Freyr

Årgang

Freyr - 15.06.1990, Side 19

Freyr - 15.06.1990, Side 19
landi að einhverju eða öllu leyti, en með leyfi ráðherra má setja hér á fót umboðsskrifstofur fyrir erlenda banka. í lögunum um Útvegs- banka íslands hf. er þó heimilt að selja erlendum aðilum allt að 25% hlutabréfa í bankanum. Hins vegar er rétt að geta þess að erlendir bankar eru mjög umsvifamiklir að því er varðar lánveitingar á íslensk- um markaði og fulltrúar þeirra eru tíðir gestir hjá fjármálastjórnum stærri fyrirtækja og opinberra stofnana. Það má því segja að ekki séu hömlur á frelsi erlendra banka til þess að selja útlánaþjónustu sína hér á landi, en hins vegar eru lög- festar hömlur á stofnun og rekstri banka í eigu erlendra aðila. Rætt hefur verið um heimildir fjármálafyrirtækja til þess að selja þjónustu sína hvarvetna innan Evrópska efnahagssvæðisins og rétt ríkisborgara aðildarríkjanna til stofnunar slíkra fyrirtækja hvar sem er á svæðinu. EFTA-ríki hafa lýst sig reiðubúin til viðræðna um þessi atriði á sama hátt og varðandi starfsemi banka. Vátryggingastarfsemi. Svipuð þróun á sér nú stað varð- andi vátryggingastarfsemi innan Evrópubandalagsins og átt hefur sér stað varðandi starfsemi banka og annarra fjármálafyrirtækja. Stefnt er að því að mynda sameig- inlegan markað fyrir vátrygginga- starfsemi innan V,- Evrópu og er það byggt á þeirri forsendu að auk- in samkeppni á vátryggingamark- aði muni leiða til lækkunar ið- gjalda og sparnaðar fyrir einstak- linga og fyrirtæki. Reglur EB byggja á þeirri meg- inreglu að viðurkenndum vátrygg- ingafélögum sé heimilt að selja þjónustu sína yfir landamæri og jafnframt er ríkisborgurum aðild- arríkja heimilt að reka vátrygg- ingafélag í öðru ríki undir eftirliti tryggingaeftirlits heimaríkis eig- enda. Samkvæmt núgildandi regl- umEB mega ríkisborgsrarí ríkjum bandalagsins eiga vátryggingafélag í öðru aðildarríki. EFTA-ríkin hafa lýst sig reiðu- búin til viðræðna á grundvelli reglna bandalagsins, en eitt þeirra, Sviss, hefur nýverið gert sérstakan tvíhliða samning við bandalagið um vátryggingar. Islensk viðhorf. Erlend vátryggingafélög geta feng- ið leyfi ráðherra til starfsemi hér á landi, enda séu þau viðurkennd í heimalandi sínu og hafi starfað þar í a.m.k. 5 ár. Stofnendur vátrygg- ingafélags hérlendis skulu hins vegar vera íslenskir ríkisborgarar. íslenskir aðilar þurfa leyfi ráð- herra til þess að skipta við erlend vátryggingafélög án milligöngu íslensks vátryggingafélags. Á hitt ber að líta að vátrygginga- starfsemi hér á landi er í nánum tengslum við vátryggingafélög er- Iendis. Sökum þess að íslenski markaðurinn er of smár til þess að tryggja nægilega áhættudreifingu, hafa íslensk vátryggingafélög jafn- an endurtryggt erlendis og einstak- ir aðilar hafa fengið leyfi til þess að tryggja miklar áhættur svo sem skip og flugvélar erlendis. Ljóst er að aðild að samkomu- lagi um vátryggingastarfsemi inn- an EES kallar á nokkrar breyting- ar á íslenskri löggjöf, m.a. varð- andi eignarhald vátryggingafélaga. Aftur á móti er líklegt að það fyrirkomulag sem tíðkast á húsa- tryggingum hér fáist viðurkennt þar sem sams konar fyrirkomulag er í V,- Þýskalandi. Samgöngur. Evrópubandalagið hefur þegar sett reglur varðandi samgöngur eða þá að slíkar reglur eru í mótun. Þar er um að ræða flutninga á landi með bifreiðum og járnbrautum, flutninga á ám og um skipaskurði, loftflutninga og sjóflutninga. Öll EFTA-ríkin hafa mikilla hagsmuna að gæta varðandi loft- flutninga, en Noregur og Svíþjóð hafa þó sérstöðu sökum aðildar sinnar að SAS, en Danir sem eru í EB, eiga hlut í því fyrirtæki. Norð- urlandaríkin í EFTA, hafa öll mik- illa hagsmuna að gæta á hvað varð- ar sjóflutninga. Þjónusta á sviði samgangna skiptir íslendinga mjög miklu máli. Erlendum fyrirtækjum er í veru- legum mæli heimil samkeppni við íslensk líutningafyritæki í lofti og á legi til og frá landinu. Hins vegar er hætta á því að íslensk fyrirtæki yrðu útilokuð frá því að keppa við flutningafyrirtæki frá Evrópubanda- laginu á innri markaði þess. Það er því mikilvægt fyrir okkur að flutn- ingamarkaðurinn innan EES verði sameiginlegur og opinn fyrirtækj- um og einstaklingum í öllum ríkj- unum. Með því móti yrði t.d. ís- lenskum flugfélögum ekki mis- munað í samkeppni við SAS (sem er talið EB-flugfélag), Lufthansa eða önnur Evrópuflugfélög. Einnig gætu íslensku skipafélögin keppt á jafnréttisgrundvelli um flutninga milli bandalagsríkjanna. Fjármagnshreyfingarmilli ríkja. í viðræðunum hefur verið fjallað ítarlega um verðbréfaviðskipti og aðrar fjármagnshreyfingar milli landa, en frelsi í fjármagnshreyf- ingum er ein af grundvallarfor- sendum innri markaðarins. Samkvæmt reglum EB eiga að- ildarríkin að hafa aflétt öllum hömlum á fjármagnsflæði fyrir ársok 1992 í nánar tilgreindum áföngum, sem reyndar skulu að mestu hafa komið til framkvæmda fyrir árslok 1990. EB gerir ekki greinarmun á rétti til frjálsra fjármagnshreyfinga og rétti til kaupa á fyrirtækjum og fasteignum, á sama hátt og gert er samvæmt reglum OECD. EFTA- ríkin hafa í viðræðunum gert ýmsa fyrirvara varðandi síðarnefnda at- riðið. Þar má nefna fyrirvara ís- lendinga varðandi rétt til fjárfest- ingar, um nýtingu náttúruauðlinda hér á landi, þ.e. á sviði fiskveiða og orkumála. Einnig fyrirvara varð- andi kaup á fasteignum, en aðrar EFTA-þjóðir hafa einnig fyrirvara á því sviði. Þá hafa verið nefndir 12. JÚNl 1990 FREYR 483

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.