Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 29

Freyr - 01.11.1994, Blaðsíða 29
4.2.8. Tekjutenging: Elli-, örorku-, endurhæf- ingar- og ekkjulífeyrir er tekjutengdur. 4.3. Greiðslur í fœðingarorlofi. Greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins í fæðingarorloÉi eru annars vegar fæðingar- styrkur og hins vegar fæðingardagpeningar. 4.3.1. Fæðingarstyrkur. Móðir sem á lögheimili á íslandi á rétt á fæðingarstyrk í sex mánuði við hverja fæðingu. Fæðingarstyrkur greiðist ekki föð- ur. Konur sem njóta óskertra launa í fæð- ingarorlofi eiga ekki rétt á fæðingarstyrk þann tíma sem óskert laun eru greidd. Fæð- ingarstyrkur greiðist án tillits til atvinnu- þátttöku móður. 4.3.2. Fæðingardagpeningar. Móðir sem á lögheimili á Islandi á rétt á fæðingardagpeningum í sex mánuði. Þeir sem njóta óskertra launa í fæðingarorlofi eiga ekki rétt á fæðingardagpeningum þann tíma sem óskert laun eru greidd. Ef móðir samþykkir á faðir rétt á greiðslu fæðingardagpeninga í stað hennar eftir að hún hefur fengið greidda dagpeninga í einn mánuð eftir fæðingu enda leggi hann niður launaða vinnu á meðan. Fæðingardag- peningar geta verið fullir eða hálfir. Það fer eftir hve margar dagvinnustundir umsækj- andi hefur unnið á vinnumarkaðnum síð- astliðna tólf mánuði fyrir töku fæðingar- orlofs. Fullir dagpeningar greiðast þeim sem hafa unnið 1032 - 2064 dagvinnustundir síðustu 12 mánuði fyrir töku fæðingarorlofs. Hálfir dagpeningar greiðast þeim sem hafa unnið 516 - 1031 dagvinnustund síðustu 12 mánuði fyrir töku fæðingarorlofs. Foreldri sem hefur verið í fullu námi á a.m.k. sex mánuði á síðast liðnum tólf mánuðum fyrir töku fæðingarorlofs á rétt á fullum fæðing- ardagpeningum. Arsverk á verðlagsgrundvallarbúi (400 fjár) telst vera 1600 stundir á ári en 1704 á verðlagsgrundvallarbúi í mjólkurframleiðslu (22 kýr með geldneytum). Vinnuframlag á blönduðum búum er metið af lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins oft í samráði við Stéttarsamband bænda. Heimilisstörf veita ekki rétt til fæðingardag- peninga. Atvinnuleysisbótatímabil telst til atvinnuþátttöku. Sótt er um greiðslur í fæðingarorlofi til Tryggingastofnunar ríkisins í Reykjavík eða hjá sýslumönnum og bæjarfógetum utan Reykjavíkur á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. 4.4. Slysatryggingar 4.4.1. Þessir eru slysatryggðir samkvæmt al- mannatryggingalögum Þeir launþegar sem verða fyrir slysi við vinnu eða á beinni leið í eða úr vinnu eru slysatryggðir samkvæmt almannatrygginga- lögum. Það gildir um alla launþega sem starfa hér á landi að undanskildum erlend- um ríkisborgurum sem starfa fyrir erlend ríki. Einnig eru eftirfarandi aðilar slysatryggðir: * Iðnnemar sem slasast við iðnnám. * Utgerðarmenn sem eru sjálfir skipverjar og slasast við vinnu. * Björgunarmenn sem slasast við björgun eða að vömum gegn tjóni. * íþróttamenn sem eru orðnir 16 ára og slas- ast við æfingar, sýningar eða keppni * Sjúklingar á opinberum sjúkrastofnunum sem hljóta heilsutjón vegna læknisaðgerða eða mistaka starfsfólks. * Svo fremi að annars sé ekki óskað á skatt- framtali eru atvinnurekendur í landbúnaði sem vinna landbúnaðarstörf, makar þeirra og böm 12 - 16 ára slysatryggð. * Hægt er að óska eftir slysatryggingu við heimilisstörf á skattframtali. Bætur slysatrygginga skv. almannatrygg- ingalögum eru: 4.4.2. Slysadagpeningar sem greiðast frá og með 21 '94 - FREYR 789
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.