Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 23

Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 23
8.’91 FREYR 335 Um námskeiðahald á Sánga-Sáby Atli Vigfússon Um 30 km vestur at Stokkhólmi í fögru umhverfi Maiarens er ráðstefnu- og skólasetur sœnsku bœndasamtakanna LRF. Þar hefur verið námskeiðahald um árabil og allt að J 20 manns geta sóttþarnám eða fundað á sama tíma. í vetur stunda tveir íslendingar nám á Sánga-Saby og dveljast þeirþar íátta mánuði, en Svíar hafa boðið hinum Norðuriöndun- um að senda nemendur og býður LRF ókeypis uppihald og kennslu. Atli Vigfússon. Eystrasaltslöndin hafa einnig notið góðs af þessu og eru nú farin að senda nemendur í skólann og er það liður í auknum tengslum við bændur þar eystra við bændur á Norðurlöndum en nýsköpun í landbúnaði þar er mjög brýnt verk- efni og hafa Svíar unnið þarna brautryðjendastarf. I kynningarbæklingi um Sánga- Sáby segir að sænskir bændur og fyrirtæki þeirra séu eins og grös í engi. Margt er sameiginlegt og margt er líkt en hvert gras er sérstakt á sinn hátt og grösin hafa ólílcan bakgrunn og ólíka mögu- leika til framtíðar. Bændur þurfa að skapa sér möguleika innan þeirra breytinga sem þeir og landbúnaðurinn í heild standa frammi fyrir. Einn mögu- leikinn segir í bæklingnum að sé menntun. Það er til þess að hugsa hluti í nýju ljósi og skapa sér sterk- ari ímynd um það sem hægt er að gera. En það er ekki bara þekking og nýjar hugmyndir sem bændur þarfnast. Sameiginlega þurfa þeir að þróa framtíðina, trúa á hana, trúa á landsbyggðina, trúa á ágæti eigin framleiðslu og verka og skapa sterka og skapandi bænda- hreyfingu, þrýstihóp sem fólk í landinu fer að trúa á. Störf bænda svo og menning þeirra hafa svo miklu hlutverki að gegna innan þeirra þjóðfélaga sem eru á Norðurlöndum að auðvelt er að vekja athygli á hvaða hlutverki bændastéttin gegnir. Aðferðin er sú að láta í sér heyra og skapa umræður. Þetta er best að gera í fjölmiðlum því að þegar þangað er komið, þá eru bændur meðal fjöldans og þá er hlustað. En bændur eiga ekki aðeins að sitja fyrir svörum. Þeir eiga að vekja fólk til umhugsunar, varpa Herragarðitrinn á Sánga-Sáby. Par var stofnfundur LRF (Lantbrukarnas Riksförbund) haldinn árið 1929. Par er nú aðstaða til gestamóttöku en húsið var íbúðarhús ábúenda á jörðinni áður en Itún var gerð að skólasetri.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.