Freyr - 01.01.1992, Qupperneq 30
l.tbl. 92 HYRNA fréttahom ] □ K.
Starfsleyfi til
MJÓLKUR-
FRAMLEIÐSLU
Eins og áður skulu héraðs-
dýralæknar annast eftirlit með
heilbrigði og hirðingu mjólkurkúa
og hreinlæti og umgengni í fjósum
og mjólkurhúsum. Þetta eftirlit skal
framkvæmt árlega hjá hverjum
framleiðanda og skal héraðs-
dýralæknir afhenda fjósskoðunar-
vottorð, sem er ígildi starfsleyfis, ef
fullnægt er kröfum um heilbrigði
nautgripa, húskost, mjaltaaðstöðu,
mjólkurbúnað, umgengni og aðra
aðstöðu til framleiðslu sölumjólkur
samkvæmt reglugerðinni.
Nýmæli er að aldrei mega
líða meira en 18 mánuðir á milli
skoðana. Enginn má framleiða mjólk
til sölu nema hafa gildandi starfsley fi
og er það ákvæði óbreytt. Nú er að
auki tekið fram að mjólkurstöð sé
óheimilt að taka við mjólk frá fram-
leiðanda nema starfsleyfi sé fyrir
hendi. Þettaleggurþá skyldu á herðar
mjólkurstöðva og bænda að fylgjast
með gildistíma starfsleyfa. Ætla
verður að sú regla skapist að
mjólkurstöð geri bændum og dýra-
læknum viðvart, t.d. í 15. mánuði,
eða þremur mánuðum áður en
starfsleyfi rennur út.
Efna- og lyfja-
LEIFAR í MJÓLK
Öll mjólk sem berst til
samlags skal rannsökuð m.t.t. efna-
og lyfjaleifa og mjólk hvers
framleiðanda a.m.k. einu sinni í
mánuði. Mjólk telst óhæf til
manneldis ef í henni finnast meira en
sem svarar til 0.008 alþjóðlegra
eininga af penicillini í ml. Þessi mörk
voru áður 0.03 einingar þannig að
þau hafa verið hert umtalsvert. Þrátt
fyrir hertar reglur kemur þessi
breyting ekki við bændur sé á annað
borð fylgt reglum um útskolunartíma
lyfja og meðferð afurða eftir notkun
þeirra, þar sem þær leiðbeiningar
miðast við mun strangari mörk en
reglugerðin gerði áður ráð fyrir. Sem
betur fer heyrir til undantekninga að
sýklalyf greinist í mjólkfrábændum.
Ástæða er til að vekja athygli á þeirri
þjónustu margra mjólkurbúa að taka
sýni úr tank og greina áður en mjólkin
er tekin, ef minnsti grunur er um að
sýklalyf hafi borist í mjólkina.
Undanþága fyrir
ELDRI BÆNDUR
í reglugerð var á sínum
tíma ákvæði um frest um gildistöku
kröfunnar um haughús við hvert fjós
til 1. janúar 1990 og hvemig það
skyldi staðsett og frágengið.
Gildistöku þessa ákvæðis var síðan
frestað í tvígang um ár og tók greinin
því gildi um síðustu áramót. í
reglugerðarbreytingunni nú er
bráðabirgðaákvæði sem gerir ráð fyrir
að þeir mjólkurframleiðendur sem
við gildistöku reglugerðarinnar eru
60 ára og eldri og hafa í hyggju að
hætta mjókurframleiðslu á næstu
árum geti sótt um undanþágu frá
ákvæðum greinarinnar til
viðkomandi heilbrigðisnefndar.
Skilyrði fyrirþví að undanþága verði
veitt era að héraðsdýralæknir votti
að aðstaða og hreinlæti til
mjókurframleiðslu sé í góðu lagi,
m.a. að haugstæði sé snyrtilega
umgengið og ekki nærri mjólkurhúsi
eða inngöngudyrum fólks í fjósið, og
viðkomandi mjólkurbú votti að
flokkun hafi verið eðlileg síðustu 5
árin. Þá verður undanþágan bundin
við nafn viðkomandi framleiðanda
og getur lengst staðið í 10 ár.
Kyntiing þcssi á breytingum a mjóikurreglugerð, sent er m.
625/91, er birt í samráði við Fagráð í nautgriparaekt og
HoIIustuvernd ríkisins.
LK»LANDSAMBAND KÚABÆNDA » UÞL « UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA LANDBÚNAÐARINS