Freyr - 01.02.1991, Page 8
88 FREYR
3.’91
p RITSTJÓRNARGREIN
hluti nefndarinnar telur t.d. að 10% minni
uppskera nytjajurta vegna minni notkunar
áburðar og eiturefna myndi skila mjög
miklum árangri við að bæta lífsskilyrði í
ám og vötnum. Meirihlutinn telur að taka
beri mið af þessu þegar mörkuð verði
stefna um haldbæran landbúnað.
Lagt er til að orkunotkun verði endur-
skoðuð, orka spöruð og stefnt að orku-
notkun sem hlífir umhverfinu og er frá
uppsprettum sem endurnýjast, svo sem
orka frá gróðri, eða sólar- og vindorka.
Lagt er til að dregið verði úr notkun
skaðlegra efna fyrir menn og vistkerfi,
þ.m.t. plöntuvarnarefna. Nefndin telur
raunhæft að notkun þeirra minnki um
50-70% á fáum árum.
Landbúnaðurinn á að leggja sitt af
mörkum á virkan hátt til að varðveita og
bæta sköpunarverk náttúru og manns sem
umhverfisverðmæti allra þjóðarinnar.
Nefndin bendir á mál í þessu sambandi,
svo sem að fólki líði vel, endurheimti
kraftana, finni sig heima í umhverfi sínu og
njóti menningararfs síns. Við notkun lands
þarf að gæta verðmætis umhverfis og auka
kost á frjálsri umferð um landið.
Mikilvægasta byggðamarkmið landbún-
aðarins er að halda uppi búsetu og atvinnu
í sveitarfélögum þar sem landbúnaður
skiptir sköpun um byggð, segir í nefndará-
litinu. Jafnframt er viðurkennt að land-
búnaður einn og sér hafi ekki bolmagn til
að viðhalda þeirri byggð sem fyrir er.
Nefndin leggur áherslu á að frumfram-
leiðslugreinarnar muni hér eftir sem hing-
að til vera burðarásinn í dreifðri byggð í
landinu. Þær eru bundnar hinum dreifðu
byggðum meira en aðrir atvinnuvegir
vegna þess að þær byggjast á nýtingu nátt-
úruauðlinda. Meirihluti nefndarinnar tel-
ur að megindrættir í skiptingu framleiðslu.
eftir héröðum og landshlutum skuli hald-
ast óbreyttir. Aukin verðmætasköpun og-
fjölþættari atvinnustarfsemi í dreifbýli er
þegar til lengri tíma er litið það sem máli
skiptir um að markmið byggðastefnunnar
náist. Meiri úrvinnsla á hráefnum og aukin
menntun og þekking heimafólks stuðlar í
sameiningu að þessu.
A hinn bóginn verður að gera skarpari
greinarmun en hingað til á því sem hið
opinbera leggur af mörkum til að auka
atvinnu annars vegar og að viðhalda byggð
hins vegar. Jafnframt þurfa opinberar að-
gerðir til að viðhalda byggð að beinast
markvissar að ákveðnum stöðum en hing-
að til, segir í skýrslunni.
Stefnumörkun um jafnrétti kynjanna er
kjörin til þess að stuðla að því að konur og
karlar eigi sama kost á að velja búskap sem
starf, þ.e. verkfæri til að móta atvinnuveg-
inn og taka þátt í honum á þeirra eigin
forsendum. Skilyrði fyrir því að þetta tak-
ist er að konur og karlar standi raunveru-
lega jafnt að vígi pólítískt, félagslega og
hvað varðar afkomu, segir í nefndarálit-
inu.
Til að koma á jafnrétti kynjanna bendir
nefndin á eftirfarandi aðgerðir:
- Fræða þurfi stúlkur og gera þær sér
meðvitaðar um réttindi þeirra og
skyldur samkvæmt lögum, einkum lög-
um um óðalsrétt.
- Sjónarmið umönnunar eru rík í lífi
kvenna. Konum þarf í meira mæli en
hingað til að gefast kostur á að starfa í
greininni á þeim forsendum.
- Tekjum af búrekstrinum á að skipta
milli hjóna (sambýlisfólks) eftir raun-
verulegu vinnuframlagi.
- Færa þarf vinnureglur almannatrygg-
ingakerfisins til nútímasjónarmiða.
- Bæta þarf vinnuumhverfi á býlum sem
fyrirbyggjandi aðgerðir til vinnuvernd-
ar.
- Öryggi barna við leik og störf á býlum
þarf að bæta.
Frli. á bls. 95.