7 -0.7 1.3 -0.3 10.0 13.3
8.vetur............... 5 67.0 70.0 69.2 69.8 71.2 76.0 81.6 3.0 -0.8 0.6 1.4 4.8 5.6 14.6
7.vetur.............. 40 63.4 65.2 66.6 67.3 69.6 73.4 79.6 1.8 1.4 0.7 2.3 3.8 6.2 16.2
ó.vetur.............. 47 66.6 68.8 69.9 70.7 72.7 76.8 82.9 2.2 1.2 0.8 2.0 4.1 6.1 16.3
5.vetur.............. 72 65.7 69.7 69.2 69.9 72.0 75.3 82.1 4.0 -0.5 0.7 2.1 3.3 6.8 16.4
4.vetur............. 118 66.4 69.6 69.7 69.8 72.1 74.6 81.1 3.2 0.1 0.1 2.3 2.5 6.5 14.7
3.vetur............. 150 62.9 66.2 66.6 66.8 68.8 71.0 77.4 3.3 0.4 0.2 2.0 2.2 6.4 14.5
2.vetur............. 131 60.5 65.1 63.1 65.7 66.0 67.0 76.0 4.6 -0.2 2.0 0.3 1.0 9.0 15.5
Meðaltal 566 63.8 67.3 67.1 67.9 69.7 72.1 79.1 3.5 -0.2 0.8 1.8 2.4 7.0 15.3
Tafla 1 sýnir meðalþunga og með-
alþyngdarbreytingar þeirra 566 áa
sem lifandi voru við vorvigtun um
mánaðamótin apríl - maí 1989.
Þegar lömb voru tekin undan ám
þann 20. september vógu ærnar
63,8 kg að meðaltali, sem er 0,8 kg
minna en haustið áður. Jafnframt
voru þær til muna holdminni, og
reyndust meðalholdstig 3,36, sem
er 0,66 stigum minna en árið áður.
í október bættu ærnar 3,5 kg við
þunga sinn og juku nokkuð við
hold sín (0,20 stigum) enda þótt
þær gengju í úthaga en gróður var
nægur og lítt sölnaður. Um mán-
498 Freyr
aðamótin okt.-nóv. voru ærnar
teknar á tún og fljótlega farið að
gefa þeim út rúllubundna há, ágæt-
lega verkaða og kjarnmikla (1,40
kg/FE) með beitinni. Um það bil
200 ær voru um hverja rúllu (500
kg). Þessari gjöf var haldið þar til
farið var að hýsa ærnar, ær á annan
vetur 15.nóvember en eldri ærnar
þann 23. Ær á þriðja vetur og eldri
héldust vel við á þessum tíma og
þótt þær þyngdust ekki, bættu þær
við hold sín og voru í mjög góðu
ásigkomulagi fyrir komandi fengi-
tíma. Hins vegar léttust ær á annan
vetur í nóvember um 2,0 kg til
jafnaðar og er ástæðan fyrir því sú,
að 80 af þeim 132, sem til voru á
búinu, voru notaðar í athugun til
að kanna áhrif mismunandi haust-
meðferðar á þrif og frjósemi ánna
og fæðingarþunga lamba þeirra.
Skýrt verður frá þessari athugun
og annarri tilraunastarfsemi á
Hesti í annarri grein hér í Frey á
næstunni.
Frá 1. desember og fram að
fengitímalokum þyngdust ærnar
um 0,8 kg til jafnaðar og allir ár-
gangar bættu nokkuð við hold sín
i eða sem svarar 0,13 stigum. Frá
! fengitímalokum og til 21. mars
12.JÚNI 1990