Freyr - 01.03.1994, Page 10
Pað var hœgt að ganga á sokkunum um tandurhreinan garðann ogfjárhúsgólfið.
Heimtur voru góðar af fjalli á var góð, aðeins fjögur föll fóru í 2.
Stóru-Hámundarstaðafé í haust, flokk. J.J.D.
meðalfallþungi var 15 kg og flokkun
MOLRR
Brennisteinsvetni úr eldstöðvum
vinna fyrir skólagöngu, en hjálpa
foreldrum sínum við búið þegar þeir
hafa stundir aflögu.
Baldvin er með tvo rafknúna hey-
skera í hlöðunni, annar er stór og
þungur en hinn er léttur og lipur.
Miklar heyfyrningar voru í hlöðunni
þegar blaðamaður Freys leit þar inn
og sagðist Baldvin yfirleitt eiga fyrn-
ingar til eins árs. Hann fóðrar eins
og fyrr sagði eingöngu á votheyinu
og gefur ofurlítið af beinamjöli með
allan veturinn, nálægt 40 g á dag, á
kind. Hann beitir fénu ekkert. Það
hefur komið fyrir að kind hafi fengið
doða en mjög er sjaldgæft að Bald-
vin missi kind úr honum.
Fjárhúsin eru hvítmáluð að
innan og rimlagólfin þvegin og
hreinsuð.
Á hverju vori þvo Baldvin og Elín
öll fjárhúsin með vatni og háþrýsti-
dælu, þannig að húsin eru alltaf
hrein og fín þegar farið er að nota
þau á haustin. Ofan á garðabönd eru
fest fjögurra tommu borð sem þægi-
legt er að sitja á við sauðburðinn.
Spilgrindur hafa þau tilbúnar sem
passa í krærnar þegar þarf að spila
þær af um sauðburðinn. Sími er í
fjárhúsinu sem tengdur er bæði heim
í bæ og við almennan síma. Einnig er
þar útvarp. Loftræsting er með viftu
sem kveikir á sér sjálf þegar hitnar í
húsinu. Uppi á þili er hátíðnitæki,
s.n. músahögni eða hátíðnihögni
sem fælir burtu mýs.
Baldvin rúllar yfirleitt það vothey
sem hann kemur ekki í hlöðuna og
geymir rúllurnar á fjárhúsganginum.
Áður sóttu mýs í rúllurnar en eftir að
hátíðnihögninn kom hefur ekki bor-
ið á þeim, en áður en tækið kom
hafði Baldvin hreinsað húsin af
músum með eitri og gildrum.
Baldvin skiptir túninu í hólf þegar
hann beitir fé á það. Til þess notar
hann rafgirðingar af nýsjálenskri
gerð með fjórum strengjum og hefur
rafmagn á efsta og næstneðsta streng
og það virðist alveg duga.
Bæði Elín og Baldvin starfa í
Slysavarnarfélaginu á Árskógs-
strönd og Baldvin er félagi í Lions-
klúbbnum í sveitinni og Björgunar-
sveit Árskógsstrandar og þessi fé-
lagsstörf segir hann að gefi sér mik-
ið.
Eldfjallið Etna á Sikiley er sann-
kallaður umhverfisböðull, að vísu
náttúrlegur. Jafnvel þegar hún gýs
ekki, spýr hún 50 tonnum af brenni-
steinsvetni á klukkustund.
Italskir og sænskir vísindamenn
hafa líka mælt hve mikið brenni-
steinsvetni kemur úr tveimur minni
eldfjöllum í grennd við Sikiley:
Strombóli ósar 7 tonnum af þessu
eitraða efnasambandi á klst., jafnvel
þegar fjallið gýs ekki og fjall að nafni
Vulcano einu tonni á klst. Eldfjöll
jarðar spúa miklu af brennisteins-
samböndum út í loftið en vistkerfið
hefur lagað sig að því. Það er þegar
hin gríðarlega mengun frá verk-
smiðjum og orkuverum bætist við
sem náttúran rís öndverð.
Háskólanám f búfrœði
Samningur er milli Búnaðarfélags íslands og Búnaðarhá-
skóla Noregs á Ási, NLH, um að skólinn veiti íslenskum
námsmönnum skólavist.
Skólaár Búnaðarháskólans hefst 20. ágúst ár hvert og skulu
umsóknir berastfyrir 8. apríl til Búnaðarfélags íslands. Upplýs-
ingar f.h. félagsins um námsbrautir, inntökuskilyrði o.fl. veitir
Matthías Eggertsson.
Búnaðarfélag íslands
Bœndahöllinni
Reykjavík.
Sími 91-630300.
15A FREYR - 5*94