Freyr - 01.02.1991, Blaðsíða 31
3.’91
FREYR 111
júgurbyggingu og fá mjög góða
umsögn eignenda sinna um mjalt-
ir. Auk Þistils veljast sem nauts-
feður Sopi 84004 og Belgur 84036.
Sopi er frá Lækjartúni í Asahreppi
úr hinu þekkta búi Guðmundu
Tyrfingsdóttur og er sonur Álms
76003. Meðal dætra Sopa er þegar
að finna allmargar frábærlega
getumiklar kýr til afurða. Ástæða
er til að benda á að Sopi virðist
gefa dætur sem hafa góða prótein-
prósentu í mjólk. Þær dætur hans
sem ég hefi séð eru margar ákaf-
lega álitlegar mjólkurkýr og í raun
það eina lijá þeim sem hægt er að
benda á sem veikan þátt er að í
sumum tilfellum væri æskilegt að
júgurgerð væri sterklegri. Rétt er
samt að benda á að hér er um að
ræða þátt sem erfitt er að dæma hjá
ungum kúm, en sumar dætur hans
minna að þessu leyti á móðursystur
Sopa, þ.e. dætur Más 72003.
Mjaltir hjá dætrum Sopa virðast
mjög góðar. Belgur 84036 er aftur
á móti sonur Víðis 76004. Hann er
frá Tóftum í Stokkseyrarhreppi og
var móðir hans, eins og móðir
Sopa, dóttir Más 72003. Dætur
Belgs eru margar fádæma getu-
miklar kýr til afurða. Þetta eru
margt mjög bolmiklar og glæsileg-
ar kýr. í heild var áberandi í þess-
um árgangi nauta að synir Víðis
gefa kýr sem teljast ekki eins jafn-
góðar í mjöltun og dætur Álmsson-
anna og er það í raun í fullu sam-
ræmi við það sem löngu er vel
þekkt um feður þeirra. Öll þessi
þrjú naut sem valin hafa verið til
notkunar sem nautsfeður eru sér-
lega efnilegir gripir til kynbóta.
Rétt er að vísu að geta þess að bæði
Þistill og Sopi munu gefa allmikið
af hyrndum afkvæmum sem raunar
kemur ekki á óvart með tilliti til
ætternis þeirra.
Þó að hér hafi verið gerð grein
fyrir þrem mjög álitlegum nautum
úr þessum hópi þá er þar að finna
fleiri naut sem ástæða er til að
vekja athygli á. Til áframhaldandi
notkunar eru teknir tveir Álmssyn-
ir til viðbótar Sopa, þeir Suðri
84023 og Flórgoði 84031. Suðri á
stærri hóp dætra en nokkurt annað
naut í árgangnum. Hann er frá
Hjálmholti, sonur þeirrar lands-
frægu kýr Sneglu 231. Dætur Suðra
eru nokkuð misjafnar að ytra útliti,
en þar er samt að finna allmargar
ákaflega glæsilegar kýr, þó að þær
sýni full litla kynfestu. Þess má
samt vænta að þetta naut geti haft
verulega jákvæð áhrif. Flórgoði er
frá Heiði í Ásahreppi, dóttursonur
Glampa 63020. Hann er vafalítið
eitt sérstæðasta naut sem komið
hefur úr afkvæmaprófun á síðari
árum. Dætur hans eru margar ein-
staklega getumiklar mjólkurkýr.
Margar þeirra eru aftur á móti
ákaflega illa vaxnar kýr, metið eft-
ir því mati sem hér á landi er lagt á
þá þætti, þó að einstaka mjög
glæsilega kú sé að finna meðal
dætra hans. Dætur beggja þessara
Álmssona fá mjög góðan dóm um
mjöltum. Eitt naut enn úr árgangn-
um verður tekið til frekari notkun-
ar að fengnum dómi og er það
Merkúr 84029, sem er Víðissonur
frá Tóftum í Stokkseyrarhreppi,
eins og Belgur 84036, og þessi naut
í raun náskyld því að auk þess að
vera samfeðra þá voru mæður
þeirra hálfsystur í móðurætt. Dæt-
ur Merkúrs eru kröftugar kýr, sem
hafa allgóða getu til afurða en gefa
full magra mjólk. Mjaltir hjá þess-
um kúm eru aðeins breytilegar. Þá
eru tvö naut til viðbótar úr
hópnum sem fá dóm sem kýrfeður
og eru það Olli 84003 og Steggur
84014 en sæði úr þeim verður því
aðeins afgreitt frá Nautastöðinni
að þess sé sérstaklega óskað. Þeir
sem kynnu að vilja nota þessi naut
verða því að gera ráðstafanir þar
um tímanlega.
Þess skal að síðustu getið að á
nautsmæðraskrá eru nú 769 kýr.
Eins og áður hvet ég eigendur
þessara kúa til að gæta þess að þær
séu sæddar með sæði úr þeim naut-
um sem valin hafa verið sem nauts-
feður. Fæðist nautkálfur undan
slíkri kú og einhverju þeirra nauta
sem voru í notkun sem nautsfeður
á síðasta ári, en það voru Kaupi
83016, Bjartur 83024 og Hrókur
83033, þá vinsamlega látið vita um
slíkt til héraðsráðanautar og verð-
ur þá kannað hvort kálfinn beri að
taka á Uppeldisstöðina. Framboð
kálfa hefur aldrei verið jafn mikið
og gott og á árinu 1990 og er von-
andi að sú þróun mála haldi áfram.
Með þessu góða framboði vona ég
einnig að þeir sem verða fyrir því
að nautkálfi sem boðinn er sé hafn-
að hafi á slíku góðan skilning því
Frh. á bls. 114.
Orðsending til bœnda
á fjárskiptasvœðum
Þeir bœndur sem œtla að kaupa líflömb haustið 1991
eftir samningsbundið fjárleysi, þurfa að leggja inn skrif-
lega pöntun á líflömbum fyrir 15. mars nk.
Sauðfjársjúkdómanefnd ákveður hvaðan líflömb séu
tekin.
Aðeins þeir bœndur koma til greina sem lokið hafa
fullnaðar sótthreinsun á fjárhúsum og umhverfi þeirra.
Sauðfjárveikivarnir
Rauðarárstíg 25
150 Reykjavík