Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 7

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 7
Meðal þess sem Evrópuráðið telur dreifbýli til tekna er það að lítil samfélög stuðla að aukinni ábyrgð einstakra borgara, á samfélaginu og eigin lífi. Það veldur aftur minna álagi á velferðar- kerfið, svo sem umönnun aldraðra o.fl., eignar- hald dreifist á marga og landbúnaðar er heil- brigður, fjölbreytilegur og frjór lífsmáti. Þá stuðlar dreifð byggð að varðveislu auðlinda á borð við jarðveg, vatn og loft með því að nýta þær sparlega og með eins sjálfbærum hætti og unnt er. Einnig stuðlar dreifð byggð að fæðu- öryggi, en mikilvægi þess vex eftir því sem óendumýjanlegar auðlindir þverra. Að lokum skal hér vakin athygli á að örlög þéttbýlis og dreifbýlis eru samtvinnuð. Þétt- býlinu er hagur í því að dreifbýlið sé kröftugt. Hér hefur verið leitast við að tíunda tvær stefnur sem uppi eru um skipulag landbúnaðar. Eins og er er það stefna yfirvalda í flestum vestrænum ríkjum að leggja höfuðáherslu á lágt vöruverð til neytenda, þar sem lokað er augum fyrir duldum kostnaðarliðum, svo sem „sliti“ á náttúrunni. Litla spádómsgáfu þarf til að sjá að þessi stefna leiðir til ófamaðar. Spurningin er aðeins hvenær augu ráðamanna opnast. M.E. MOLRR | Arfbreyttir tómatar tii sölu í Banda- ríkjunum. Dökkrauðir, kjötmiklir tómatar sem halda sér vel og lengi án þess að rotna eru óskadraumur neytenda. En þeir eru umdeildir vestanhafs. Tómatarnir eru nefnilega gena- splæstir (þ.e. það hefur verið átt við arfbera þeirra), skrifar sænska tíma- ritið ATL. Hollustuvernd Bandaríkjanna, FDA, hefur viðurkennt nýjan, arf- berabreyttan tómat til sölu í versl- unum. Er það í fyrsta sinn í BNA sem selja má matvæli með breyttum arfberum á þenna hátt. Andstæðingar þess að matvæli unnin úr arfbreyttum lífverum séu boðin til sölu, hyggjast bregðast við því með kaupbanni, mótmælagöng- um o.fl. aðgerðum. Einnig er FDA, hollustuvernd Bandaríkjanna, gagn- rýnd fyrir að krefjast þess ekki að tómatarnir séu merktir, þannig að neytendur viti hvað þeir séu að kaupa. Fyrirtæki það sem kynbætt hefur tómatinn, hefur þó lýst því yfir að það merki tómatana og láti vita af arfberabreytingunni. Þetta fyrirtæki hefur varið mörgum milljónum doll- ara til þróunarstarfs í fimm ár og það vonast til þess að geta náð vænni sneið af bandaríska mark- aðnum sem er þriggja til fímm ntiljarða dollara virði á ári. Breytingin er í því fólgin að vís- indamenn hafa einangrað arfbera þann í tómatanum sem framleiðir hvata sem brýtur niður pektínið í frumuveggjunum, svo að ávöxturinn linast og springur og fræin dreifast um. Hefur mönnum tekist að snúa þessum arfbera svo að hvatafram- leiðslan hefur stórminnkað. Það er þess vegna sem nýju tómatarnir end- ast lengur en venjulegir tómatar. sent tíndir eru óþroskaðir og með- höndlaðir með gasi sem gerir þá rauða á leið í búðir. Nýju tómatarnir fá að þroskast á móðurplöntunni. Hollustuverndin, FDA, telur að nýju tómatarnir séu skaðlausir, en stofnunin fylgir annars mjög ströng- um reglum þegar um er að ræða að viðurkenna nýja vöru. Þess er nú vænst að margs konar öðru græn- meti og ávöxtum verði arfbreytt á sama hátt. Andstæðingar arfberabreytinga óttast að FDA verði ekki jafn vel á verði næst þegar rannsaka þarf nýjan ávöxt og nýtt afbrigði af grænmeti. BÁSMOTTUR Stærðlr: 1.3 x 1,0 m 1.4 x 1,0 m 1.5 x 1,0 m UBO básmottur skapa betra heilsufar búpenings. UBO básmottur einangra frá gólfkulda. UBO básmottur eru slitsterkar og endingargóðar. UBO básmottur er auðvelt að þrífa. ■gKl ÞOR HF REYKJAVÍK ■ AKUREYRI : REYKJAVlK: Ármúla 11 - Sfmi 91-681500 AKUREYRI: Lónsbakka - Simi 96-11070 21*94 - FREYR 767
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.