Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1991, Qupperneq 35

Freyr - 01.02.1991, Qupperneq 35
3.’91 FREYR 115 Veiðin í Rangánum 1990 Guðni Guðbergsson og Magnús Jóhannsson. INNGANGUR Það vakti mikla athygli á síðasta sumri að Rangárnar urðu hœstar hvað varðar fjölda veiddra laxa (Guðni Guðbergsson 1991, í undirbúningi). Þetta er einkum athyglisvert þegar haft er í huga að laxveiði í Rangánum var að meðaltali 49 laxar á árunum 1972 - 1989. Guðni Guðbergsson. Rangárnar höfðu fyrst og fremst verið sjóbirtingsveiðiár, með að meðaltali 209 veidda urriða og sjó- birtinga. Ástæða mikillar laxveiði- aukningar virðist fyrst og fremst vera vegna velheppnaðra göngu- seiðasleppinga í árnar vorið 1989. Þá var um 48.000 gönguseiðum sleppt úr sleppitjörnum á fjórum stöðum á vatnakerfi Rangánna. Nánar er greint frá aðferðum við sleppingar og endurheimtum í sér- stakri samantekt (Magnús Jó- hannsson og Guðni Guðbergsson 1991). I þessari grein verður veiðin tek- in fyrir, sérstaklega samsetning hennar og dreifing yfir veiðitíma- bilið. Til grundvallar eru lagðar veiðiskýrslur en skráning veiðinn- ar var með miklum ágætum. Aðferðir. Veiði sumarsins var skráð í veiði- Magnús Jóhannsson bækur. í þær er færður veiðidagur, veiðistaður, tegund, kyn, þyngd (þyngd er skráð í pundum þar sem eitt pund = 500 gr), lengd og teg- und agns sem fiskur var veiddur á. Gögn úr veiðibókum voru tölvu- skráð og reiknaður fjöldi laxa, ur- riða (sjóbirtings) og bleikju, kynja- skipting tegundanna og fjöldi veiddra fiska eftir agni. Þyngdar- dreifingar hverrar tegundar var tekin saman. Hreistur var tekið af hluta veið- innar og það notað til að ákvarða aldur og uppruna fiskanna. Ald- ursgreining hreistursins leiddi í ljós að hængar 76 sm og stærri og hrygnur 68 sm og stærri höfðu dvalið tvö ár í sjó. Fiskar minni en þessi mörk höfðu dvalið eitt ár í sjó. Okyngreindum fiskum var skipt í sömu hlutföllum og kyn- greindum. Holdastuðull var reikn- aður samkvæmt jöfnunni: Tafla 1. Skipting laxveiðinnar í Rangánum 1990, effir kynjum og agni. Agn Hængar Hrygnur Ókyngr. Alls maðkur...................... 142 258 42 442 fluga....................... 159 244 60 463 annað....................... 276 308 133 717 alls........................ 577 810 235 1622 Tafla 2. Skipting silungsveiðinnar (urriði og bleikja) í Rangán- um 1990, eftir tegundum og agni. Agn Bleikja Urriði Óvíst maðkur............................... 34 106 0 fluga................................. 5 22 0 annað................................ 36 51 0 alls................................. 75 179 0

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.