Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 8
320 FREYR
8.’91
r- RITSTJORNARGREIN
frumkvæðis vinnuslustöðva í vöruþróun
og markaðssetningu.
Vert er að vekja athygli á að þær aðgerð-
ir sem hér er um að ræða eru gerðar í
samráði samtaka bænda, aðila vinnumark-
aðarins og ríkisvaldsins. Fulltrúar bænda
hafa þar átt kost á að koma sjónarmiðum
sínum á framfæri. Niðurstaðan getur virst
ýmsum sár en þar er þess að minnast að í
samningum fær enginn allar óskir sínar
uppfylltar. Hins vegar má sjá af niðurstöð-
um að það eru fleiri af samningsaðilum en
bændur sem bera hag dreifbýlis fyrir
brjósti. Sjónarmið þeirra sem láta sér fátt
um finnast um hagsmuni dreifbýlis eru
sterkari utan hóps samningaaðila en inn-
an.
Meðal röksemda gegn nýgerðum bú-
vörusamningi er að þar sé ekki tekið á
öðru en hlut framleiðenda, einkum fjár-
bænda. Þar er þess að geta að í núgildandi
búvörulögum er ekki gert ráð fyrir að í
búvörusamningi sé samið um önnur mál
en milli bænda og ríkisvaldsins. Sjömanna-
nefnd fékk hins vegar umboð til að gera
tillögur um lækkun búvöruverðs á öllum
stigum framleiðslunnar. Auk verðs til
framleiðenda eru það tillögur um lækkun á
vinnslu- og heildsölukostnaði búvara og
kostnaði við smásöluverslun. Þessi vinna
nefndarinnar er í fullum gangi, en það er
fyrst og fremst álitsgerð hennar um sauð-
fjárrækt sem enn hefur verið kynnt.
Hér skal ítrekað að boðaðar aðgerðir í
sauðfjárrækt eru mikið alvörumál fyrir
íslenskan landbúnað og dreifbýli. Við
þeim verður þó ekki betur brugðist á
annan hátt en að bændur breyti í samræmi
við þær þegar þeir taka ákvarðanir sínar,
hvort sem það verður um að farga fullvirð-
isrétti eða að halda áfram fjárbúskap í því
rekstrarumhverfi sem við tekur. Raunar
hafa íslenskir bændur sem hluti af íslenskri
þjóð betri forsendur til að takast á við
verkefni sem þetta en ýmsir aðrir. Breyti-
leg lífsskilyrði af völdum góðæris og harð-
æris, síbreytilegt og óvisst veðurfar og
óblíð náttúruöfl, hafa í ellefu aldir kennt
þjóðinni að hún þarf sífellt að vera undir
það búin að endurskoða stöðu sína. Jafn-
framt kenndi strjábýli og fámenni fólki að
reiða sig á sjálft sig. Pá ber að þakka að hér
á landi ríkir ekki viðvarandi atvinnuleysi
og möguleikar til atvinnusköpunar eru
margir.
Síðast en ekki síst er þess að minnast að
þrengingum sem nú ganga yfir í landbún-
aði á eftir að linna. Kostir landsins til
landbúnaðar eru á sínum stað þegar auka
þarf framleiðsluna á ný.
M.E.
AIHAZDIME
ÁBURÐARDREIFARAR
600, 800 og 1000 lítra
Kastdreifarar úr vönduðu efni Bútœknideildarprófun
og því með góða endingu.
Dreifararnir eru með tvœr
dreifiskífur, sem tryggir jafna
dreifingu óburðarins.
sumarið 1988 staðfesti þessa
eiginleika.
Dreifibreidd stillanleg við 8,
10 og 12 m.
Lógbyggðir og auðvelt að
fylla.
H/F ARMÚLA 11 SÍMI 681500