Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1994, Side 27

Freyr - 01.03.1994, Side 27
Ár 1993 Nr. 641 Rutland - sólarrafstöð Gerð: Rutland, model ESB350. Framleiðandi: Rutland ElectricFencing Co. Ltd., Englandi. Innflytjandi: Vélar og þjónusta hf., Reykjavík. YFIRLIT Rutland sólarrafstöðin var prófuð af Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið 1993 og athuganir gerðar bæði á rannsóknarstofu og við almenna notkun. Rafstöðin er ætluð til framleiðslu raforku úr sólar- geislum einkum til nota við að rafvæða rafgirðingar. Rafstöðin er 0,4 m2 plata í álramma. Hún er fest ofan á málmskáp sem ætlaður er fyrir hleðslustilli, rafgeymi og spennugjafa rafgirðingarinnar. Einungis rafstöðin var prófuð á rannsóknarstofu. Mælingar sýndu að raffram- leiðsla byggist að mestu á beinu sólskini, þótt nokkur orka náist í gegnum þunna skýjahulu. Framleiðslan mældist mest 39 Wött. A nær heiðríkum degi, 10. ágúst, mældist orkunámið um 900 kJ (0,25 kWst.), en á björtum sólarlausum degi, 17. ágúst, 171 kJ. Erfitt er að meta hve langri girðingu sólarrafstöðin annar. Það ræðst mest af veðráttu og ástandi girðingar. Stærð spennugjafa og rafgeyma skiptir líka máli. Reynsla af sólarrafstöðvum við rafgirðingar bendir til að talsvert hagræði sé af notkun þeirra þar sem erfitt er um aðra orkuöflun. Engir hreyfanlegir hlutir tilheyra þess- um búnaði, þannig að búast má við góðri endingu og öryggi í rekstri, en rétt er þó að taka fram að ekki liggja fyrir innlendar athuganir í þeim efnum. Spennugjafar fyrir rafgirðingar Frh. afbls. 167. Erfitt er að túlka þessar niðurstöður með það í huga að benda á heppilegustu eða lökustu spennustöðvarnar út frá gerð slaganna sem hún gefur. Af niðurstöðunum má þó álykta hvaða stöðvar eru líklegastar til að geta annað löngum margstrengja girðingum. Athuganir leiddu í ljós að nær ógjörningur er að segja fyrir um hve langa girðingu ákveðin spennustöð getur annað. Til þess eru aðstæður of breytilegar bæði hvað snertir gerð girðinganna, efnisval og land sem girt er. Athugið. Bútœknideild Rala býdur upp á áskrift að Búvélaprófun- um gegn vœgu árgjaldi. Áskrifendur fá sendar skýrslurn- ar í heild um leið og þœr koma út en ímörgum tilvikum er óskað eftir ítarlegri upplýsingum en birtist hér í blaðinu. Peir sem óska eftir að gerast áskrifendur eða fá nánari upplýsingar hafi samband við skrifstofu Bútœknideildar á Hvanneyri, símar 93-70000 og 93-70123. Nafn leiðrétt Halla Guðmundsdóttir ritari stjórn- ar Sauðfjársœðingastöðvarinnar af- henti Hjalta Gestssyni heiðursskjal sunnlenskra sauðfjárrœktarmanna. Prentvillupúkinn skipti um nafn á Höllu í 4. tbl. Blaðið biðst velvirð- ingar. Moirm i Ráðstefna um landgrœðslu Fjölsótt ráðstefna um landgræðslu var haldin á Selfossi 12. febrúar sl. á vegum Landgræðslu ríkisins, Fagráðs í landgræðslu og Landmæl- inga íslands. Par voru flutt mörg áhugaverð erindi. Unnið er að því að gera heildaryfirlit yfir rof á Is- landi með nýrri gerð korta sem byggjast á gervitunglamyndum. Kortin auðvelda að meta ástand landsins og að skipuleggja viðeig- andi ráðstafanir. Þetta kom fram í máli Egils Jónssonar, formanns Fagráðs í upphafi ráðstefnunnar. 5*9* - FREYR171

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.