Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 40
352 FREYR
8.'91
Verðlagsstofnun
Verðkönnun á aðföngum til
landbúnaðarframleiðslu
Frá gerð kjarasamninga í febrúar 1990 hefur Verðlagsstofnun annast verðgœslu með
nokkrum af þeim aðföngum sem bœndur nota.
Stofnunin hefur m.a. fylgst með
og birt verð á allmörgum fóður- og
byggingavörum ásamt varahlutum
í heyvinnsluvélar og vörum til hey-
vinnslu. Fyrir tæpu ári síðan birti
stofnunin verð á fóðri og bygginga-
vörum og aftur í októbermánuði.
Nú í apríl var gerð sams konar
könnun og var hún borin saman
við könnunina sem gerð var í maí á
sl. ári.
Könnunin sem nú náði til 28
sölustaða víðsvegar á landinu
leiddi m.a. eftirfarandi í ljós:
Meðalverðið á tveimur vöruteg-
undum lækkaði á áðurgreindu
tímabili. Verð á kúafóðurblöndu
lækkaði að meðaltali um 9,7% og
hreinsuðu fóðurlýsi um 12,7%.
Þess ber þó að geta að fjórir sölu-
aðilar selja nú lýsi sem ekki er
kaldhreinsað en áður seldu þeir
kaldhreinsað lýsi. Aðrar vöruteg-
undir hækkuðu óverulega eða um
0,3-1,4% nema girðingarlykkjur
sem hækkuðu að meðaltali um
6,8%.
Mikill verðmunur er á einstök-
um vörutegundum. Má sem dæmi
nefna að 5 lítra brúsi af hreinsuðu
fóðurlýsi kostar 535 kr. þar sem
það er ódýrast, en 65% meira eða
884 kr. þar sem það er dýrast.
Eitt tonn af fiskimjöli kostar
33 000-46 000 kr. (39% verðmun-
ur) og rúmlega 10 000 kr. munur er
á hæsta og lægsta verði á kúafóður-
blöndu. Eitt kg af girðingarlykkj-
um kostar 212-347 kr. (64% verð-
munur).
(Fréttatilkynning).
Leiðrétting
í Lögðum í 6. tbl. Freys var
rangt fanð með föðurnafn annars
höfundar bókarinnar Matarlyst,
Dómhildar A. Sigfúsdóttur. Þetta
leiðréttist hér með og er beðist
velvirðingar á mistökum.
Fréttir trá Stéttarsambandi
bœnda.
Frh. afbls. 355.
upplýst er að það hafi ákveðið að
skipa nefnd til að endurskoða lög
um atvinnuleysistryggingar. Jafn-
framt er óskað eftir að Stéttarsam-
band bænda tilnefni fulltrúa sinn í
nefndina.
Ákveðið var að tilnefna Hákon
Sigurgrímsson í nefndina.
Hert ákvæði um vinnu barna
Vinnueftirlit ríkisins hefur gefið út leiðbeinandi skilgreiningar á því
hvað teljist hættulegar vélar og hættulegar aðstæður og þar með
óheimilt að láta börn 15 ára og yngri vinna við. Eftirtaldar landbúnaðar-
vélar eru þar taldar: Færibönd, haugdælur, mykjusniglar, heyblásarar,
saxblásarar, heyþyrlur, vélorf, sláttuþyrlur, sláttutætarar, heybindivélar,
rúllubindivélar, pökkunarvélar, heyhleðsluvagnar, áburðardreifarar
drifnir af dráttarvél, stórviðarsagir og keðjusagir. Ennfremur eru nefnd-
ar „allar vélar drifnar með dráttarvélum" og „dráttarvélar í brattlendi."
Dráttarvélar teljast til hættulegra véla en skv. 55. gr. umferðarlaga
gildir undanþága fyrir 13 ára og eldri til stjórnunar dráttarvéla utan
akvega.
Ástæða er til að minna bændur og eigendur dráttarvéla á það
ákvæði í „Reglugerð um dráttarvélar og hlífabúnað við aflflutning frá
þeirn" að þeir skulu „... sjá um að starfsmaður fái þjálfun í að vinna
störf sín á þann hátt að ekki stafi hætta af.“
Vinnueftirlit ríkisins
Sími 91-672500