Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 26
338 FREYR
8.'91
við börn og bjóða þeim síðan í
heimsókn til þess að skoða býlin.
Þarna er um að ræða ákveðin
skólabýli sem eru nálægt þéttbýli
og þjóna þéttbýlisskólunum.
Þarna hefur Sánga-Saby því hlut-
verki að gegna að þjóna skólum í
Stokkhólmi og koma gestir í fjósið
daglega. Við útihúsin er viðbygg-
ing þar sem er aðstaða fyrir gesti til
þess að hlusta á kennara sinn og
gera verkefni í tengslum við dýr og
landbúnaði. Kona bústjórans sér
um að taka á mót fólkinu og leið-
beina því og er skólabörnum fært
ýmislegt að gjöf frá staðnum sem
fellur í góðan jarðveg, t.d. húfur,
nælur, veggspjöld og spil sem allt
er merkt á skemmtilegan hátt
dýrum og lífi í sveit.
Þessi starfsemi hefurfengið mik-
ið lof og þyrfti að innleiða hana hér
á landi en færri og færri börn hafa
bein tengsl við sveitalíf og hjá þeim
þarf að byggja upp jákvætt viðhorf
til landbúnaðarins frá unga aldri.
Bœndureru ísókn.
Samkvæmt skoðanakönnunum í
Svíþjóð hefur viðhorf fólks til
bænda orðið jákvæðara á síðustu
árum enda hefur margt stuðlað að
því. Bændur þakka það ekki síst
opnari umræðu um bændur og það
að þeir hafa orðið virkari þátttak-
endur í þjóðmálaumræðunni. Þá
hefur græna byltingin og umræðan
um umhverfismálin verið þeim
styrkur, þar sem margsannað hef-
ur verið að mun heilnæmari mat-
vörur er að fá í Svíþjóð en á meng-
ungarsvæðum Evrópu.
Oft hefur umræðan snúist um
hag bænda sem hefur vissulega far-
ið versnandi og menn hafa fyllst
svartsýni á framtíðina. Margir hafa
þó tekið skynsamlega á málum og
bent á alla þá kosti og forréttindi
sem bændur búa við og verða ekki
metnir til fjár. Starf bóndans er
margbreytilegt og lærdómsríkt og
bóndinn og fjölskylda hans þurfa
að vera þúsund þjala smiðir.
Starfinu fylgir líka frelsi og
sjálfsákvörðunarréttur sem gerir
fólk skapandi og krefst frumkvæð-
is. Þá vinnur bóndinn með það sem
lifir og vex, þ.e. bæði með dýr og
jurtir sem gera líf hans iniklu víð-
feðmara og um leið mikilvægara
því að allt þetta krefst umhyggju.
Utivinna er líka mun heilbrigðari
og skapar heilbrigða sál í hraustum
líkama og vinnan á búinu er þannig
að hún kemur öllum við á heimil-
inu og allir eru þátttakendur.
Fjölbreytt og skemmtilegt nám.
Nú á vördögum verður auglýst
skólavist til handa einum íslend-
ingi á Sánga-Saby fyrir næsta
skólaár í boði Sænsku bændasam-
takanna. Hugsanlegt er þó að tveir
komist að ef einhverjir styrkþegar
nýta sér ekki réttinn til skólavistar
eins og gerðist í vetur en mjög
mikilvægt er að íslendingar nýti sér
þetta boð Svía.
Sænskan er ekki mikill þrösk-
uldur þar sem allir hér hafa lesið
dönsku en nú er boðið upp á
sænskunámsskeið áður en skólinn
hefst fyrir útlendinga. Einnig hefur
Norræna félagið boðið upp á sum-
arnámskeið fyrir byrjendur í
sænsku og er þá hægt að fá fríar
ferðir fram og ti! baka. Skólinn er í
alla staði bæði gefandi og skemmti-
legur og því ástæða til að hvetja
fólk til þess að komast þangað til
náms.
Atli Vigfússon býr á Laxamýri í Suður-
Pingeyjarsýslu. Hann stundaði nám á
Sánga-Sáby skólaárið 1989- 90.
Hvanneyringar heim-
sóttu bœndasamtökin
/ byrjun desembermánaðar sl. fór nokkur hluti eldri deildar Bœndaskólans
á Hvanneyri í námsferð til Reykjavíkur og þá m.a. í starfskynningu í
Búnaðarfélagi íslands og Stéttarsambandi bœnda. Myndin var tekin þegar
Hvanneyringarnir heimsóttu Bygginga- og bútœknideild Búnaðarfélags
íslands. Magnús Sigsteinsson, forstöðumaður deildarinnar segirfrá starfsemi
hennar.