Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1992, Page 45

Freyr - 01.01.1992, Page 45
•TTt>T ‘bl FRÉTTAPUNKTAR V—✓ Jl XJ '92 • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • GATT Á LOKASTIGI GATT-viðræðumar era nú komnar á lokastig ef marka má orð Arthurs Dunkel, framkvæmadastjóra GATT, og reiknað er með að lokapunkturinn verði settur 19. apríl nk. Hinn 13. janúar sl. fóra samn- ingafulltrúar aðildarríkjanna á hans fund og skýrðu afstöðu þeirra til samningsdraganna umdeildu. Dunkel lagði þau ffam 20. desember sl. íþeirri von að leysahnútinn sem viðræðumar vora komnar í. I ljós kom að aðildarríkin 108 eru reiðubúin að ljúka viðræðunum á grund- velli Dunkel-tillagnanna. Hvað landbúnaðinn snertirfeladrögin ísérþrjúmeginatriði: Allri innflutningsvernd verður breytt í tolla og innflutningur verður frjáls. Vemdartollamir eiga síðan að fara stiglækkandi á samnings- tímanum 1993-99. Þá á að girða fyrir tækni- legar innflutningshindranir sem felast t.d. í ó- eðlilega ströngu heilbrigðiseftirliti og gert er ráð fyrir ströngum reglum um með hvaða hætti styrkja má framleiðslu búvara. í öðru lagi eiga öll aðildarríkin að skera útflutnings- bætur niður um 36% á samningstímanum og í þriðja lagi að lækka ríkisstuðning um 20%. Þótt aðildarríkin styddu langflest drögin sem áframhaldandi samningsgrandvöll þá lögðu mörg fram fyrirvara við landbúnað- arkafla samningsdraganna nema helstu út- flutningsþjóðir landbúnaðarafurða. Þær hafa lýst yfir eindreginni andstöðu við allar breytingar. í framhaldi af því hefur Dunkel sagt að landbúnaðarkaflinn verði ekki tekinn upp til endurskoðunar í heild sinni. Ekki er ljóst hvernig þessi niðurstaða Dunkels mun snerta okkur. Það eina sem segja má með nokkurri vissu er að viðræðurnar virðast óðfluga nálgast lokastigið. Ríkisstjórnin sendi frá sér samþykkt um GATT 10. janúar sl. Ekki mátti tæpara standa því að stjórnin hafði frest fram til 13. janúar til að skýra yfirstjóm viðræðnanna frá afstöðu sinni. Samþykktin sneri að samnings- drögum að nýju GATT-samkomulagi og var almennttaliðað viðbrögðhinna 108 aðildarrfkja við þeim myndu ráða úrslitum um það hvort nýtt samkomulag yrði að veruleika. Viðbrögð flestra aðildarríkja tóku mið af þessari erfiðu stöðu viðræðnanna, og hafnaði ekki eitt einasta ríki drögunum. A hinn bóginn lögðu mörg þeirraframfyrirvara. Norðurlöndin stóðu sam- eiginlega að einum slíkum. Hann er mjög al- mennt orðaður og felur helst í sér að þau áskila sér rétt til að gera nákvæmari fyrirvara síðar. í samþykkt ríkisstjórnarinnar eru settir fram fyrirvarar íslands í fimm liðum. Krafist er þriðjungs lækkunar allra tolla á sjávarafurðum og áhersla á það lögð að sambærilegar tillögur og fyrir liggja um lækkun ríkisstyrkja til land- búnaðarins nái einnig til sjávarútvegs, en sem kunnugt er býr útvegur við mikla ríkisstyrki t.d. innan EB. Þá er sagt að ísland muni gera strangar kröfur á sviði heilbrigðiseftirlits vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum og að nauð- synlegt sé að verðtryggingarákvæði verði í samkomulaginu. Því næst lýsir ríkisstjórnin yfir vonbrigðum með að drögin geri aðeins ráð fyrir 36% niðurskurði á útflutningsbótum. Islensk stjómvöld stefni að því að afnema bætur á útflutningi héðan. Við ættum því að fá sérstöðu viðurkennda innan GATT, t.d. með því að okkur verði heimilt að leggja sérstaka tolla á niðurgreiddan innflutning. Að lokum segir í samþykktinni að studdar verði kröfur um s veigjanlegri reglur um stuðning við bændur. Upplvsineabiónusta landbúnaðarins • Bændahöllinni v/Hagatorg • 107 RVK • Sími 20025/620025 • Fax 628290

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.