Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 7

Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 7
8.’91 FREYR 319 RITSTJÓRNARGREIN-------- Nýr búvörusamningur Hinn 11. mars sl. var undirritaður nýr búvörusamningur landbúnaðarráðherra og Stéttarsambands bænda. Fulltrúafund- ur Stéttarsambandsins, sem haldinn var 13. og 14. mars, samþykkti hann síðan með 45 atkvæðum gegn 2 en 15 fulltrúar sátu hjá. Jafnframt ályktaði fundurinn um ýmis atriði sem fjalla þurfi frekar um við framkvæmd hans, sjá 7. tbl. Freys. Það atriði samningsins sem snýr að bændum og fyrst kemur til framkvæmda er að á tímabilinu 1. maí 1991 til 31. ágúst 1992 kaupir ríkissjóður fullvirðisrétt til sauðfjárframleiðslu all-t að 3.700 tonnum. Það sem á vantar að ríkissjóður hafi keypt 900 tonna virkan fullvirðisrétt hinn 1. sept- ember 1991 verður tekið með niðurfærslu réttarins, en á lakari kjörum en frjáls sala hans. Með þessum búvörusamningi er tekin lokaákvörðun um aöaðlaga sauðfjárrækt- ina að markaðsstöðu og tengja framleiðslu sauðfjárafurða að innlendum markaði og útflutningi sem gefur viðunandi verð. Þar með blasir við að störfum þeirra bænda sem hafa með beinum og óbeinum hætti haft tekjur af sauðfjárrækt muni á næstu árum fækka um 900 ársverk en þar af eru 220 ársverk, eða 55.000 fjár, bundin í virkum rétti. Þessi samdráttur í sauðfjárrækt er vandasamasta og viðkvæmasta verkefni sem íslenskur landbúnaðaur hefur tekist á við um langan aldur. Vert er að rifja upp að ástæður þess að svona er komið eru annars vegar að útflutningur kindakjöts sem fyrir einum til þremur áratugum var fjórðungur til þriðjungur framleiðslunnar, hefur stórlega dregist saman vegna lágs verðs og innanlandsmarkaðar fyrir kinda- kjöt hefur einnig dregist verulega saman. Við þessar aðstæður er ekki talið forsvar- anlegt að halda áfram framleiðslu til út- flutnings. Ástæða þess að þessi samdráttur er vandasamur og viðkvæmur er að honum fylgir það að búseta í dreifbýli verður veikari, ef ekki finnast önnur störf fyrir þá sem hætta. Jafnframt munu margir neyð- ast til að yfirgefa eignir sínar sem eru víða vel uppbyggðar jarðir að húsakosti og ræktun, en þessi uppbygging gerðist með aðstoð og hvatningu ríkisvaldsins, þegar hún fór fram. Þessa stöðu viðurkennir ríkisvaldið á þann hátt að bændum eru boðnar greiðslur fyrir þann sauðfjárfullvirðisrétt sem tek- inn er úr umferð, jafnframt því sem ýmis önnur framlög verða veitt til nýrrar at- vinnuuppbyggingar og kaupa á jörðum sem seljast ekki á frjálsum markaði. Sú hugsun ríkti hér á landi langt fram eftir 8. áratug aldarinnar, eins og víðar í heiminum, að framleiða bæri eins mikið af búvörum og tök væru á til að fullnægja þörfum þjóðarinnar og handa sveltandi heimi. Þetta gaf bændum öryggistilfinn- ingu sem fæsta grunaði að svo fljótt ætti eftir að snúast í andhverfu sína og raun varð á. Það hefur nú gerst og það krefst þess að sá hugsunarháttur sem áður ríkti sé tekinn til endurmats. Kostirnir sem fjár- bændur standa andspænis eru annars veg- ar að missa þá föstu jörð undir fótum sem áður ríkti, eftir að vernd hinnar óheftu framleiðslu á föstu verðlagi er ekki lengur fyrir hendi, eða berjast áfram í mun minna vernduðu rekstrarumhverfi, þ.e. í meiri samkeppni við aðrar búgreinar og að lík- indum opnari markaði fyrir erlendum samkeppnisvörum. Þetta krefst sveigjan- legri verðlagningar en hingað til og aukins

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.