Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 25

Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 25
8.’91 FREYR 337 Námshringir. Bændanámshringir eru algengir á Sánga-Sáby og er tilgangur þeirra aö virkja fólk í að öðlast fróðleik á hinum ýmsu sviðum landbúnaðar. I algengum námshring er hist tíu sinnum. Mest er þó um að stjórn- endur námshringja fari á stjórnun- arnámsskeið á Sánga-Saby og síð- an eru bændahringirnir starfræktir úti í héruðunum. Tilgangur þeirra er að auka þekkingu í starfi, þróa hugmyndir, uppgötva, skapa um- ræður og reyna að verða betri bændur. Bændahringir fá oft til sín fyrir- lesara sem hefur fagþekkingu, að fyrirlestri loknum er hópvinna og loks umræður. Einnig er farið í heimsóknir í fyrirtæki sem tengjast landbúnaði svo og unnið með eitt- hvert námsefni sem tengist efninu. I lok hvers námshrings er gerð úttekt á því sem var fjallað um og niðurstaðan oft kynnt fleiri aðilum á því búnaðarsvæði þar sem hring- urinn starfaði. Bœndalýðháskólinn. Innan starfseminnar er bændalýð- háskólinn sem stendur í 8 mánuði, þar sem helstu fög eru samvinnu- fræði (hugmyndafræði samvinn- unnar, vöxtur hennar og uppbygg- ing). Leiðtogafræði (félagsstörf og stjórnun), umhverfisfræði (maður- inn. landbúnaðurinn og umhverf- ið), fjölmiðlafræði (útvarps- og sjónvarpsþáttagerð, myndfræði og tölvur), landsbyggðarmenning, al- þjóðamenning í landbúnaði, sálar- fræði og þjóðhagsfræði og mörg önnur fög sem falla inn í þann ramma sem hér er getið. f>á skulu nemendur skila loka- verkefni sem útheimtir a.m.k. eins mánaðar vinnu og fá til þess tíma á stundaskrá, jafnframt geta nem- endur sótt um að sækja hin ýmsu námskeið á stofnuninni, sjái þeir að þar sé eitthvað áhugavert á ferðinni. Ferðalög og heimsóknir eru og ríkur þáttur í náminu og á hverju ári er farið í vikuferð til annars lands og þar skoðaður landbúnað- Fjósabyggingin á Sánga-Sáby. Þar eru 120 gripir og þar af 60 mjólkandi. Kýrnar á Sðnga-Saby eru flestar sœnskar rauðar en /mr eru einnig nokkur af blönduðu kyni. Kjarnfóðurtalva sér um kjarnfóðurgjöfina og þar er svokallað Alfa-Line mjaltakerfi þar sem mjaltatœkin ganga eftir rásum eftir fjósinu og aldrei þarf að halda á tœkjunum. Nú er Alfa-Line að ná mikilli útbreiðslu í Svíþjóð þar sem ekki eru mjaltabásar enda hefur vinnueftirlitið mœlt með þessari tœkni. ur. Á sl. vori var farið til Hollands og þar heimsótt hollensku bænda- samtökin. farið á bændabýli, osta- verksmiðju og garðræktarbýli. Sýningarbýli. Sánga-Saby er ekki einungis ráð- stefnu- og skólasetur. Par er sýn- ingarbýli fyrir skólabörn og er- lenda gesti sem heimsækja bænda- samtökin. LRF heldur uppi mikilli starfsemi hvað varðar kynningu á dýrum og landbúnaði og prentar gífurlega mikið af námsefni og sendir út í skólana. Þá fara ákveðn- ir bændur einnig í skólana og ræða

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.