Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 32
344 FREYR
8.’91
Skorið þjóðarböl
Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn.
Heil og sœll œvinlega, Matthías minn.
Liðið sumar var gott bœði mönnum og málleysingjum og má því til sönnunar netna að
hér í haust drógu vanir menn veturgamlar œr til vigtunar í misgripum fyrir lömb. En
ánœgjan yfir góðu árferði og vœnu íé er núorðið galli blandin, svo sem fram kemur í
þessari vísu.
Mjög er bóndans mœða þung
en mest afdilkum vœnum.
Helst ei mega hafa pung
hrútarnir á bœnum.
Einhvern tímann á þorranum
var konan mín aö þusa yfir „Frey",
hún er skrifuð fyrir blaðinu og
þykist því mega gera sig merkilega.
Hann væri lítið upplífgandi og gæti
sem best sómt sér sem málgagn
útfararstofnunar. Samkvæmt þeim
drögum að búvörusamningi sem
Sjömannanefndin fæddi af sér og
hlotið hefur blessun ríkisstjórnar
og Stéttarsambandsþings, mætti
ætla að hún hefði verið forspá þar.
Pað hefur alllengi verið á það
bent af lærðustu og glöggskyggn-
ustu mönnum að bændur, og sér-
staklega þó þeir sem fjárbúskap
stunda, væru þjóðarböl og tíma-
bært að grisja þá rækilega en
bændaforustan verið treg til, en þó
viðurkennt að of mikið væri fram-
leitt af kindakjöti.
Ein besta vorskemmtan okkar
systkina á uppvaxtarárunum var
að iðka jakahlaup á Selá er rennur
hér við túnfótinn og er verulegt
vatnsfall. Mest var spennandi að
stökkva á lítinn jaka sem fór undir-
eins í vatn og sproðreistist svo að
forða varð sér á hinn næsta hið
bráðasta. Ekki spillti ef óstætt vatn
var undir og straumur stríður.
Bændaforustan fer að verða
þjálfuð 1 svipaðri list. Árið 1979 var
stokkið út á búmarksjakann til að
takmarka framleiðsluna. Hann
sporðreistist 1985 mest vegna ör-
lætis framámanna í stéttinni við að
Indriði Aðalsteinsson.
útdeila, nánast til allra er hafa
vildu, auknu búmark.
Pá var stokkið yfir á kvótajak-
ann sem margir töldu að væri
naumast annað en krapskán, enda
er nú Sigurður Líndal prófessor
með þvöru laga og réttar farinn að
hræra í gumsinu. Nú skal því fóta
sig á greiðslumarksjakanum og
vonandi tekst það.
Sitthvað hefur færst til betri veg-
ar hjá bændum á þessu ferðalagi.
Urelt sjónarmið samheldni og
stéttarvitundar hafa skolast af
stígvélum í pusinu, hallærisleg við-
horf, svo sem „Einn fyrir alla og
allir fyrir einn", eru úr sögunni og
efni til teitis ef fréttist af stéttar-
bræðrum sem heltast úr lestinni.
Fé hefur fækkað mikið - bænd-
um einnig. Nöldurseggir og sér-
viskupúkar hafa verið að benda á
leiðir til frekari fækkunar fjár, án
þess að bændur væru skornir í leið-
inni. Flestar hafa þær verið mjög í
skötulíki. Þeir hafa viljað skerða
meira hjá hlunnindabændum sem
stafar auðvitað að tómri öfund og
gæti auk þess valdið heilsutjóni hjá
þeim sem frá blautu barnsbeini
hafa sofið með hátt undir höfðinu.
Ekki hefur heldur, sem betur fer,
verið látið undan því að þrengja að
stórbændum, enda verða að vera
eftir a.m.k. nokkur eintök á Suð-
urlandi sem hægt er að sýna er-
lendum þjóðhöfðingjum sem hing-
að koma, ásamt Pingvöllum, Gull-
fossi og Geysi.
Lofa ber bændaforustuna fyrir
það hvað hún hefur staðið fast
gegn skerðingu á sauðfjárhaldi ut-
an lögbýla enda hafa þeir menn féð
mest vegna ánægjunnar og fara svo
hvort eð er að drepast eins og
Stéttarsambandsfulltrúinn okkar
orðaði það svo snilldarlega á
bændafundi hér nýlega, er hann
varð að verja tilverurétt þéttbýlis-
fénaðar. Þessu er ég algerlega
sammmál, auðvitað ber að meta
meira tómstundagaman kaffitíma-
bænda en lífsafkonugrundvöll fjár-
bænda, sem fæstir hafa víst ánægju
af hokrinu eða þykir vænt um sínar
kindur. Þá hefur verið agnúast út í
tilraunabúið á Hesti, sem er argvít-
ugt músarholusjónarmið, enda
gerir lestur ársskýrslu þess í „Frey"
fjölmargar bændur langtum
ánægðari með afurðir sinna
hjarða, en ef þessa samanburðar
nyti ekki við.
Eitt bullið er að fella niður mat-