Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1994, Síða 31

Freyr - 01.03.1994, Síða 31
Breytingar á ytra umhverfi land- búnaðarins og afleiðingar þess - EES og GATT - Gunnlaugur Júlfusson, hagfrœðingur Stéttarsambands bœnda í eftirfarandi samantekf verður farið yfir þœr breytingar sem EES samningurinn og GATT samkomulagið hafa á ytra umhverfi landbúnaðarins og hverjar afleiðingarnar geta orðið. 1. EES samningarnir. I upphafi viðræðna um Evrópskt Efnahagssvæði og lengi fram eftir samningaviðræðunum var því haldið fram af íslenskum ráðamönnum að EES samningurinn myndi ekki hafa nein áhrif á rekstrarumhverfi land- búnaðarins. Síðan hefur komið í ljós að þar var nokkuð ofsagt, og verður farið yfir það í grófum dráttum hér á eftir. Það eru aðallega fjögur atriði sem vega þyngst hvað varðar landbúnað- inn, sérstaklega eins og staðan er í dag. Þau eru sem hér segir: * Jöfnunargjöld á innfluttar búvör- ur * Garðyrkjan og staða hennar gagnvart innflutningi. * Verslun með jarðir og land. * Endurskoðun ákvæða um inn- flutning búvara. Hér verður farið yfir helstu efnis- atriði þessara fjögurra þátta: 1.1. Jöfnunargjald á innfluttar búvörur. Á fríverslunarlista íslands munu bætast t.d. jógúrt með íblöndunar- efnum, smjörlíki og jurtaolíur (sé innihald smjörfitu á bilinu 10-15%) og matvæli sem innihalda allt að 20% af kjöti (t.d. pasta með fyll- ingu). Við fáum undanþágu frá frí- verslun með rjómaís og annan ís, svo og frá tollflokki sem inniheldur Smjörva og Létt og laggott. Að öðr- um kosti næði samningurinn til Vs hluta mjólkurframleiðslunnar. Því er öðrum mjólkurafurðum en jógúrt haldið utan við fríverslun. Óvíst er hvort íslensk stjórnvöld hafi möguleika á að leggja jöfnunar- Gunnlaugur Júlíusson. gjöld á innflutt jógúrt, vegna þess hve hrámjólkin er verðlögð hátt við vinnslu jógúrts hérlendis. 1.2. Staða garðyrkjunnar. í samnbandi við EES samningana var samið milli EB og hvers og ein- staks EFTA lands um svokallaðan „Cohisionslista“. Hann felur í sér forgjöf suðrænna EB landa á mörk- uðum EFTA ríkjanna með garð- yrkjuvörur. Það var rökstutt með efnahagsástandi landanna, sem þyrftu að fá tækifæri til að örva hagvöxt sinn. Þessir listar eru mis- munandi fyrir hvert EFTA land. Það vekur nokkra athygli að á ís- lenska listanum er að finna mikil- vægustu afurðir íslenskrar garðyrkju svo sem tómata, gúrkur og papriku, á sama tíma og þessar afurðir eru ekki á norska, sænska eða finnska listanum. Einnig eru nellikur á list- anum og eru garðyrkjubændur mjög uggandi yfir að tollfrjáls innflutning- ur þeirra geti haft alvarleg áhrif á verslun með önnur blóm. „Cohisionslistinn“ er settur þannig upp að á honum eru tilgreind ákveðin tímabil, þegar innflutningur er án tolla. Yfirleitt var reynt að stemma það þannig af að tollfrjáls innflutningur væri einungis heimill þegar innlend framleiðsla væri ekki fyrirhendi. Núerþaðhins vegarsvo að landbúnaðurinn er sem betur fer að aukast eins og aðrar atvinnu- greinar í landinu. Á síðustu árum hefur lýsing í gróðurhúsum verið að þróast tiltölulega hratt, m.a. vegna þess að samningar hafa náðst við Rarik um ásættanlegt verð fyrir þá raforku sem nýtast myndi til vetrar- lýsingar. Því mun það gerast að toll- frjálsar afurðir frá Suður-Evrópu lenda í beinni samkeppni við þær afurðir sem framleiddar verða hér- lendis með vetrarlýsingu. Það hefur þegar komið í ljós að innflutningur blóma og grænmetis er ekki bundinn við „suðlæg ríki Evr- ópubandalagsins", heldur hafa verið fluttar inn tollfrjálsar vörur frá Holl- andi, blóm frá Equador og tómatar frá Marokkó. Það sýnir okkur að mjög erfitt er að framfylgja því að slíkir samningar haldi, þegar einu sinni er búið að opna fyrir tollfrjáls- an innflutning afurðanna. Annað atriði sem óljóst er hvernig verður tekið á er hve lengi má selja þær vörur sem fluttar verða inn á tollfrjálsum tímabilum. Geymsluþol blóma er það mikið að unnt væri að selja þau löngu eftir að tímabilinu væri lokið. 5‘94 - FREYR175

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.