Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 11
8.’91
FREYR 323
/ seiðastöð Hólalax hf. Pétur Sverrisson flokkar verðandi gönguseiði.
hennar. Veiðifélögin á Norður-
landi vestra voru bakhjarlinn í
stofnuninni og í stjórn Hólalax hf.
sitja menn úr stjórnum flestra
stærstu veiðifélaganna á Norður-
landi vestra, sagði Pétur. Meðal
helstu forvígismanna að stofnun-
inni má telja Valgeir heitinn á
Daufá, Gísla á Hofi, Böðvar á
Barði, Ólaf á Sveinsstöðum, Björn
á Auðunarstöðum og fleiri, svo
sem Blöndumenn og Hrútfirðinga.
Núverandi stjórnarfomaður er
Porsteinn Ásgrímsson á Varma-
landi. Ríkið er stofnhluthafi að
stöðinni með 40% hlutafjár. Þetta
er eins og fram hefur komið hluta-
félag og rekið sem sjálfstæð rekstr-
areining.
Spurningu um hvernig rekstur-
inn hefði gengið, svaraði Pétur:
Hann hefur gengið upp og ofan.
Eflaust voru einhverjir byrj-
unarörðugleikar. Eg er þeim
málum ekki mjög kunnugur, en ég
veit að fyrstu hrognin voru tekin
inn í stöðina haustið 1980 og fyrstu
viðskiptavinirnir voru veiðifélögin
á Norðurlandi vestra. Stöðin er að
grunni til hönnuð sem fiskiræktar-
og kennslustöð og þess vegna
óhagkvæm í rekstri hvað vinnu-
hagræðingu áhrærir. Hér eru yfir
100 eldiseiningar sem er fremur
óhagkvæmt, en það tryggir okkur
aftur viðskipti á þann hátt að þau
veiðifélög sem leggja okkur til
klak- eða stofnfisk geta verið ör-
ugg um að fá aftur fisk af sínum
stofni. En það gengur mikið úr
slíkri framleiðslu því við framleið-
um e.t.v. 20.000 seiði af hverjum
stofni og veiðifélagið tekur svo
samkvæmt ráðleggingum fiski-
fræðingsins ekki nema 5-8 þúsund
og þá er spurningin hvað á að gera
við afganginn. Eftir reglum um
sleppingar er ekki hægt að setja
hann annað en í matfiskeldi eða á
staði þar sem ekki er lax fyrir.
Hólalax leggur metnað sinn í að þjónusta veiðifélögin: Öflun klaklax í
Vatnsdalsá, lngvar á Eyjólfsstöðum fer mjúkum höndum um fallega laxa-
hrygnu, Einar Svavarsson veltir fyrir sér kynbótagildi bleikjuhœngsins, Pétur
Brynjólfsson losar nýgenginn smálax. Myndina tók Magnús Ólafsson um
mánaðamótin sept.-okt. 1990.
Skinogskúrir í
fiskeldi.
Hólalax hf. var tilbúinn með
þessa umframframleiðslu sína af
gönguseiðum þegar erlendir
aðilar, t.d. Norðmenn og
Færeyingar fóru að leita eftir
laxaseiðum á íslandi um og upp úr
1984, og árið 1986 var meirihluti
framleiðslunnar héðan seldur á
mjög góðu verði. Eg held að
gönguseiði héðan hafi þá selst á um
og yfir 80 kr. stk. Það var fé sem
skilaði umtalsverðum gjaldeyri í
þjóðarbúið og hagnaði til
fyrirtækjanna sem þátt tóku.
Hjálpuðu þessi viðskipti til að létta
stofnskuldum af Hólalaxi og
greiddu fyrir meiri framkvæmdum
hér. En árið 1988 voru allar
seiðastöðvar í landinu, sem margar