Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1994, Qupperneq 29

Freyr - 01.11.1994, Qupperneq 29
4.2.8. Tekjutenging: Elli-, örorku-, endurhæf- ingar- og ekkjulífeyrir er tekjutengdur. 4.3. Greiðslur í fœðingarorlofi. Greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins í fæðingarorloÉi eru annars vegar fæðingar- styrkur og hins vegar fæðingardagpeningar. 4.3.1. Fæðingarstyrkur. Móðir sem á lögheimili á íslandi á rétt á fæðingarstyrk í sex mánuði við hverja fæðingu. Fæðingarstyrkur greiðist ekki föð- ur. Konur sem njóta óskertra launa í fæð- ingarorlofi eiga ekki rétt á fæðingarstyrk þann tíma sem óskert laun eru greidd. Fæð- ingarstyrkur greiðist án tillits til atvinnu- þátttöku móður. 4.3.2. Fæðingardagpeningar. Móðir sem á lögheimili á Islandi á rétt á fæðingardagpeningum í sex mánuði. Þeir sem njóta óskertra launa í fæðingarorlofi eiga ekki rétt á fæðingardagpeningum þann tíma sem óskert laun eru greidd. Ef móðir samþykkir á faðir rétt á greiðslu fæðingardagpeninga í stað hennar eftir að hún hefur fengið greidda dagpeninga í einn mánuð eftir fæðingu enda leggi hann niður launaða vinnu á meðan. Fæðingardag- peningar geta verið fullir eða hálfir. Það fer eftir hve margar dagvinnustundir umsækj- andi hefur unnið á vinnumarkaðnum síð- astliðna tólf mánuði fyrir töku fæðingar- orlofs. Fullir dagpeningar greiðast þeim sem hafa unnið 1032 - 2064 dagvinnustundir síðustu 12 mánuði fyrir töku fæðingarorlofs. Hálfir dagpeningar greiðast þeim sem hafa unnið 516 - 1031 dagvinnustund síðustu 12 mánuði fyrir töku fæðingarorlofs. Foreldri sem hefur verið í fullu námi á a.m.k. sex mánuði á síðast liðnum tólf mánuðum fyrir töku fæðingarorlofs á rétt á fullum fæðing- ardagpeningum. Arsverk á verðlagsgrundvallarbúi (400 fjár) telst vera 1600 stundir á ári en 1704 á verðlagsgrundvallarbúi í mjólkurframleiðslu (22 kýr með geldneytum). Vinnuframlag á blönduðum búum er metið af lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins oft í samráði við Stéttarsamband bænda. Heimilisstörf veita ekki rétt til fæðingardag- peninga. Atvinnuleysisbótatímabil telst til atvinnuþátttöku. Sótt er um greiðslur í fæðingarorlofi til Tryggingastofnunar ríkisins í Reykjavík eða hjá sýslumönnum og bæjarfógetum utan Reykjavíkur á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. 4.4. Slysatryggingar 4.4.1. Þessir eru slysatryggðir samkvæmt al- mannatryggingalögum Þeir launþegar sem verða fyrir slysi við vinnu eða á beinni leið í eða úr vinnu eru slysatryggðir samkvæmt almannatrygginga- lögum. Það gildir um alla launþega sem starfa hér á landi að undanskildum erlend- um ríkisborgurum sem starfa fyrir erlend ríki. Einnig eru eftirfarandi aðilar slysatryggðir: * Iðnnemar sem slasast við iðnnám. * Utgerðarmenn sem eru sjálfir skipverjar og slasast við vinnu. * Björgunarmenn sem slasast við björgun eða að vömum gegn tjóni. * íþróttamenn sem eru orðnir 16 ára og slas- ast við æfingar, sýningar eða keppni * Sjúklingar á opinberum sjúkrastofnunum sem hljóta heilsutjón vegna læknisaðgerða eða mistaka starfsfólks. * Svo fremi að annars sé ekki óskað á skatt- framtali eru atvinnurekendur í landbúnaði sem vinna landbúnaðarstörf, makar þeirra og böm 12 - 16 ára slysatryggð. * Hægt er að óska eftir slysatryggingu við heimilisstörf á skattframtali. Bætur slysatrygginga skv. almannatrygg- ingalögum eru: 4.4.2. Slysadagpeningar sem greiðast frá og með 21 '94 - FREYR 789

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.