Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 38

Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 38
350 FREYR 8.’91 Hákon Sigurgrímsson framkvœmdastjóri Stéttarsambands bœnda Réttindi og skyldur iaunþega og launagreiðenda f landbúnaði í þessu tölublaði Freys eru birtir launataxtar fyrir lausráðna starfsmenn og ráðskonur á bœndabýium. Launataxtarnir byggja á samningi milli Stéttarsambands bœnda og Verkamannasambands íslands sem undirritaður var 23. mars 1990 og gildir til 15. september á þessu ári. Samningur þessi var birtur í 3. tölublaði fréttabréfs Stéttarsam- bandsins 1990. Launataxtarnir hafa verið framreiknaðir í sam- ræmi við breytingar sem orðið hafa á almennum launatöxtum VMSÍ, VSÍ og VMS. Einnig hefur gjald vegna fæðis og húsnæðis verið framreiknað m.v. breytingar á vísi- tölu. Sama er að segja um frádrátt vegna barna sem ráðskona hefur á sínum vegum. I samningnum eru mikilvæg ákvæði um réttindi og skyldur launþega og launagreið- anda sem ástæða er til að hvetja bændur til að kynna sér vel. Má þar nefna ákvæði um vinnutíma, laun og orlof, vinnu unglinga á vinnu- vélum og tækjum, ákvæði um frí- daga, laun í veikindum og slysum og um lífeyrissjóði, sjúkrasjóði og félagsgjöld. í bókun II með samningnum er að finna almenna lýsingu á störfum ráðskvenna á sveitaheimilum. Atvinnuleysisbœtur. Formlegur kjarasamningur milli Stéttarsambandsins og Verka- mannasambands íslands um laun starfsmanna var fyrst gerður í júlí 1989. Þegar slíkur samningur hefur verið gerður öðlast lausráðnir starfsmenn á bændabýlum rétt til bóta úr Atvinnuleysistrygginga- sjóði enda séu þeir félagar í stéttar- félagi. Hákon Sigurgrímsson. A undanförnum árum, þegar nægt framboð hefur verið á at- vinnu, hefur ekki verið hugað sér- staklega að réttindum launþega í landbúnaði í þessu sambandi enda ekki í gildi formlegur samningur um kaup þeirra og kjör fyrr en nú síðustu árin. Þegar dregur úr vinnuframboði breytist hins vegar viðhorfið. Stéttarsambandinu er kunnugt um all mörg dæmi þess á sl. tveim- ur árum að fólk sem unnið hafði við landbúnaðarstörf, en var orðið atvinnulaust, gat enga fyrir- greiðslu fengið hjá Atvinnuleysis- tryggingasjóði vegna þess að ekki hafði verið greitt iðgjald af launum þess til sjóðsins. Á þetta jafnt við um börn bænda sem unnið hafa á búi foreldra sinna og aðra lausráðna starfsmenn. Lög um atvinnuleysistryggingar. Atvinnuleysistryggingasjóður starfar samkvæmt lögum nr. 64/ 1981. í lögunum er kveðið svo á að þeir félagar í stéttarfélögum sem atvinnulausir verða, eigi rétt á bótum úr Atvinnuleysistrygginga- sjóði samkvæmt ákvæðum lag- anna. Á síðasta þingi var lögum um greiðslu iðgjalda til Atvinnuleysis- tryggingasjóðs breytt og er það nú innifalið í svokölluðu trygginga- gjaldi. Tryggingagjald í landbún- aði er 2,5% og er gjaldstofninn hvers konar laun eða þóknun fyrir störf sem bóndinn greiðir og sem skattskyld eru samkv. lögum um tekju- og eignaskatt nr. 75/1981. Með þessari lagabreytingu eru tek- in af öll tvímæli um rétt þeirra launþega í landbúnaði til atvinnu- leysisbóta sem uppfylla eftirtalin skilyrði: 1. Eru 16 ára að aldri. 2. Dvelja hér á landi. 3. Eru fullgildir félagsmenn í stétt- arfélögum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.