Freyr - 01.02.1991, Page 24
104 FREYR
3.’91
Niðurstöður úr skýrslum
nautgriparœktarfélaga árið
1990
Jón Viðar Jónmundsson
Niðurstöður úr skýrsluhaldi nautgriparœktarfélaganna árið 1990 liggja nú fyrir. íþessari
grein verður á hefðbundinn hátt gerð grein fyrir þessum niðurstöðum. Rétt er í upphafi að
geragrein fyrirþví að árið 1990 varð meiri aukning afurða eftirhvern grip ínautgriparœkt-
arfélögunum en nokkur dœ,
Meðalafurðir eftir hverja reiknaða
árskú á skýrslu reyndust 4141 kg og
höfðu aukist um 136 kg frá árinu
1989. Tafla 1 sýnir að vanda nokkr-
ar helstu fjölda- og meðaltalstölur í
einstökum héruðum og fyrir landið
í heild.
Skýrslur voru gerðar upp á árinu
frá 821 búi og er það nær óbreyttur
fjöldi frá árinu 1989 þegar bú sem
héldu skýrslur voru samtals 819.
Þessar tölur sýna litlar breytingar í
skýrsluhaldi á milli ára. Fjölgun á
búum í skýrsluhaldi er nokkur á
Vestfjörðum og er þátttaka í
skýrsluhaldi að verða þar ein sú
mesta á öllu landinu. Eins hafa
Suður-Þingeyingar snúið vörn í
sókn og aftur náð forystu á landinu
í almennri þátttöku mjólkurfram-
leiðenda í þessu starfi. Fækkun
skýrsluhaldara er aftur á móti enn
annað árið í röð á mestu mjólkur-
framleiðslusvæðunum, Eyjafirði
og Suðurlandi. Framhald slfkrar
þróunar er með öllu óviðunandi. Á
Austurlandi, þar sem ástandi þess-
ara mála er samt sem fyrr bágast á
öllu landinu, hillir ekki undir neina
breytingu til batnaðar þar sem þar
fækkar enn um einn skýrsluhald-
ara á árinu 1990.
Athygli er beint að þessari þró-
un vegna þess að það er vissa höf-
undar að ein allra virkasta aðgerð
sem möguleg er til að bæta stöðu
i eru um áður.
Jón Viðar Jónmundsson.
mjólkurframleiðenda í landinu er
að auka þátttöku í þessu starfi. Til
þess liggja ýmsar ástæður sem oft
hafa verið raktar hér í blaðinu.
Auknar kröfur til aukinnar hag-
kvæmni í framleiðslu á landbúnað-
arvörum munu einnig birtast m.a. í
meiri samanburði á íslenskum
landbúnaði og landbúnaði ná-
grannalandanna. Ef það skortir á
það lágmarks framleiðslueftirlit á
búinu sem skýrsluhald er fyrir
mjólkurframleiðendur veikir það
stöðu greinarinnar. Þeir sem utan
skýrsluhaldsins standa eru því í
raun þátttakendur í að skapa
óheppilega ímynd af starfsgrein
sinni og þannig beint og óbeint að
skaða eigin stöðu og stéttarbræðra
sinna í bráð og lengd.
Sama þróun kemur greinilega
fram í kúaskýrslum og forðagæslu-
skýrslur sýna, þ.e. að mjólkurkúm
virðist fremur hafa farið fjölgandi
árið 1990 frá árinu áður. Skýrslu-
færðar voru samtals 23928 kýr og
reiknaðar árskýr voru 18711,2 sem
er hlutfallsleg fjölgun um 2,55 %
frá árinu 1989.
Þessar tölur sem raktar hafa ver-
ið sýna að meðalbústærð hefur
vaxið og er nú 22,8 árkýr eða 0,5
árskúm fleira en var á árinu 1989.
Eins og áður eru bú stærst í Eyja-
firði með 27,8 árskýr og í Árnes-
sýslu með 27,4 árskýr. Eins og
áður skera bú á Vestfjörðum sig
mjög úr um stærð en þar eru að
jafnaði árið 1989 12,2 árskýr á
hverju búi. Meðalfjölgun kúa á
hverju búi að jafnaði er áberandi
mest á Suðurlandi.
Afurðir eftir landssvœðum
Áður eru nefndar tölur um þá
miklu aukningu meðalafurða sem
varð árið 1990. Hver árskýr mjólk-
aði að jafnaði 4141 kg mjólkur.
Veruleg aukning er í mjólkur-
magni um allt land þó að aukningin
sé hvað mest í Eyjafirði þar sem
afurðir aukast um 194 kg eftir
hverja kú og sama aukning í með-
alafurðum í kg talið kemur fram á