Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 43

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 43
Arnór Karlsson, form. Landssamtaka sauðfjárbœnda. ánna eftir burð við mismunandi fóðumotkun. Þá er að geta skipulegra tilrauna með beit á ræktað land og í fram- haldi af því voru svo gerðar víð- tækar beitartilraunir víðsvegar um land, bæði á ræktuðu og óræktuðu landi, m.a. á Hesti. Fóðurtilraunir með töðugjöf eingöngu, leiddu m.a. í ljós að góð heyverkun er ein af aðalforsendunum fyrir afkomu fjár- búa og ennfremur að sauðfé fóðrast betur á fiskimjöli en innfluttu kol- vetnafóðri. Fæðingarþungi varð meiri við fiskimjölsgjöf og ærnar urðu hraustari og mjólkuðu betur. Þá voru gerðar tilraunir með haustrúning líflamba með og án fiskimjölsgjafar, tilraun með breyti- legan burðartíma áa, mismunandi vor- og haustmeðferð lamba o.fl. Þessar tilraunir allar hafa staðið í Magnús Jónsson, skólast. á Hvanneyri. a.m.k. þrjú ár hver og hafa miðast við að hagnýtt gildi þeirra væri sem mest fyrir íslenska sauðfjárbændur. Afkvæmarannsóknir hófust á Hesti 1957 og hafa staðið fram til þessa dags og hafa verið einn af aðalþáttum starfseminnar. Þær eru gerðar til þess að bæta vaxtarlag og kjötgæði íslenska fjárins. Reynt er að finna þá einstaklinga sem líklegir eru til að bæta stofninn. Fjöldi hrúta frá Hesti hefur verið notaður í sæðingastarfseminni og því hafa bændur víða um land notið góðs af fjárræktinni á búinu. Afkvæmarannsóknimar voru vand- lega skipulagðar frá upphafi og gerðar af vísindalegri nákvæmni. Halldór Pálsson þróaði öll þau vaxt- armál sem notuð eru og hafði áður notað við hinar brautryðjandi rann- sóknir sínar á kjötgæðum. Þessar Jón Bjarnason, skólastjóri á Hólum. aðferðir eru löngu viðteknar meðal búvísindamanna. Það sem nú hefur verið rakið um starfið á Hesti, byggir að mestu á erindi sem Stefán Scheving Thor- steinsson flutti við athöfnina á Hesti. Aðrir sem fluttu ávörp við þetta tækifæri voru Jónas Jónsson, bún- aðarmálastjóri sem afhenti Rann- sóknastofnun ríkisins stækkaða ljós- ntynd af dr. Halldóri Pálssyni frá Búnaðarfélagi íslands og skyldi henni valinn staður í tilraunastöðinni á Hesti, Haukur Halldórsson, for- maður, Stéttarsambands bænda, Amór Karlsson, formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda, Gísli Einarsson, alþm., Magnús B. Jónsson, skólastjóri Hvanneyri og Jón Bjarnason, skólastjóri Hólum. J.J.D. MOLRR | íslenskar vörur kynntar íslenskir dagar vom haldnir í Kringlunni í Reykjavík í byrjun nóvember í sambandi við kynn- ingamar „íslenskt - já takk“ og „Tryggjum atvinnu - verslum heima". Framleiðsluvömr íslensks hand- verksfólks vom sýndar á göngugöt- um Kringlunnar og þar var m.a. sýndur glerskurður, keramik og handunninn pappír. Þá sýndi Folda hf. á Akureyri værðarvoðir, og fleiri íslenskar vömr voru kynntar, t.d. angómullarfatnaður, bækur, kon- fekt, matvörur, nýtt íslenskt krem sem unnið er úr hákörlum og margt fleira. Nautgripir verða fyrir eitrun af bílarafhlöðum Þrjár kúahjarðir í Svíþjóð hafa orðið fyrir blýeitrun, allar af bfla- rafhlöðum sem lágu í haganum. Á tveim búanna veiktust aðeins tveir nautgripir en á hinu þriðja um 40 en nokkrar kýr voru svo illa haldnar að þeim varð að lóga. Tveir þriðju af nautgripum á búinu voru með of mikið blý í blóðinu. Skepnur sem verða fyrir blýeitrun fá mismunandi einkenni, svo sem blindu, gnístran tanna, skitu eða harðlífi, segir í sænska blaðinu Land. Dýrin eiga erfitt með að samhæfa vöðvahreyfingu. Þau missa lystina, slefa, fá hita, fá rykki í augu og eyru, baula og drepast. 21'94 - FREYR 803
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.