Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1994, Side 35

Freyr - 01.03.1994, Side 35
Byggingarlag og kjötgœði íslenska fjarstofnsins Þótt mikið hafi áunnist á síðustu árum við að bæta byggingarlag fjárins og reynt sé að minnka fitu á lömbum er okkar fjárstofn hvorki sérlega vöðvamikilí né fitulítill. Möguleikar á erlendum mörkuðum jafnt sem innlendum velta því á því að okkur takist á næstu árum að ná árlegum kynbótaframförum sem eru a.m.k. ekki minni en hjá öðrum kjötframleiðendum. Jafnframt verðum við að hafa í huga að með- ferð fjárins og sláturtími getur skipt sköpum um gæði kjötsins. Nokkuð hefur hingað til vantað á að bændur og aðrir sem að kjötumsýslu standa hafi tileinkað sér þennan hugsunar- hátt nægjanlega. Þyngd dilkafalla Óskir um stærð eða þyngd skrokka eða skrokkhluta eru mjög mismunandi eftir löndum en a.m.k. í Færeyjum og Svíþjóð eru svipaðar óskir og hérlendis, þ.e. mest eftir- spurn er eftir skrokkþyngd á bilinu 12-16 kg. Hlutun skrokka í sláturtíð og sala á stykkjuðu kjöti fer sem betur fer vaxandi bæði í innanlands- sölu og sölu milli landa og dregur það úr vandamálum vegna of þungra skrokka. Eigi að síður getur vaxandi þyng falla valdið erfiðleikum og krefst nú þegar vissrar yfirsýnar og samspils milli sölu á innlendum og erlendum mörkuðum. Framleiðslukostnaður kindakjöts Framleiðslukostnaður kindakjöt hlýtur að verða hár hérlendis, ástæð- ur þess eru m.a. löng og kostnaðar- söm húsvist og landfræðilegar að- stæður sem ekki bjóða upp á stórar framleiðslueiningar. Sláturkostnað- ur er hér einnig mun hærri en í okkar væntanlegu samkeppnislöndum þó að 70 kr. á kg sláturkostnaður í umsýslusölu sé nokkru lægri en raunkostnaður vegna slátrunar á innanlandsmarkað. Vonir um veru- legar tekjur bænda af útflutningi hljóta því að byggja á að unnt reynist að lækka kostnað á öllum stigum framleiðslunnar. Lokaorð Möguleikar lambakjöts á erlend- um mörkuðum virðast í stórum dráttum tvenns konar: Annars vegar sala á grundvelli tollaívilnana sem byggjast á milli- ríkjasamningum. Nokkrir slíkir samningar eru í gildi milli Islands og annarra þjóða en ólíklegt er að þeim fjölgi. Miklu fremur eru líkur á að gildi þeirra minnki með nýjum al- þjóðasamningum (GATT). Hins vegar sala á grundvelli sér- eiginleika (bragðgott, vistvænt, hreint). Slík sala krefst mikillar und- irbúningsvinnu og síðan nákvæmni og aga á öllum stigum framleiðslu, vinnslu og sölu (gæðastjórnun). Ár- angur næst þar varla nema á löngum tíma og með samstilltu átaki þeirra sem að framleiðslu og söluferli koma. Árœði hf. - nýtt þjónustufyrirtœki fyrir landbúnaðinn Fyrirtækið Áræði hf. opnaði sölu- skrifstofu, sýningaraðstöðu og versl- un að Höfðabakka 9, Reykjavík, hinn 1. mars 1994. Þar mun fyrirtæk- ið sýna og selja þær vörur sem það er með umboð fyrir hér á landi svo og aðrar vörur sem það er söluaðili fyrir. Það er stefna fyrirtækisins að veita íslenskum landbúnaði sem besta þjónustu hvað viðkemur vara- hluti og aukahluti fyrir búvélar og tæki. Áræði hefur tekið að sér umboð hér á landi fyrir Mueller mjólkur- geyma, sem eru mest seldu mjólkur- kæligeymarnir á íslandi. Hefur fyrir- tækið þegar hafið innflutning á þess- um vönduðu mjólkurkæligeymum en þá má fá í stærðum frá 600 lítrum upp í mörg þúsund lítra. Mueller mjólkurkæligeymarnir eru fáanlegir með kælimiðlunum R 22 eða R134a, sem talið er að komi í stað kælimið- ilsins R 12, sem verið er að banna framleiðslu á. Þá býður Áræði varahluti fyrir heyvinnsluvélar, m.a. tinda og hnífa frá þýska fyrirtækinu RASSPE, svo og varahluti í dráttarvélar frá ýmsum fyrirtækjum m.a. PECO- PARTS og SPAREX. Áræði hyggst bjóða upp á mjög gott úrval af sjálfbrynningarkerjum og drykkjarstútum fyrir búpening, frá fyrirtækjunum Fisher í Bretlandi og Lister í Þýskalandi, en bæði þessi fyrirtæki eru þekkt hér á landi fyrir vandaða vöru. Klippur frá Lister í Bretlandi og Lister í Þýskalandi, fyir nautgripi, hesta og sauðfé verða á boðstólum hjá fyrirtækinu, auk mikils úrvals af aukabúnaði og varahlutum. Stefnt er að því að bjóða viðskiptamönnum upp á viðgerðar- og brýnsluþjón- ustu. Áræði hefur þegar tryggt sér góða samvinnu við framleiðendur af hvers konar merkjum, úr áli og plasti, fyrir búpening. Verður fyrir- tækið með álrenninga fyrir lamba- merki frá Alcan Wire og plastmerki frá Cox Surgial. Auk ofangreindra vara verður Áræði með margvíslegar aðrar vör- ur á boðstólum, svo sem í sláttuvélar fyrir graskögglaverksmiðjur frá Hiniker-Fox. Framkvæmdastjóri Áræðis hf. er Agnar Þór Hjartar, en stjórnarfor- maður er Arnór Valgeirsson. Þeir hafa báðir langa starfsreynslu á sviði þjónustu við landbúnaðinn, eftir áratuga störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga og fyrirtækjum þess. Sími Áræðis er 91-670000 og bréf- sími 91-674300. (Fréttatilkynning). 5*94 - FREYR179

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.