Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 30
og fremst af því hvort miðað er við
hagkvæmasta endingartíma hennar
eða tæknilegan endingartíma. Ef
miðað er við tæknilegan endingar-
tíma er hrakvirðið ekkert. Oft er
hagkvæmara að miða við styttri end-
ingartíma. Til að finna hagkvæmasta
endingartímann þarf að beita
ákveðnum reikniaðferðum sem ekki
verða raktar hér. Þá skiptir sérhæfni
og staðsetning fjárfestingarinnar
miklu máli þegar meta á hrakvirðið.
Hér er hægt að taka sama dæmið og
áður, þ.e. loðdýrahúsið. Sérhæfnin
gerir það að verkum að það er hæpið
að fjárfestingin verði notuð í annan
rekstur án verulegra breytinga og
staðsetningin gerir það að verkum
að sala verður að teljast nánast
óhugsandi.
3) Lausafjárflæði. Þrátt fyrir það
að fjárfesting sé hagkvæm er ekki
þar með sagt að tekjurnar geti staðið
undir þeim greiðsluskuldbindingum
sem óhjákvæmilega fylgja. Því þarf
að gera lausafjáráætlun, m.a. til að
sýna fram á að reksturinn hafi nægi-
legt fjármagn til að standa undir
þeim skuldbindingum sem á hann
hafa verið lagðar.
4) Mat á áhættuþáttum fjárfest-
inga. Við fjárfestingaákvarðanir er
mikilvægt að gera sér grein fyrir
þeim óvissuþáttum sem fylgja fjár-
festingunni, en þeir eru í flestum
tilfellum mjög margir. Hver verður
eftirspurnin eftir framleiðslunni eða
þjónustunni? Hvaða verð fæst fyrir
framleiðsluvöruna? Hvað munu að-
föngin kosta? Hvaða áhrif geta opin-
berar aðgerðir haft? Það er brýnt að
átta sig á helstu áhrifaþáttunum.
Einnig er nauðsynlegt að gera ýmsar
næmisathuganir og mæla þannig
áhrif breyttra lykilstærða á niður-
stöðuna. Hvaða áhrif hefur það á
niðurstöðuna ef söluverð framleiðsl-
unnar hækkar eða lækkar um 10% ?
Það er einnig góð vinnuregla að
beita varkárnissjónarmiðum í hví-
vetna við áætlunargerðina. Aætla
söluverðið í lágmarki, meta ending-
artímann í styttra lagi og áætla út-
borganinar rúmlega það sem við er
búist. Eftir því sem óvissan er meiri
því meiri varkárni skal beita.
Mikilvœgi fjárfestingaáœtlana.
Það eru einkum fjórir þættir sem
geta gert fjárfestingaákvarðanir jafn
afdrifaríkar og raun ber vitni.
1. Háar upphæðir: Oftast er mik-
ið fé bundið í viðkomandi fjárfest-
ingu. Því hærra sem upphæðin vegur
í efnahag viðkomandi fjárfesta því
afdrifaríkari getur ákvörðunin orð-
ið.
2. Erfitt að hætta við fjárfestingar
eftir á: Ef fjárfestir vill hætta við
fjárfestinguna er endursöluverðið í
langflestum tilvikum lægra en upp-
haflegt kaupverð. í mörgum tilfell-
um er um nánast verðlausa eign að
ræða. Nærtæk dæmi eru loðdýrahús.
3. Efnahagslegar afleiðingar í dag,
næstu ár og áratugi: Mikil verðmæti
eru bundin í fjárfestingunni til langs
tíma. Tekjur og kostnaður falla til á
meðan fjárfestingin er rekin. Fjár-
festingin fer oft ekki að gefa af sér
tekjur fyrr en eftir nokkurn tíma.
Þetta á t.d. við um fiskeldi.
4. Áhætta: Markaðsbreytingar
valda verðlækkun á framleiðsluvör-
unni, óvissa í heimsmálum veldur
stórfelldum hækkunum á helstu að-
föngum og svo mætti lengi telja.
Ljóst er að í mörg horn er að líta
þegar fjárfestingar eru annars vegar.
Hér gildir að vinnubrögðin séu
skipulögð og að vinnan við skrif-
borðið er jafn nauðsynleg og vinnan
við framkvæmdirnar. Hafa skal í
huga að einungis vönduð vinnu-
brögð við ákvörðunartökuna og
ákvörðun reiknivaxta duga þegar til
lengri tíma er litið og minnkar áhætt-
una verulega.
Heimildir:
Gunnar Rúnar Kristjánsson og Stefán Örn
Valdimarsson. 1992. Fjárfestinga-
ákvaröanir og arðsemisútreikningar.
Ráðunautafundur.
Gylfi Þ. Gíslason. 1986. Rekstrarhagfræði,
I. bindi. Iðunn, Reykjavík.
Karl Karlsson. 1991. Rekstur og áætlunar-
gerð. Bændaskólinn á Hvanneyri.
Höfundur óþekktur. 1982. Investerings-
planlægning. Landbrugets informations-
kontor.
„Þorsteinskórinn"
í 3. tbl. Freys þ.á., bls. 94, var birt mynd sem sögð var af karlakór frœndliðs
Porsteins á Vatnsleysu. Svo var ekki og kemur hér rétta myndin af kór þeirra
frænda. Blaðið biðst velvirðingar á mistökunum.
174 FREYR - 5*94