Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 9

Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 9
8.’91 FREYR 321 Stfgvél, stöm í hálku Aðferð sem dugar? Komin eru á markað hérlendis frönsk reiðstígvél, lesum við í tímaritinu Hesturinn okkar, sem fram- leidd eru úr náttúrlegu gúmmíi, en eru stöm í hálku. Þessi stígvél eru fóðruð með efni sem einangrar vel gegn kulda, enda er það notað í kafarabúninga. Segir tímaritið að svona stígvél séu vel þegin viðbót við fremur lítið úrval reiðstígvéla í hestavörubúðum. Fyrirtækið - Le Chameau, sem framleiði þau, sé þekkt í sinni grein. Vísindamenn á Englandi segjast vera komnir lang- leiðina með að rækta nýtt afbrigði af regnbogasil- ungi sem eigi að geta vaxið hraðar og verið heil- brigðari en sá silungur hefur verið hingað til. Frá þessu segir í tímaritinu Eldisfréttir. Tekist hefur að finna aðferð til þess að koma einrækta genum fyrir í frjóguðum eggjum og hefur henni verið beitt til að þróa afbrigði af ávöxtum og flugum. Gagnsemi þessa segja vísindamenn vera margskonar, t.d. við það að auka nyt kúa og heilbrigði í skepnum. Evrópufélag um búvísindi Norðurmál Societé Europiénne d’Agronomie heitir upp á frönsku nýstofnað evrópskt félag um búvísindi, að því er Nordisk Jordbrugsforskning hermir. Bak- grunnur félagsins er að vandi nútíma landbúnaðar er hinn sami í öllum löndum álfunnar, en að tilhögun rannsókna og menntunar og hugtakið búvísindi er svo mismunandi að nauðsynlegt þykir að stofna félag til að samræma þessa hluti. Félagið nýja á að vera vettvangur samskipta, upplýsinga og farsællar samhæfingar á þessu sviði. Félagið hyggst gefa út evrópskt búnaðartímarit og fréttabréf. Það hefur líka lagt til að stofnaður verði skóli til skjótrar útbreiðslu tæknilegra hluta. Eindœma vinsœl bók Haustið 1988 gaf Osta- og smjörsalan sf. út bók í tilefni af þrjátíu ára afmæli sínu. Bókin sú, sem heitir Ostalyst, handbók fyrir sælkera, er orðin ein allra söluhæsta matreiðslubók sem gefin hefur verið út hér á landi. Nú er sjötta útgáfa hennar komin á markaðinn. Ostalyst fæst bæði í matvöru- búðum og bókaverslunum og sagði Óskar Gunn- arsson framkvæmdastjóri í viðtali við Frey að um 400 eintök seldust af henni á mánuði hverjum. Alls hafa verið prentuð 20000 eintök af þessari vel heppnuðu bók. Ostalyst hefur borist til íslendinga í öðrum lönd- um og segir í Mjólkurfréttum að í Melbourne í Ástralíu muni margir landar, búsettir þar, eiga bókina og hafi íslensk kona sem á heima í Nýja- Sjálandi þýtt uppskriftir úr henni fyrir vinkonur sínar, þarlendar. Norræna ráðherranefndin samþykkti 3. desember sl. að gera ráðstafanir tii að efla samstarf á sviði norrænna tungumála. Verkefnið hefur hlotið nafn- ið Nordmál og að því á að vinna næstu fimm ár. Fyrstu tvö árin verður varið til þessa sem svarar 42 milljónum íslenskra króna, en síðan 28 milljónum kr. ár hvert. Nordmál-áætlunin er reist á þeirri forsendu að það að norrænir menn skilji hverjir aðra hafi úrslitaáhrif á samvinnu Norðurlanda og sameigin- lega menningu. Vakin er athygli á því að alþjóða- hyggja og samræmi ríkja í Evrópu geri norrænt tungumálasamfélag mikilvægara en áður. Jafn- framt er lögð áhersla á að norræn tungumálasam- vinna sé reist á gagnkvæmri virðingu fyrir tungu, menningu, sögu, og siðvenjum allra norrænna þjóða. Hér sé ekki um að ræða aðeins færni í samskiptum heldur einnig miðlun menningar í víðari merkingu. Nordmálátakið beitir sér fyrir margvíslegum að- gerðum, t.d. á sviði kennaramenntunar. útgáfu orðabóka, kennslugagna, rannsóknum og gagn- kvæmum kennaraskiptum. Sett verður á fót ný staða tungumálaráðunautar við Norræna húsið í Reykjavík. Hann á að styðja að kennslu í norrænum málum, vekja athygli á menningu og samfélagsmálum annara Norður- landa á íslandi. Á sama hátt á hann að miðla fræðslu um íslenska tungu, menningu og þjóðfélag á hinum Norðurlöndunum. Frá þessu segir í 1. tbl. Nordisk Kontakt þ.á.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.