Freyr - 01.02.1991, Síða 27
3.’91
FREYR 107
Tafla 3. Kýr sem mjólkuðu yfir 8000 kg árið 1990
Nafn Faðir Mjólk kg fita kg Mjólkur- fita Prótein kg % Mjólkur- prótein Bær
Ára 37 Álmur 76003 9149 5,99 548 3,26 298 Víðivöllum fremri. Fljótsdal
Brynja 153 Bergur74003 8558 4,00 342 3,40 291 Bjarnargili, Fljótum
Líf 17 Brúskur 72007 8547 3,70 316 3,22 275 Efri-Brunná, Saurbæ
Kola 104 Lýtingur 77012 8533 3,52 300 3,24 277 Efri-Brunnavöllum, Skeiðum
Einsemd 57 Ylur74010 8366 4,98 416 3,52 294 Búrfelli, Y.-Torfustaðahreppi
Snúlla 61 Þorri 78001 8330 3,55 295 3,20 267 Efri-Brunná, Saurbæ
Svinka 129 Dreki 81010 8247 4,16 343 3,28 271 Voðmúlastöðum. A.-Landeyjum
Gvendólín 121 Dálkur 80014 8226 3,37 277 3,04 250 Fosshólum, Holtum
Mósa 172 Víðir 76004 8219 4,31 354 3,17 260 Brakanda, Skriðuhreppi
Mjöll 39 8198 3,94 323 3,64 290 L.-Tungu, Holtum
Frekja 90 8159 3,79 309 3,27 267 Ketu, Rípurhreppi
mjólkur. Pessu marki ná nú 119 af
dætrum hans, en þetta svarar til að
36 % dætra hans sem lifandi voru í
árslok hafi náð þessu marki og er
það nefnt hér til að sýna hve vel
þessar kýr standa sig með afurðir,
því að aðeins eitt naut með
nokkurn fjölda dætra á hærra hlut-
fall þeirra í þessum hópi. Það er
Skúti 73010, en rúm 40% dætra
hans skila yfir 5000 kg af mjólk.
Það virðist verða ljósara með
hverju ári að Álmur 76003 er einn
allra farsælasti gripur sem til þessa
hefur komið fram í ræktun íslenska
kúastofnsins og sá jákvæði dómur
sem fæst um marga syni hans sem
nú er verið að Ijúka afkvæmarann-
sókn á styrkir enn þessa reynslu.
Aðrir stórir dætrahópar meðal
kúnna sem skila yfir 5000 kg af
mjólk eru: Forkur 76010 á 94 dæt-
ur, Víðir 76004 á 93 dætur, Drang-
ur 78012 á 80 dætur, Lýtingur
77012 á 78 dætur, Bratti 75007 á 72
dætur, Skúti 73010 á 62 dætur,
Þorri 78001 á 61 dóttur, Lambi
76005 á 54 dætur og Mjölnir 77028
á 52 dætur.
Hér hafa þá verið taldir allir þeir
systrahópar sem telja fleiri en 50
kýr. Þessi hópur nauta sem hér er
talinn á það allur sammerkt að
hafa verið fyrir nokkrum árum
mikið notaður, þar sem nautin
hafa öll á sínum tíma verið í notkun
sem nautsfeður. Því miður er einn
hópur kúa sem er alltof stór í
skýrsluhaldinu en það eru kýr sem
hafa þar óskráð faðerni. Á skrá á
skýrslum félaganna eru í árslok
lifandi nær 5000 kýr sem þannig er
ástatt um ættfærslu hjá. Mestur
hluti af þessum kúm eru dætur
óskráðra heimanauta. Ástæða er
til að vekja á því athygli að á sama
tíma og flest hin reyndu naut eiga
15-40 % dætra sinna í hópi kúnna
yfir 5000 kg þá er hlutfall þessar
gripa á meðal ófeðruðu kúnna að-
eins 11 %. Þetta er aðeins ein af
þeim ábendingum sem alls staðar
blasa við um að bændur geta veru-
lega bætt val ásetningsgripa sinna.
Afurðamestu kýrnar
Eins og fram kemur í töflu 3 var
afurðahæsta kýrin á landinu árið
1990 Ára 37 á Víðivöllum fremri í
Fljótsdal. Hún mjólkaði árið 1990
9149 kg af mjólk með 5,99% fitu
eða 548 kg mjólkurfitu og 3,26%
prótein eða 298 kg af mjólkur-
próteini. Vegna mjög óeðlilegrar
fituprósentu mjólkur í þessu tilfelli
þá er þörf á að nefna að aðeins ein
efnamæling mjólkur er fyrir hendi í
uppgjöri á þessu ári. Þetta gefur
tilefni til að leggja áherslu á það við
skýrsluhaldara að vanda vel til
töku sýna til efnamælinga og fram-
kvæma slfka sýnatöku reglulega.
Niðurstöður úr efnamælingum úr
einstökum kúm eru mjög mikils-
verðar og hafa ekki síður verulegt
gildi fyrir hinn einstaka mjólkur-
framleiðanda vegna mælinga á
frumutölu úr einstökum kúm, sem
þeim eru ákaflega mikilsverðar til
að fylgjast með júgurhreysti
kúnna. Vegna þess hvernig það
magn mjólkurfitu sem hér er birt
fyrir þessa ágætu kú er til orðið, en
þetta er langmesta magn sem dæmi
eru um nokkru sinni hér á landi,
verður að líta á þetta sem „óeðli-
lega“ niðurstöðu. Ára er ein af
hinum fjölmörgu miklu afurða-
gripum undan Álmi 76003. Hún
hlaut nautsmæðradóm á kúasýn-
ingum á Austurlandi árið 1989 og
vakti þar athygli eins og fram kem-
ur í síðasta árgangi Nautgriparækt-
arinnar. Þessi kýr bar í árslok 1989
en bar ekki á árinu 1990 og hafði að
því leyti mjög góð ytri skilyrði til að
skila miklum afurðum.
Næst henni á þessum lista stend-
ur Brynja 153 á Bjarnargili í
Fljótum. Hún mjólkar 8558 kg af
mjólk. Á Bjarnagili er skýrsluhald
nýlega hafið að nýju og ekki eru
fyrir hendi efnamælingar úr mjólk
hjá þessari kú. Brynja er dóttir
Bergs 74003 og hún eins og Ára bar
í árslok 1989 en síðan ekki á árinu
1990. í þriðja sæti er síðan gamal-
þekkt afrekskýr á þessari skrá, Líf
17 á Efri-Brunná í Saurbæ, en hana
hefur oft áður verið að finna á skrá
um kýr sem mjólka yfir 8000 kg.
Hún mjólkaði árið 1990 8547 kg af
mjólk. Hún bar í aprílmánuði og
átti þá nautkálf sem er undan Rauð