Freyr - 01.01.1992, Qupperneq 31
1.’92
FREYR 23
RANNSÓKNASTOFNUN LANDBÚNAÐARINS
Bútœknideild, Hvanneyri
BÚVÉ LAPRÓFAN IR il| 1111
Ár1991 Nr. 614 Ár 1991 Nr. 615
KVERNELAND - rúllubaggatætari ELHO - áburðardreifari
Gerð: Kverneland UN7860. Framleiðandi: Kverne-
land-Underhaug, Noregi. Innflytjandi: Jötunn hf.,
Reykjavík.
YFIRLIT
Kverneland UN7860 rúllubaggatætarinn var prófaður
af Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðar-
ins fyrri hluta árs 1991 og notaður alls við söxun og
mötun á um 66 rúllum eða sem svarar 100 m3 af heyi.
Tætarinn er ætlaður til að tæta niður og mata allar
gerðir af rúlluböggum með þvermál allt að 150 cm.
Hann er tengdur á þrítengi dráttarvéla og vegur um
714 kg. Hnífabúnaðurinn er knúinn frá aflúrtaki
dráttarvélar, en baggahólfið frá vökvakerfi hennar.
Utan um hnífaöxul er blásturshús og myndar búnað-
urinn blástur sem blæs heyinu frá tækinu til hægri
hliðar í allt að 2 m fjarlægð. Afköst eru mjög breytileg
eftir stillingu tækisins og heygerð, oft á bilinu 30-70 kg
þe./mín, en mældust mest um 120 kg. Aflþörf er á
sama hátt breytileg, 30-40 kW (41-55 hö), en mældist
mest um 50 kW (68 hö). Þungamiðja tækisins er
nokkuð langt frá dráttarvél og því verður að ætla
minnst 50-60 kW (68-82 hö) dráttarvél með góðri
framþyngingu til að fullnýta getu tækisins. Athugun á
söxunarhæfni tætarans leiddi í ljós mikla söxun heys-
Frh. á bls. 26.
Gerð: Elho EL 700. Framleiðandi: Elho, Finnlandi.
Innflytjandi: Glóbus hf. Reykjavík.
YFIRLIT
Áburðardreifarinn Elho EL 700 var reyndur af Bú-
tæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins
sumari 1991 og gerðar mælingar á dreifieiginleikum
hans.
Áburðardreifarinn er þyrildreifari með eina
dreifiskífu sem knúin er frá aflúttaki. Dreifarinn er
tengdur á þrítengi dráttarvélar. Hann rúmar um 650
kg af áburði og vegur sjálfur 137 kg. Þetta rýrir
framþunga lítilla og meðalstórra dráttarvéla talsvert
og getur verið nauðsynlegt að þyngja þær að framan.
Dreifarinn er lágbyggður og með nokkuð víðum
ábyrðargeymi. Hleðsla hans er því tiltölulega auð-
veld. Dreifarinn getur dreift nokkuð jafnt ef 10 m bil
er milli ferða. Hann dreifir þó lengra til hægri en
vinstri. Grind í áburðargeymi hindrar að kekkir í
áburðinum loki útrennslisopi. Dagleg hirðing dreifar-
ans er auðveld, m.a. vegna þess hve létt er að velta
ábyrðargeymi frá þegar dreifarinn er tengdur og þegar
komast þarf að dreifibúnaði til þrifa. Dreifibúnaður er
úr ryðfríu efni. Stillkvarði fyrir dreifimagn er fremur
ónákvæmur og leiðbeiningar um stillingar á útrennsl-
Frh. á bls. 26.