Freyr - 01.01.1992, Page 19
1.’92
FREYR 11
Nafn Silfustjörnunnar hf. er efst á vatnsblöndunarhúsi stöðvarinnar.
aratriði ef menn ætla að vera í
föstum viðskiptum við kaupendur.
Matfiskeldið hér er í um 15 þúsund
rúmmetrum af vatni.
Það hefur verið talað um að hér
hafi verið lítili
hönnunarkostnaður?
f>að reyna sjálfsagt allir að byggja
ódýrt. Okkur var ljóst að hér var
aftur og aftur verið að hanna sömu
hlutina, dælur, lagnir og ker, og
okkur fannst að í því mætti spara.
Við leituðum því eftir föstum
samningi um hönnunarkostnað við
verkfræðistofu. Samningurinn var
þannig að við legðum til hugmynd-
irnar, verkfræðistofan útfærði þær
eða afskrifaði eftir atvikum og
kæmi þá með gagntillögur, ef
henni líkað ekki hugmyndir okkar,
og þannig varð stöðin til.
Við höfunm séð upphæðir frá
öðrum stöðvum þar sem hönnun-
arkostnaður er geigvænlegur, en
okkur tókst að halda þessu skap-
lega niðri.
Hvað er búið að fjárfesta hér
fyrir mikið í mannvirkjum?
Það er búið að byggja hér fyrir um
320 millj. kr. og hönnunarkostnað-
ur er þar af um 3 milljónir. Það má
segja að hér hafi verið byggt með
því hugarfari að ekkert væri svo
smátt til sparnaðar að ekki munaði
um það. Eg þekki þetta sjónarmið
úr mínum eigin búskap og mér
finnst það ekkert síður eiga við í
fiskeldi.
Það er líka talað um að þið
hafið sparað ykkur útgjöld við
tryggingar á rekstrinum?
Já, þetta hefur verið þannig að
fiskeldismönnum hafa boðist
tryggingar frá Reykvískri endur-
tryggingu sem við töldum ákaflega
dýrar. Það eru líka ýmsir skilmálar
tengdir þessum tryggingum sem
við töldum óaðgengilega, t.d. eigin
áhætta, sem er alltof mikil, og svo
mikil að okkur reiknaðist til að ef
við yrðum fyrir alvörutjóni, þá
værum við komnir á haustinn hvort
eð væri. Forsendan fyrir rekstrar-
lánum var hins vegar að tryggja.
Við vorum þannig í ákveðinni
klemmu.
Þegar á reyndi þá notuðum við
nokkuð af því fé sem við fengum til
fjárfestingar í reksturinn í fyrst-
unni. Eg get nefnt sem dæmi að
það eru nú í stöðinni rúm 300 tonn
af lifandi fiski. Við þurfum að auka
það um 100 tonn og teljum að
stöðin beri um 400 tonn. Það þýða
um kr. 30-35 millj. í útlagt fé að
auka lífsmassann um 100 tonn.
Þetta fé þurfti að fá einhvers staðar
frá til að koma upp lífmassanum í
upphafi. Það var mjög erfitt. Bún-
aðarbankinn hefur lánað okkur kr.
20 milljónir í reksturinn án trygg-
ingar og það metum við afar mik-
ils. Byggðastofnun hefur lánað
okkur álíka upphæð sem rekstrar-
lán en önnur rekstrarlán höfum við
ekki fengið nema það sem við höf-
um fengið nýlega til að viðhalda
þekkingu í fiskeldi, eins og það er
kallað. M.ö.o., við tryggjum ekki.
Okkar trygging felst í því að við
stöndum vaktir hér allan sólar-
hringinn, jólanótt sem aðrar næt-
ur. Með þeirri vakt höfum við
nokkrum sinnum komið í veg fyrir
að tjón yrði. Þetta kostar ótrúlega
lítið brot af venjulegum trygging-
um, ef hægt er að kalla þetta trygg-
ingu.
Hvernig gengur svo reksturinn?
Við erum enn í framkvæmdum og
því er það ekki komið í ljós, en það
verður á næsta ári. A þessu ári
erum við búnir að selja um 300
tonn af fiski sem hafa gefið yfir kr.
100 millj. í tekjur. Það er komin í
þetta velta og mér virðist að fyrstu
sex mánuði árins hafi reksturinn
staðið undir breytilegum kostnaði
og rúmlega það.
Það sem við vitum hins vegar
ekki er hvernig stöðin bregst við
því þegar bætt verður 100 tonnum
við lífsmassann. Ef stöðin skilar
33% meira út, þá er ég ekki
svartsýnn, ef við lendum ekki í
óhöppum. Skili hún minna út verð-
ur útkoman að sama skapi lakari.
Við vitum þetta ekki enn, en við
sjáum hér mikinn vaxtarhraða,
jafnvel allt að 40% vöxt á tveggja
kg fiski á mánuði.
Hverf er núna hlutfall á laxi og
bleikju í stöðinni?
Það er nokkurn veginn jafnt af
hvoru. Við erum komin með
bleikjuna í þá stærðarskiptingu
sem við þurfum til þess að geta
afhent hana jafnt og þétt. Laxinn
er að komast í það en það var lægð
í slátruninni um mitt árið en við
höfum síðan afhent lax reglulega.