Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1994, Page 32

Freyr - 01.03.1994, Page 32
Á það ber að minna í þessu sam- bandi að Island mun greiða í þróun- arsjóð Suður-Evrópuríkja, sem samið var um í sambandi við EES. Þannig eru íslendingar að niður- greiða og styrkja framleiðslu sem verður í beinni samkeppni við inn- lenda framleiðslu. 1.3. Verslun með jarðir og land. Talið er líklegt að eftirspurn eftir fasteignum og fasteignaréttindum muni aukast hérlendis með tilkomu EES samningsins. Má í því tilefni vísa til skýrslu Tryggja Gunnarsson- ar, Ólafs W. Stefánssonar og Stefáns M. Stefánssonar um fasteignir hér- lendis og EES samninginn. í upphafi samningaviðræðnanna var farið fram á að gerðir yrðu fyrir- varar um möguleika erlendra aðila um kaup á landi, hlunnindum og jörðum hérlendis. Stéttarsamband bænda gerði einnig kröfu um að þeim viðhorfum yrði haldið til streitu. Þessir fyrirvarar hurfu í samningaviðræðunum. Þess í stað var því haldið fram af stjórnvöldum að eftir að samningarnir væru undir- ritaðir, þá mætti hefjast handa við að girða fyrir þann möguleika að er- lendir aðilar gætu keypt jarðir og land án hindrana. Stéttarsamband bænda hélt því hins vegar ætíð fram að slíkur möguleki væri óraunhæfur, og vísaði í því sambandi til reglunnar um bann við mismunun milli ein- staklinga innan EES. Þetta var staðfest eftir að farið var að reyna að semja lagafrumvarp á vegum landbúnaðarráðuneytisins um að tryggja forkaupsrétt Islend- inga í sambandi við verslun með jarðir og land. Það kom glögglega í ljós að ef settar yrðu upp þær reglur sem myndu tryggja það að erlendir aðilar gætu ekki keypt jarðir, þá myndu þær samtímis gera landeig- endum ókleift að selja íslendingum jarðir. Þetta er alsendis óásættanleg niðurstaða fyrir bændur á samdrátt- artímum, þegar verið er að taka jarðir úr hefðbundinni búvörufram- leiðslu. Það er hins vegar ekki að ástæðu- lausu að ýmsir hafa nokkrar áhyggj- ur af því að erlendir aðilar hafi óhefta möguleika á að kaupa land hérlendis. Þróun mála erlendis, s.s. innan EB hefur sýnt að ásókn í land 176 FREYR - 5*96 þar sem er tiltölulega rúmt um hefur aukist stórlega. 1.4. Endurskoðun ákvœða um verslun með búvörur. Eins og áður er sagt var því haldið fram af opinberum aðilum meðan á samningaviðræðunum stóð, að land- búnaðurinn myndi standa alveg utan við samninga um Evrópskt Efna- hagssvæði. Eins og bent hefur verið á þá reyndist niðurstöðan önnur þegar upp var staðið. Menn geta verið misjafnlega sáttir við þá niðurstöðu sem fyrir liggur varðandi landbúnaðinn í EES samn- ingnum. Sú niðurstaða er hins vegar langt í frá endanleg, þar sem í samn- ingnum eru ákvæði um að auka eigi smám saman frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarafurðir og endur- skoða eigi skilyrði fyrir viðskiptum með þær á tveggja ára fresti. Þeirri endurskoðun skal vera lokið í fyrsta sinn fyrir árslok 1994. Hérlendis hafa stjórnvöld markað þá stefnu að hverfa frá greiðslum til styrktar útfluttum landbúnaðarvör- um. Á það ber að minna í þessu samhengi að útflutningur frá EB er stórlega styrktur og verður það áfram með tilkomu EES. Ekkert er vitað um hvaða mark- mið núverandi stjórnvöld hafa sett sér í þessum viðræðum, um hvaða vörur á að fjalla eða hvaða áherslur önnur lönd munu setja í þessu sam- bandi. Á hinn bóginn er ljóst að það eru allir möguleikar opnir hvað varðar endurskoðun á þeirri stöðu sem er fyrirliggjandi í dag. 2. GATT samningarnir. Fram að Uruguay umferð GATT samninganna var landbúnaðurinn meðhöndlaður á sérstakan hátt inn- an GATT ásamt fataiðnaðinum. Þegar Uruguay umferðin hófst árið 1986, þá töldu ráðherrar aðildar- landa GATT mikla nauðsyn á að taka landbúnaðinn með. Markmiðið var að gera heimsverslun með bú- vörur skipulagðari og ná fram stöðugra verðlagi. Endanleg niðurstaða landbúnað- arkaflans felur í sér lækkun opin- 'oerra stuðningsaðgerða við land- búnaðinn ásamt því m.a. að inn- flutningsbann verður „sýnilegt" í formi tollígilda. í landbúnaðarkafla samningsins eru eftirfarandi þrír meginkaflar: * markaðsaðgangur * innri stuðningur * útflutningsbætur í sérstökum kafla er fjallað um heilbrigðisreglur sem einnig geta virkað sem tæknilegar hindranir. Samningurinn nær yfir 6 ár og tekur að líkindum gildi hinn 1. júlí 1995. Hér verður fjallað nánar um helstu atriði hans: 2.1. Markaðsaðgangur. Öllum innflutningshömlum, þar með taldar beinar innflutningstak- markanir, á að breyta í fasta tolla (krónur eða %), svokallað tollí- gildi.1 Tollígildin eiga að lækka að með- altali um 36% miðað við meðalinn- flutningsvernd á viðmiðunarárunum 1986 - 1988. Á einstökum tegundum á tollígildið að lækka um 15% að lágmarki. Hér er ekki reiknað með vegnu meðaltali heldur flötu meðal- tali. Fyrir utan almenna lækkun inn- flutningshindrana skuldbinda aðild- arlöndin sig til að tryggja innflutning að lágmarki um 3% af innlendri neyslu. Þessi lágmarksaðgangur á síðan að stíga upp í 5% á sex ára tímabili. Þennan innflutning á að tryggja með því að halda tollaígild- unum almennt á því stigi að innflutn- ingur verði mögulegur eða á þann hátt að fella tollinn niður eða lækka hann á vissum tegundum. Lág- marksaðgangur verður reiknaður eftir tegundum helstu búvara. 2.2. Innri stuðningur. Innri stuðningur við landbúnað- inn á að lækka um 20% í hlutfalli við meðaltalsstuðning á árunum 1986- 1988. Lækkun styrkja miðast við heildarstuðning, sem þýðir að ein- stök lönd geta valið um úr hvaða tegundum styrkja þau draga mikið 1 Tollígildin verða reiknuð sem munur á meðalheimsmarkaðsverði á viðmiðunarár- unum (cif) og innlendu heildsöluverði. EB miðar aftur á móti við muninn á heims- markaðsverði (fob) og viðmiðunarverði (interventionsprice) á EB markaðnum að viðbættum 10% ásamt mánaðarlegum við- bótarupphæðum f vissum tilvikum (korn- rækt).

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.