Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 29

Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 29
8.’91 FREYR 341 700 600 500 400 300 200 100 0 Mynd 1. Útflutningsbœtur ríkissjóðs vegna mjólkur á tímabilinu 1986 -1991. Millj. kr. 1986 1987 1988 1989 1990 1991 að ræða. Rétt er einnig að benda á, þegar framleiðslutölur eru skoðað- ar, að þar inni eru áhrif af s.k. tilfærslum og er þá átt við þær heimildir er gefnar hafa verið til að nýta rétt frá undangengnu verð- lagsári eða geyma sér rétt til nýt- ingar til næsta verðlagsárs. Þessar heimildir voru auknar á síðastliðnu verðlagsári og átti það verulegan þátt í framleiðsluaukningunni. Síðan gætir alltaf árferðisáhrifa í framleiðslunni. Hvað sem að öðru leyti má um þessar framleiðslutöl- ur segja þá er ljóst að framleiðsla mjólkur er enn heldur mikil miðað þarfir innanlandsmarkaðarins. Þegar litið er til birgðatalnanna þá eru þær auðvitað ekkert annað en afleiðing af framleiðslu, sölu og útflutningi. Benda verður á að magn birgða segir ekki alla sög- una, því að samsetning þeirra skiptir verulegu máli. Þó má segja að 19 milljón lítra birgðir séu of miklar birgðir. Rætt hefur verið um að u.þ.b. 16 milljón lítra birgð- ir séu það sem kalla megi hag- kvæmar birgðir og þá að teknu tilliti til öryggissjónarmiða þegar mjólkurframleiðslan er í lágmarki á vetrartímanum. Undanrennuhluti mjólkur Pað er ástæða til að nefna fram- leiðslu úr undanrennuhluta mjólk- urinnar, en hún kemur ekki beint fram í töflu 1 hér að framan, sem er að öllu leyti miðuð við fitugrunn. Talið er að um þessar mundir sé umframframleiðsla á undanrennu- hluta mjólkur er svari til u.þ.b. 5 milljón lítra af undanrennu á ári. Fram til þessa hefur í uppgjöri verðábyrgðarmagns búvörusamn- inga verið ákveðið að þetta magn væri innan verðábyrgðar ríkis- sjóðs. Undanfarin ár hafa greiðslu- skuldbindingar ríkissjóðs vegna þessa verið milli 90 og 100 milljónir króna. Hér er um fjármögnun að ræða sem líklegt er að lendi fyrr eða síðar á mjólkurframleiðendum og mjólkuriðnaðinum ef ekki tekst að finna betri markaði erlendis fyr- ir þessa umframframleiðslu sem nú er fyrst og fremst flutt út í formi undanrennumjöls og undanrennu- osta. Þó ber að nefna þá þróun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum, en hún hefur verið á þann veg að eftirspurn og neysla á viss- um fituminni afurðum, svo sem léttmjólk, undanrennu og smjörva, hefur aukist á kostnað fituríkari afurða, svo sem nýmjólk- ur og smjörs. Petta gæti haft það í för með sér, að með sömu þróun og verið hefur, yrði umframundan- renna væntanlega minni og innan nokkura ára mætti ætla að jafnvægi yrði á milli eftir-spurnar eftir fitu og próteini (undanrennu). Mjólk utan verðóbyrgðar Rétt er hér að fjalla í örfáum orð- um um það magn mjólkur er fallið hefur utan verðábyrgðar ríkissjóðs og flutt hefur verið út á ábyrgð framleiðenda. Myndin 2 sýnir þær stærðir sem hér er um að ræða. Eins og sjá má af mynd 2 hefur umframmjólk framleiðenda stöð- ugt farið minnkandi og þeir því þurft að greiða minna framleiðslu- Þús. lítrar 85/86 86/87 87/88 89/90 90/91 Verðlagsár Mynd 2. Umframmjólk verðlagsáranna 85/86-89/90

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.