Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 37

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 37
Gróðurhúsaáhrifin Nú þykir mega slá því föstu að hitastig á jörðunni hœkki á nœstunni. Mikið hefur að undanförnu verið rætt um hin svonefndu gróðurhúsaáhrif sem leiða munu, að því er fullvíst þykir, til þess að hitastig á jörðinni hækkar og hefur reyndar að því er talið er þegar hækkað nokkuð. Þetta gerist vegna aukins koltvísýrings í andrúmslofti. Þá aukningu má einkum rekja til þess að menn tóku við upphaf iðn- byltingarinnar á síðustu öld að brenna og nota sem orkugjafa fornar birgðir lífrænna kolefnis- sambanda fólgnar í jörðu; kol, olíu og gas, sem safnast hafa á fyrri skeiðum jarðsögunnar. Vísindastofnanir hafa á undan- fömum ámm mikið fengist við að gera reiknilíkön sem gætu sagt fyrir um það með nokkurri nákvæmni og í smærri atriðum hver þessi áhrif em líklegust til að verða og beitt til þess öllum stærsta og fullkomnasta tölvukosti sem völ er á. Fram til þessa þykir þó ekki hafa náðst viðunandi árangur. Þó að þessi geysiflóknu reiknilíkön hafi gefið spásagnir fram í tímann hafa þau ekki sannað gildi sitt á þann veg að með þeim mætti skýra þær hitastigs- og loftslagsbreytingar sem vitað er að hafa orðið á sögulegum tíma, en það ættu þau að geta, væru þau trúverðug. Nú hefur það þó gerst að á rannsóknarstofu Hadly Center for Climate prediction sem fæst við framtíðarspár um verðurfar og er við veðurstofuna í Braknell í Englandi, hefur mönnum tekist að gera-hermilíkan sem skýrir (líkir eftir) þær breytingar sem orðið hafa á hitafari jarðarinnar eins og það hefur verið skráð frá því urn 1860. Rannsóknarmannahópnum sem að þessu vann tókst þetta með því að fella nýja áhrifaþætti inn í dæmið, þ.e. áhrif þess að brennisteins- sambönd í andrúmsloftinu hafa einnig aukist og að brennisteins- agnimar draga úr gróðurhúsa- áhrifum koltvísýringsins þannig að þau verða (hafa orðið) um 30% minni en ella. Þrátt fyrir þetta reiknast mönnum svo til að hitastigið á jörðinni muni að meðaltali hækka um 2°C á næstu öld ef myndun „gróðurhúsaloft- tegundanna“ (CO2) heldur áfram í sama mæli og nú gerist. Þessi hækkun hitastigs á jörðinni yrði þá um tvöfalt örari en það sem menn hafa fundið með mælingum að gerst hafi á sögulegum tíma, eftir því sem forstöðumaður rannsóknahópsins í Hadley segir. Rannsóknir þessar staðfesta hins vegar að hlýnað hefur á jörðinni frá því sem var við upphaf iðnbyltingarinnar um 1860 og nemur sú hlýnun um 0,5 °C síðustu öldina að meðaltali fyrir alla jörðina og að á tímabilinu 1950-1980 hlýnaði að meðaltali um 0,3°C. Því má skjóta hér inn að á þessu tímabili var þessu í stórum dráttum öfugt farið hér á landi því að þá lifðum við allmikið kuldaskeið borið saman við hlýindaskeiðið frá því um 1925 og fram yfir 1950. Þá er þess einnig getið í frásögn af þessum rannsóknum að árið 1990 var hið heitasta að meðaltali á jörðinni sem komið hefur á því tímabili sem mælingar ná til og að árin 1994 og 1987 voru þau fjórðu hlýjustu sem komið hafa síðan (Heimild: World Watch, tímarit World Watch Institute no. 3, 1995). véladekk rakstrarveladekk - heytætli: dekk - vagnadekk - sláttu /éladekk - dráttarvéladekk jeppadekk - vagnadekk vörubifreiðadekk - dráttar- véladekk - skítadreifaradekk - hjólbörudekk - fólksbíladekk rakstrarvéladekkheytætludekk vagnadekk - sláttuvéladekk dráttarvék vörubifreiðadekk Hjólbarðar fyrir landbúnaðartæki eru okkar fag —;nadekk - vörubifreirðadekk - ttarvéladekk - skítadreifara- - hjólbörudekk - fólksbíla- . rakstrarvéladekk - hey- - vagnadekk - sláttu- - dráttarvéladekk - .,_____; - vagnadekk - vöru- bifreiðadekk - dráttarvéladekk - _:.ítadreifaradekk - hjólbörudekk tætludekk - drattarveladek vagnadeN slattuveláaeh rattarvéladekk dreifaradekk - hjólbörudekk GOTT URVAL, VERÐ OG ÞJONUSTA iekk - vörubifreiðadekk arvéladekk - heytætludekk - vagnajdekk - sláttu- dráttarvéladekk - skítadreifaradekk - hjólbörudekk véladekk - (>iSc=SVel/ dekk - vöri, dreifaradel rakstrarvélal’ sláttuvéladekk - GUMMIVINNSLAN HF. VQ VISA íarvéladekk eiðadekk dráttarvéladekk . bek RÉTTARHVAMMI1:-- ,'udeKk - g!8HWz60(fr,á^Æd#-*drfaJ™; T'“r"d®kk leppadeKR - - folKsbiradeKK raKstrarveladekk - heytætludekk - bkk - ~sTaituveTaaekk 603 AKUREYRI 'lcstfárvéladekk 8.'95- FREYR 349

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.