Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1994, Side 22

Freyr - 01.03.1994, Side 22
lifandi til að fá sambærilegt mat. Við mat á niðurstöðum af útreikningum aðhvarfslíkinga og öryggisstuðla verður að benda á að aðeins er slátr- að þeim lömbum sem eru sláturhæf hverju sinni; þau sem ekki voru slát- urhæf biðu næstu slátrunar. Þetta sker því af báðum endum breytileik- ans. Samandregnar niðurstöður. * Lömb af öllum stærðum, en þó aðallega smálömb og síðborning- ar, uxu allt að 19 kg á lifandi þunga að meðaltali. Ætla má að þau hafi einnig batnað um 1-3 gæðaflokka. Vöxtur einstakra lamba var upp í 25 kg (á 174 dögum). * Smálömb og afturúrkreistinga tókst að fá vöxt í. Fjölvítamín virtist hafa góð áhrif til að koma vextinum af stað í smálömbunum. * Flestir bændurnir notuðu nær ein- göngu hey. Sumir gáfi prótein- blöndu eða próteinríkan fóður- bæti. Þeir fengu hraðari vöxt, enda þótt heygæðin skipti hér, eins og ævinlega, miklu máli. * Vel tókst að meta fitu á lömbun- um lifandi. Aðeins eitt lamb féll fyrir of mika fitu (1. fl. B) og var það talið full feitt við mat á því lifandi. * Lömbin. sem voru metin slátur- hæf fóru öll í I. fl. A eða úrval utan 3 sem fóru í II. fl. Eitt lamb féll í I. fl. B vegna fitu eins og áður var getið. * Lagt er til að breyta mati á lærum á lifandi lömbum þannig að metin séu saman læri og malir, til sam- ræmis við mat á skrokknum. * Veltókstaðseljakjötiðogsöluað- ilar vilja fá ferskt kjöt áfram. Von- andi er það til marks um hvernig til tókst bæði hjá bændum og af- urðasviði KB. * Leggja þarf áherslu á gæðastjórn á fersku kjöti. Ekki slátra nema sláturhæfum lömbum og ekki markaðssetja nema gæðavöru. Þetta þýðir að áfram á að meta lömbin lifandi meðan bændur eru að læra á þetta og ferskt kjöt er að vinna sér sess hjá neytendum. Á því tíma- skeiði er mikilvægt að ekki sé slakað á gæðakröfum. * Vel virðist mega una fjárhagslegri útkomu úr vetrareldinu og ekki ástæða til að óttast að það skili ekki bóndanum launum á við aðra vinnu. Frumskilyrði er því tvennt: 1) Að lömbin vaxi. 2) Að gæðin batni, eða a.m.k. haldist óbreytt, séu þau góð fyrir. * Öll hrútlömb voru gelt. Það virtist ekki hafa teljandi áhrif á þrif þeirra. * Lömb á flestum bæjum voru klippt við upphaf athugunarinnar. Gæta þarf þess að ekki dragi úr vexti vegna kulda í húsum. Til- tölulega auðvelt er að koma í veg fyrir það. Logan, Utah, í desember 1993. Tilvitnanir: 1. Sveinn Hallgrímsson 1993. Síslátun vor- lamba. 2. Sveinn Hallgrímsson 1994. Ferskt kjöt og gæði þess samanborið við kjöt sem hefur verið fryst; Síslátun vorlamba. Frevr 1994 (3. tbl.). 3. Sveinn Hallgrímsson 1980. Frjósemi og hagkvæmni sauðfjárræktar. Ársrit RN; 76 og 77: 13-23. 4. VerðlagsgrundvöUur sauðfjárafurða 1. september 1991, 400 vetrarfóðraðar kindur. Framleiðsluráð landbúnaðar- ins. 5. Jón R. Björnsson 1980. Er framtíð í framleiðslu páskalamba? Frevr 1980 (76): 343. Stjórn og framkvœmdastjóri Landssambands hestamannafélaga Stjórnarfundur 3. des. 1993. Fremri röð frá vinstri: Sigfús Guð- mundsson, gjaldkeri, Guðbrandur Kjartansson, varaformaður, Guð- mundur Jónsson, formaður, Hall- dór Gunnarsson, ritari og Jón Bergsson, meðstjórnandi. Aftari röð frá vinstri: Sigbjörn Björnsson, meðstjórnandi, Stefán Erlingsson, varastjórn, Kristján Auðunsson, varastjórn, Sigurður Þórhallsson, framkvæmdastjóri, Sigurgeir Bárð- arson, varastjórn, Kristmundur Halldórsson, meðstjórnandi. Á myndina vantar: Martein Valdimarsson, varastjórn, og Ágúst Oddsson, varastjórn. (Freysmynd). 166 FREYR - 5'94

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.