Freyr - 01.03.1994, Síða 16
undan Trausta frá Torfastöðum og
Brönu frá Kirkjubæ.
Hryssur fimm og sex vetra. I
flokknum stóð Mandla frá Stóra-
Hofi efst (87286097), (7,78 8,11
7,94). Mandlasem er undan Stígi frá
Kjartansstöðum og Kolfreyju frá
Stóra-Holfi, er heldur vel gerð eink-
um fram en er með of beint bak sem
einnig er framhallandi. Hvað hæfi-
leikana varðar er Mandla fjölhæf og
prýðisvel töltgeng.
Læt ég hér lokið frásögn af sýning-
unni í Kaufungen en framkvæmd öll
tókst hið besta og var Gunnar Örn
ísleifsson dýralæknanemi og at-
vinnumaður í hestamennsku í
Þýskalandi burðarásinn í fram-
kvæmdinni.
Forskoðun á íslandi
Ekki verða mörg orð höfð um
dómana hér heima en hryssan Eva
frá Þverá í Skíðadal (87265803) var
valin sem sýningargripur í yngri
flokki hryssna en Mandla frá Stóra-
Hofi til vara. Eva var dæmd á Vind-
heimamelum í Skagafirði en hún var
í einstaklingssýningu fjórðungs-
mótsins þar. Eva sem er undan
Hrafni frá Holtsmúla og Eldingu frá
Þverá í Skíðadal, er laglega sköpuð
nema hvað höfuðið varðar, hún er
fjölhæf og prýðisvel töltgeng (7,85
8,16 8,00).
(86186030) og Dögun frá Ytra-Hóli
(86265185) sem bæði voru dæmd í
Víðidal í Reykjavík og stóðu efst í
aðaleinkunn hvort í sínum flokki
þegar íslensku vægin voru lögð til
grundvallar, náðu ekki inn í sveitina
þegar miðað var við FEIF-vægin við
útreikningana. Segull (8,30 8,27
8,29) er með allra fallegustu hestum;
fríður, mjúkbyggður og frábær í
samræmi en réttleiki fóta er afleitur.
Hvað kosti varðar eru þeir jafnvígir
og prýðisgóðir, einkum töltið. Seg-
ull er undan Þætti frá Kirkjubæ og
Nótt frá Kröggólfsstöðum. Dögun
(7,93 8,20 8,06) er traustbyggð með
góða yfirlínu, gangur er fjölhæfur en
Dögun er fyrst og fremst sköruleg og
viljug með góðan klárgang. Hún er
undan Kjarki frá Garðsá og Leistu
frá Ytra-Hóli.
Heimsleikarnir f Holiandi
Undirritaður fór til starfa á
Heimsleikunum ásamt Víkingi
Gunnarssyni sem situr í Ræktunar-
ráði FEIF. Ferðin hófst á því að við
tókum þátt í ráðstefnu og verklegu
dómanámskeiði þar sem þátttak-
endur voru kynbótadómarar frá hin-
um fjölmörgu aðildarlöndum FEIF.
Ráðstefna þessi var hin gagnlegasta
og var að mörgu leyti framhald af
ráðstefnu þeirri sem við Víkingur
sóttum í Danmörku haustið 1992 en
þar var ritið Kynbótadómar og sýn-
ingar kynnt. Nú brá þó svo við að
Þjóðverjar mættu til leiks en þeir
voru ekki á ráðstefnunni í Dan-
mörku; voru þeir nú fjölmennir
mjög. A ráðstefnunni og þá einkum í
dómaæfingum áttum við í miklum
rökræðum við Þjóðverjana. Athygl-
isvert er í sambandi við dómstörf
þeirra er hve þau eru á huglægum
nótum og mikið lagt upp úr að spá og
spekulera langt út fyrir það sem er á
færi nokkurs kynbótadómara. Auk
þess sem ljóst er hve gífurlega mikil
hagsmunatengsl eru inni í þýsku
dómnefndunum. Á ráðstefnu þess-
ari urðum við berlega varir við það
að flestar þjóðirnar lögðu mjög
eyrun að málflutningi okkar íslend-
inga. íslenska dómkerfið hefur tiltrú
og erlendis vill hestafólk mjög víða
færa sér kosti þess í nyt. Við þeim
óskum verðum við að verða en það
er mikilvægt að halda leiðsagnar- og
forystuhlutverkinu á þessu sviði
ekki síður en á öðrum sviðum hesta-
mennskunnar.
Að lokinni fyrrnefndri ráðstefnu
fluttum við okkur um set og
dómstörf á Heimsleikunum tóku
við. Heimsleikarnir voru haldnir á
miklu útivistarsvæði sem heitir
Spaarnwoude og er rétt við Amster-
dam. Mikið hefur verið um leikana
ritað og ætla ég ekki að endurtaka
það allt hér. Útkoma íslensku sveit-
arinnar var ákaflega góð í heild og
voru kynbótahrossin íslensku ekki
til að skamma upp á þá mynd. í
flokki fullorðinna stóðhesta lenti
Kolskeggur að vísu aðeins í fjórða
sæti, var hann ekki alveg eins fersk-
ur og í vor en hann átti nú auk þess
við ofjarla sína að etja.
í flokki ungra stóðhesta hafði
Léttir frá Grundarfirði algera yfir-
burði. Hið sama má segja um
Hrefnu frá Gerðum hvað flokk full-
orðinna hryssna varðar en Eva frá
Þverá í Skíðadal dalaði heldur og
lenti í fjórða sæti í sínum flokki
(yngri hryssur).
Hvað athyglisverð hross frá öðr-
um löndum varðar vil ég geta hér
þriggja. Efsta hryssan í flokki ung-
hryssna (fimm og sex vetra) var
Rúna frá Egg, svissnesk og er hún
undan Hrafn-Krabba frá Sporz sem
ættaður er frá Kolkuósi og Haf-
steinsstöðum, móðir Rúnu er Hrönn
frá Sporz sem er ættuð frá Kirkjubæ.
Hrossin Segull frá Stóra-Hofi
Hesturinn Einarfrá Roetgen. Prátt fyrir samhljóða niðurstöðu um að þarna vœri
hœfileikamikill hestur, stórgallaður í byggingu, mótmœlti eigandinn því af heift.
Ljósm. K.H.
160 ic'REYR - 5*94