Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 9

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 9
Óli Valur vaim hjá U.S. Forest Ser\’ice í bœkistöðinni Lawing við Kenai-vatn íAlaska sumarið 1952 og safnaði frœi um haustið. Myndin erfrá Cooper Landing. ferðamenn í skógunum. Þessar slóðir lágu að fallegum stöðum, s.s. fjallavötnum eða veiðiám. Það var einkum fólk úr bæjum Alaska sem og veiðimenn sem notuðu þessar gönguleiðir; þær voru margar hverjar mjög gamlar, eða allt frá tímum gullgrafaranna. Starfið var skemmtilegt; ég vann með tveimur Ameríkumönum, annar þeirra var verkstjóri sem var búinn að eiga heima í Alaska í 18 ár. Hann var ekkjumaður og bjó einn úti í skógi í vönduðu og þægilegu bjálkahúsi og átti auk þess annan bjálkakofa sem hann sagði að væri fyrir gesti,ef einhverjir kæmu í heimsókn. Hann vann hjá Skóg- ræktinni á sumrin og svo þegar vetraði fór hann í kaupstað og keypti birgðir til vetrarins og hvarf síðan heim fram á vor. Um haustið söfnuðum við fræi og ofurlitlu af öðrum efniviði, þ.e.a.s. græðlingum og kvistuin af víði og ösp fyrir Jón Bjömsson. Það var talsvert drjúgt af efni sem við söfnuðum og við þreskjuðum allt sjálfir ; það var gríðarlega mikil vinna. Ég man að grenifræið losaði 100 kg og auk þess var töluvert birkifræ og fleira. Þess má geta að skógræktarmenn sem hafa verið fyrir vestan hafa ekki þurft að þreskja fræ, það hefur verið gert hjá sérstökum fyrirtækjum. Síðan pökkuðum við efniviðnum og sendum heim og allt fór vel. Við lögðum megináherslu á að safna sitkagreni, sitkabastarði og hvítgreni, ösp, Alaskavíði og sitka- víði. Alaskavíðirinn var upphafið að þessari alkunnu víðitegund hér á íslandi; Það er svokallaður grænn Alaskavíðir. Hann var á tímabili allmikið notaður hér á landi en síð- an em komin hingað fleiri kvæmi af Alaskavíði og klónar af honum sem spretta hraðar en sá græni. Græni Alskavíðirinn hefur þann kost fram yfir nýrri gerðirnar að hann er svolítið fíngerðari og hentar betur t. d. í skjólveggi eða limgerði með því að klippa hann til. Þó eru vissulega margar aðrar tegundir heppilegri en Alaskavíðir til þess að nota á þann hátt. Næsta vetur var ég svo í Banda- ríkjunum. Þar var ég á Cornell og sat þar á bekk í blómaræktar- deildinni hjá doktor Kenneth Post sem var á tímbili langþekktasti fræðimaður í blómarækt um öll Bandaríkin og þótt víðar væri leitað. Hann fann og þróaði til dæmis aðferð við að rækta prestakraga (crysanthemum) allt árið með því að stjórna daglengdinni. Það var mjög lærdómsríkt að vera hjá honum. Við urðum góðir kunningar og ég var oft í einkatímum hjá honum. Hann kom hingað árið 1954 og ferðaðist um landið og hélt erindi fyrir garðyrkjubændur ég naut þess þá að taka á móti honum og sýna honum eitt og annað hér ásamt Jóni H. Björnssyni. Ég fór á nýjan leik í söfnunarferð til Alaska haustið 1985 og stofnaði sjálfur til þeirrar ferðar en hafði að bakhjarli Búnaðarfélag Islands, Landgræðslu rfldsins, Skógrækt ríkisins og Rannsóknastofnun land- búnaðarins. Ég skrifaði nokkrum stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum og leitaði eftir fjárstuðningi, og árang- urinn varð sá að ég fékk það mikið fjármagn í hendur að ég sá fram á að ég gæti tekið með mér þrjá safnara .Við fórum því fjórir og ferðuðumst um mikinn hluta þessa víðáttumikla lands í tvo mánuði. Við fórum norður með strönd Beringshafs til þorps sem heitir Kotsebue og flugum þaðan inn í land til þorps sem heitir Ambler, en það er á liðlega 67. breiddargráðu Síðan ferðuðumst við meðfram vest- urströndinni. Við skiptum okkur í tvo hópa. Ég og Böðvar Guð- mundsson, sem er skógarvörður á Suðurlandi, héldum norður eftir og Ágúst Árnason skógarvörður í Skorradal og Kári Aðalsteinsson, garðyrkjubóndi í Borgarfirði, héldu sig svolítið sunnar og vestar. Við nutum fyrirgreiðslu Skógar- þjónustunnar í Alaska við söfn- unarstarfið, en hún er með bæki- stöðvar víðsvegar um landið. Við notuðum leigubfla til að ferð- ast um innan héraða, gengum á fjöll og söfnuðum mörgum tegundum. Við Kári lögðum mikla áherslu á að safna fræi af allskonar runnum sem hugsanlega mætti rækta hér. Þeir sem áður höfðu farið í söfn- unarferðir til Alaska höfðu af skiljanlegum ástæðum fyrst og fremst safnað fræi af skógartrjám. Við söfnuðum líka fræi af ýmsum grösum, ef vera mætti að í þeim kynni að leynast eitthvað nýtilegt fyrir okkur Islendinga, m.a. mel- gresi og lúpínu frá mörgum svæðum (hún er nú að vísu ekki vel séð hér lengur). Við kappkostuðum líka að safna öl en þar vestra eru þrjár tegundir af honum og við söfnuðum svolitlu af þeim öllum mjög víða. Gerðar hafa verið athuganir með ræktun á honum víða hér um land en því miður hafa þær ekki skilað 8.’95- FREYR 321

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.