Freyr - 01.03.1994, Síða 24
Ár1993
Nr. 635
Ár1993
Nr. 636
Fella - heyþyrla
Gerð: Fella TH 540 DHY. Framleiðandi: Fella-Werke
GMBH, Þýskalandi. Innflytjandi: Globus hf., Reykja-
vík.
YFIRLIT
Heyþyrlan Fella T.H. 540 D Hydro var reynd af Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins, Bútæknideild, sumarið
1993 og notuð alls um 45 klst.
Heyþyrlan er tengd á þrítengi dráttarvélar og drifin
frá aflúttaki hennar. Hún vegur 591 kg. I flutningsstöðu
er ytri stjörnunum lyft upp í lóðrétta stöðu með
vökvatjökkum. Hæfni heyþyrlunnar til heysnúnings
reyndist góð og ójöfnum lands fylgir hún vel. Vinnslu-
breidd vélarinnar er allt að 5,0 m og afköst við heysnún-
ing reyndust að jafnaði 4,4 ha/klst., en mest um 6,2 ha/
klst. Heymúgum dreifir vélin í u.þ.b. 5,4 m breiðan
flekk. Á fljótlegan hátt má breyta stefnu ökuhjóla á
heyþyrlunni þannig að hún kasti heyinu nokkuð til
hliðar, t.d. frá skurðbökkum og girðingum. Liðir í
beislisbúnaði vélarinnar auðvelda vinnu með henni í
beygjum. Aflþörf heyþyrlunnar á tengidrifi er mest um
16 kW (22 hö). Til að aka megi af öryggi með vélina í
flutningsstöðu þarf lágmarksstærð dráttarvélar að vera
u.þ.b. 40 kW (54 hö). Heyþyrlan er traustbyggð. Á
reynslutímanum varð engra bilana vart.
Krone - sláttuþyrla
Gerð: Krone AM 242/Z. Framleiðandi: Bernhard
Krone Gmbh, Þýskalandi. Innflytjandi: Vélar og þjón-
usta hf., Reykjavík.
YFIRLIT
Sláttuþyrlan Krone AM 242/Z með sambyggðum
heyknosara var reynd af Bútæknideild Rannsóknastofn-
unar landbúnaðarins sumarið 1993 og notuð alls um 59
klst.
Hún er tengd á þrítengi dráttarvélar og lyft upp í
flutningsstöðu með vökvaafli til hliðar við dráttarvél.
Þyngd hennar er um 800 kg. Sláttuþyrlan reyndist að
jafnaði slá hreint og jafnt og var stubblengd í sláttufari að
meðaltali um 56 mm í sáðgresi en um 78 mm á snarrót-
artúnum með ökuhraðann 5-13 km/klst. Hægt er að hafa
áhrif á sláttunánd með því að stilla lengd yfirtengis og
steypa vélinni mismikið. Sláttubúnaður vélarinnar
fylgdi vel ójöfnum landsins þrátt fyrir mikla vinnslu-
breidd. Vinnslubreidd sláttuþyrlunnar er2,4m. Knosar-
inn er fasttengdur á burðargrind vélarinnar og má hafa
áhrif á knosunarstigið með því að breyta lítils háttar
mótstálinu. Auka má verulega þurrkunarhraða heysins
með knosuninni. Ætla verður a.m.k. 50 kW (68 hö)
dráttarvél fyrir þyrluna til að nýta afkastagetu hennar.
Sláttuþyrlan er tiltölulega lipur í stjórnun en þyngd
hennar getur í flutningi raskað þungahlutföllum meðal-
stórra dráttarvéla. Hnífaslit á reynslutímanum var innan
eðlilegra marka. Hlífðardúkar vélarinnar eru vel úr
garði gerðir og frákast frá knosaranum er einnig með
góðum hlífðarbúnaði. Dagleg umhirða er fljótleg. í lok
reynslutímans var ekki unnt að merkja óeðlilegt slit á
vélinni og engar meiriháttar bilanir komu fram á
reynslutímanum. Sláttuþyrlan virðist vera traustbyggð
og vönduð að allri gerð.
168 FREYR-5'94