Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 43

Freyr - 15.04.1991, Blaðsíða 43
8.’91 FREYR 355 Á fundi framkvœmdanefndar Framleiðsluráðs 18. apríl sl. gerðist m.a. þetta: Fulltrúar í endurgreiðslunefnd eggjaogalifugla Borist hafði bréf þar sem óskað var eftir tilnefningu á fulltrúum í Endurgreiðslunefndir eggja og ali- fugla. I Endurgreiðslunefnd eggja var tilnefndur Guðmundur Jónsson, Reykjum, og Einar Eiríksson, Miklaholtshelli, til vara. í Endurgreiðslunefnd alifugla var tilnefndur Bjarni Ásgeir Jónsson, Rein, og Steinþór Ing- varsson, Þrándarlundi, til vara. Greiðslurtil búnaðarsambanda vegna réttaraðstoðarvið Framleiðsluráð. Eftirfarandi tillaga um greiðslur til búnaðarsambanda vegna veittrar aðstoðar á árinu 1990 var sam- þykkt: Bs. A-Hún. “ 68.000 Bs. Skagfirðinga “ 114.000 Bs. Byfirðinga “ 115.000 Bs. S-hingeyinga “ 114.000 Bs. N-Þingeyinga “ 36.000 Bs. Austurlands “ 153.000 Bs. A-Skaftfellinga “ 36.000 Bs. Suðurlands “ 335.000 Bs. Kjalarnesþings kr. 30.000 Bs. Borgarfjarðar “ 114.000 Bs. Snæfellinga “ 59.000 Bs. Dalamanna “ 58.000 Bs. Vestfjarða “ 69.000 Bs. Strandamanna “ 43.000 Bs. V-Hún. “ 60.000 Alls kr. 1.390.000 Hækkun frá fyrra ári samsvarar breytingum á launavísitölu eða 6,57%. „Undanfarin ár hefur færst í vöxt að bjóða bændum upp á nám- skeið og endurmenntun af ýmsu tagi. Bændaskólinn á Hvanneyri hef- ur lagt ríka áherslu á að mæta þörfum stéttarinnar, enda hefur Framleiðnisjóður stutt mjög vel við þessa starfsemi. Aðalfundur Stéttarsambandsins hefur ályktað um málið og sýnt því mikinn áhuga. Forráðamenn Bændaskólans telja æskilegt að sjónarmið Stéttarsambandsins komi fram þegar á skipulagsstigi. Þessu vill Bændaskólinn hrinda í framkvæmd með því að bjóða Stéttarsambandinu að tilnefna mann í stjórn - stýrishóp - fyrir endurmenntun bænda, sem Bændaskólinn hyggst koma á.“ Samþykkt var að tilnefna Ara Teitsson í þennan stýrishóp og Þórólf Sveinsson til vara. Virðisaukaskattur af hlífðarfötum. Lagt var fram eftirfarandi svar frá ríkisskattstjóra varðandi fyrir- spurn um virðisaukaskatt af vinnu- fatnaði: „Vísað er til bréfs yðar, dags. 8. nóvember 1990, þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á því hvort bændur hafi rétt t.il að færa vinnu- fatnað, stígvél og önnur hlífðarföt sem eingöngu eru notuð í þágu búvöruframleiðslunnar á gjalda- hlið rekstursreiknings með tilliti til innsköttunar. Að áliti ríkisskattstjóra er ekki heimilt að telja virðisaukaskatt af ofangreindum kostnaði til inn- skatts. Er í þessu sambandi tekið mið af því að samkvæmt þeirri framkvæmd sem mótast hefur við tekjuskattsálagningu hefur ekki verið talið heimilt að gjaldfæra kaup á hlífðarfötum bænda á rekst- ursreikning.“ Meðferð virðisaukaskatfs og söluskatts af loðdýrahúsum. Borist hafði svar frá fjármálaráðu- neytinu varðandi söluskatts-/virð- isaukaskattskvaðir af loðdýrahús- um. í bréfinu hafnar ráðuneytið þeirri málaleitan að fallið verði frá kvöðum um að söluskattur/virðis- aukaskattur sem endurgreiddur hefur verið af loðdýrahúsum skuli krafin til baka ef húsin verða tekin til annarra nota. Hœkkun á iðgjaldi ökumannstryggingar dráttarvéla. Kynnt var eftirfarandi bréf sem Stéttarsamband bænda hefur sent Tryggingaeftirliti ríkisins: „Stéttarsamband bænda óskar hér með eftir því að Tryggingaeft- irlitið kanni réttmæti hækkunar ið- gjalda af ábyrgðartryggingu öku- manns dráttarvéla fyrir árið 1991. Iðgjald ábyrgðartryggingarinnar hefur verið ákvarðað sem helming- ur af iðgjaldi bifreiða. I ljósi þess að dráttarvélar eru einungis notað- ar í fáeina mánuði á ári og koma sáralítið á þjóðvegi landsins þykir þessi viðmiðunarregla tryggingar- félaganna í landinu óásættanleg fyrir bændur. Sú hækkun sem orðið hefur á ofangreindu iðgjaldi mun leiða til mikillar hækkunar á framleiðslu- kostnaði í hefðbundnum búgrein- um þar sem á all flestum búum landsins eru 3 til 4 dráttarvélar.“ Endurskoðun laga um atvinnuleysistryggingar. Kynnt var bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti þar sem Frh. á bls. 352.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.