Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 37

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 37
lN3ddStíOONI31S Korntilraunir 1993 Jónatan Hermannson, tilraunastjóri Sumarið 7 993 var með lengsta móti. Víðast hvar var hœgt að vinna jörð snemma og sá í apríl, og september var eindœma góður. Þar á milli var veður svalt og mun árið teljast í meðallagi að hitafari til og kaldara en það norðanlands. Jónatan Hermannsson. Frost gerði í Borgarfirði og á Suður- landi vestan Markarfljóts einar fimm nætur í ágúst og varð harðast aðfararnótt hins 11. Þá ódrýgðist kornuppskera í lágsveitum og ónýttist í uppsveitum. Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins sáði síðastliðið vor í korntilraunir á 22 stöðum í þremur landsfjórðung- um. Þar af voru 9 á Suðurlandi, 2 á Héraði, 2 í Skagafirði og 8 í Eyja- firði, auk tilrauna á Korpu. Af til- raunum í Eyjafirði voru 7 tilheyr- andi sérstöku verkefni undir stjórn Möðruvallamanna og hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra á öðrum vettvangi. Tilraunirnar á Héraði misfórust báðar og ein til- raun á Suðurlandi. Hér eru því til umfjöllunar tilraunir á 12 stöðum. Ræktunarfélag Norðurlands og bún- aðarsambönd á hverjum stað lögðu málinu lið og er þeim hér með þakk- að samstarfið. Kornuppskera varð ákaflega mis- mikil í tilraunum þetta árið. Hún varð heldur rýr í Skagafirði fyrsta ár kornræktar þar í héraði, en fjarri er, að hún hafi brugðist. Par stöðvaði frost kornþroska um miðjan septem- ber í Vallhólmi, og áburður var of mikill í tilrauninni á Stóru-Ökrum. I Miðgerði í Eyjafirði varð uppskera aftur á móti furðugóð miðað við árferði eða hátt á 3. tonn korns á hektara. Uppskera varð sömuleiðis mjög góð í tilraununum á Eystra- Hrauni í Landbroti og þó einkum á Þorvaldseyri. Á síðastnefnda staðn- um fékkst hátt á 5. tonn af korni á ha miðað við 100 % þurrefni og hjó nærri metuppskerunni á Voðmúla- stöðum 1991. Á Sámsstöðum var tilraunin líka óskemmd, en á öðrum stöðum sunnanlands spillti frost. Hér á eftir verður getið um nokkra þætti úr niðurstöðum þessara til- rauna. Áburðarþörf korns. Aukaskammtur af köfnunarefni var gefinn á 6 tilraunir í Árnessýslu og í Skagafirði. Par kom í ljós að 40 kg N á ha var of mikið á frjósamt, unnið tún á Efri-Brúnavöllum á Skeiðum, en of lítið á miðlungstún í Vallhólmi í Skagafirði. 60 kg N á ha voru of mikið á frjósamt, unnið tún á Drumboddsstöðum í Biskupstung- um og Stóru-Ökrum í Skagafirði. 80 kg N á ha voru hins vegar of lítið á moldarblandinn sand í Birtingaholti í Hreppum og Selparti í Flóa. Af þessu má ætla, að 30 kg N á ha (5 pokar Gr. 1A) séu hámarksáburður á frjósamt land, það er endurunnið gott tún og grænfóðurakra, sem beitarfénaður hefur borið í árið áð- ur. 60 kg N á ha (7 pokar Gr. 1) eru mjög víða við hæfi, til dæmis á end- urunnið miðlungstún (Vallhólmi, Korpu) og kornakra á öðru og þriðja ári. Sandjarðvegur þarf aftur á móti mun meiri áburð, eða um 90 kg N á ha (12 poka Gr. 5). Á þannig jarð- vegi á Korpu varð uppskeruaukinn 25 kg korns fyrir hvert kg N á bilinu 30-90 kg N á ha. Þegar áburður er

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.