Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 17
Rúna er frábærlega falleg, einkum
hálsinn og samræmið. Hún er fjöl-
hæf og er flugvökur og harðviljug.
Rúna var vel að því komin að vera
efst í sínum flokki og jafnframt hæst
dæmda kynbótahross mótsins. I
öðru sæti í þessum sama flokki var
Drottning frá Rappenhof í Pýska-
landi. Hún er undan Svaða frá
Rappenhof sem er ættaður frá
Kolkuósi. Móðir Drottningar er
Hrönn frá Kolkuósi, nú í Rappen-
hof. Drottning er jafnbyggð, fjölhæf
og geðsleg en var að sumu leyti
ofdæmd fyrir áhrif frá þýska dómar-
anum en erlendis geta dómarar skil-
að séráliti og látið taka tillit til þess í
endanlegri einkunn.
í eldri flokki stóðhesta stóð Kári
frá Aldenghoor í Hollandi efstur,
hann er undan Vini frá Víðidal og
Kempu frá Hólum. Kári er jafn-
byggður og fallegur hestur með sér-
staklega gott skeið.
Dómstörfin á kynbótasýningu
Heimsleikanna gengu vel þegar á
allt er litið en þó þarfnast ýmsir
hlutir verulegrar endurskoðunar við
sumt er varðar undirbúninginn hér
heima og annað erlendis. I þessu
sambandi vil ég geta nokkurra at-
riða. Fyrir það fyrsta þurfa þeir aðil-
ar sem standa á bakvið þátttöku
íslendinga í þessum leikum að taka
ákvörðun um hvort áhugi sé á að
kynbótaþátturinn sé þar með eða
ekki. Ýmislegt sem kom uppá móts-
dagana færði mér heim sanninn um
þetta. Á sama hátt þarf á leikunum
sjálfum að gera kynbótaþættinum
hærra undir höfði eða sleppa honum
með öllu.
Hvað starf í dómnefndum varðar
gekk það vel, við Víkingur störfuð-
um sinn í hvorri dómnefndinni en
hvor dómnefnd um sig sá um að
dæma tvo sýningarflokka. Meðdóm-
endur okkar voru frá ýmsum lönd-
um, misjafnlega vant fólk og í mörg-
um atriðum mishæft en í heild var
þetta góður hópur. Eigendum hross-
anna gengur ekki öllum eins vel að
meðtaka niðurstöðurnar eins og
gengur og í allt haust hafa dunið á
Búnaðarfélaginu og á fleiri aðilum
hérlendum og erlendum sendingar
frá einum hesteiganda, þýskum og
reiðisjúkum og nóg um það.
í lok ferðarinnar á Heimsleikanna
sat ég aðalfund FEIF ásamt Guð-
Dómnefnd að störfum við að dœma stóðhestinn Kárafrá Aldengkoor. Kári stóð
efstur í eldriflokki stóðhesta. A myndinni má þekkja Víking Gunnarsson, lengst
t.v. og Erik Christensen, lengst t.h. Ljósm. K.H.
Samráðsfundur ábyrgðaraðila kynbótasýningarinnar. Talið frá vinstri: Guðrún
J. Stefánsdóttir (gestur), Víkingur Gunnarsson, kynbótadómari, Anna W.
Elwell, aðstoðarmaður, Mats Jennerholm, þáverandi rœktunarfulltrúi FEIF og
Anne Marie Quarles, núverandi rœktunarfulltrúi. Ljósm. K.H.
mundi Jónssyni formanni Lands-
sambands hestamannafélaga og
Víkingi. Gekk aðalfundurinn hið
besta og er helst frá honum það að
segja að kjörinn var nýr ræktunar-
fulltrúi en Mats Jennerholm sem
gengt hefur því embætti hefur átt við
vanheilsu að stríða. Kjörin var hol-
lensk kona; Anne-Marie Quarles en
hún er nýútskrifaður búfræðingur
frá Hólum. Mat okkar var það að
hún væri fýsilegur kostur við að brúa
það bil sem er mest á milli okkar og
Þjóðverja hvað dóma kynbótahross-
anna varðar. Við íslendingar höfð-
um mjög mikið fram að færa og ég
hygg að hefði Víkingur Gunnarsson
verið í framboði sem ræktunarfull-
trúi hefði hann náð kjöri en Víking-
ur var ekki fús til að fara fram og hin
leiðin sem farin var hefur óneitan-
lega sína kosti í stöðunni.
5*94 - FREYR161