Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 28

Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 28
340 FREYR 8.’91 Staða mjólkurframleiðslunnar Uppgjör mjólkur og horfur í framleiðslu, sölu og nýtingu fullvirðisréttar ó þessu verðlagsóri Jóhann Guðmundsson og Pálmi Vilhjálmsson Útflutningsbœtur. Undanfarin fimm árhafa farið fram uppgjör á verðábyrgðarmagni mjólkur í búvörusamn- ingi ríkisins og Stéttarsambands bœnda. Tilgangur þeirra er að greina á milli þeirrar mjólkur sem ríkissjóður ber verðábyrgð á og annarrar mjólkur sem er t.d. í ábyrgð Framleiðnisjóðs eða þá umframmjólk framleiðenda. Jóhann Guðmunsson. Verðábyrgð ríkissjóðs kemur síð- an fram í þeim útflutningsbótum er ríkissjóði ber að greiða. Þær eru sýndar á mynd 1 á tímabili búvöru- samnings, miðað við verðlag í mars 1991. Utflutningsbætur eru áætl- aðar fyrir árið 1991. Eins og fram kemur á mynd 1 hafa verið miklar sveiflur í greiðslu útflutningsbóta. Þær eru í hámarki á fyrsta uppgjörsári búvörusamn- ingsins og eru þá nærri 700 milljón- ir króna. Eftir það lækka þær veru- lega og eru í lágmarki á síðasta ári, en þá eru þær tæpar 100 milljónir króna. Á þessu ári er hins vegar gert ráð fyrir verulegri hækkun þessara greiðslna, en ástæður þess verða nánar skýrðar hér á eftir. Pálmi Vilhjálmsson. Magnuppgjör Rétt er hér að greina í fáum orðum frá helstu magnstærðum í uppgjöri og er þá fyrsta verðlagsárinu sleppt. I töflu 1 er sýnt hvernig birgðir, framleiðsla, innanlands- sala og útflutningur hafa þróast frá 1. september 1986. Dálkurinn rýrnun er mismunartala er mynd- ast í uppgjöri vegna ónákvæmra mæliaðferða. Allar magntölur eru í þúsundum lítra. Tafla 1 leiðir margt forvitnilegt í ljós. Á þessu tímabili er um ræðir virðist sala mjólkurafurða hafa verið nálægt 101 milljón lítra og er þar um að ræða litlar sveiflur á milli ára. Því miður hefur ekki tekist að auka sölu á mjólk á tíma- bilinu og það veldur jafnframt áhyggjum að á verðlagsárinu 1989/ 90 er salan minnst af þeim fjórum árum sem hérerfjallað um. Eflitið er til útflutningsins má sjá að hann hefur aftur á móti verið mjög breytilegur. Á verðlagsárinu 1986/ 87 eru fluttir út yfir 8 milljónir lítra, en á sl. verðlagsári aðeins 88 þús- und lítrar, og þeir voru í raun eingöngu umframframleiðslu fram- leiðenda. Hvað framleiðsluna áhrærir má sjá að hún hefur farið minnkandi allt fram á síðasta verð- lagsár, en þá er um verulega aukn- ingu að ræða. Þessi aukning skýrist m.a. af þrennu þ.e. að hætt var að greiða fyrir ónotaðan fullvirðisrétt í mjólk og að um samningsauka var Tafla 1. Yfirlit um magnstœrðir í upppgjöri, púsund lítrar. Ár Birgðir pr. 1/9 Framleitt Innan- landssala Útflutt Rýrnun Birgðir pr. 31/8 86/87 24.394 108.216 101.392 8.614 640 21.964 87/88 21.964 104.157 101.964 5.671 -1.184 19.670 88/89 19.670 100.670 102.470 1.927 1.056 14.887 89/90 14.887 104.560 100.206 88 -233 19.386

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.